Færslur: Fagradalsfjall

Dregur úr kvikumagninu segir Magnús Tumi - enginn órói
Enginn gosórói hefur mælst í eldgosinu á Reykjanesskaga síðan í gærmorgun. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að nú verði að bíða og sjá með framhaldið. Hann áætlar að hraunrennslið síðan á laugardag hafi numið 10 rúmmetrum á sekúndu. Hins vegar hafi dregið úr hraunkviku sem upp komi í júlí miðað við maí og júní. 
„Virðist sem gosið sé komið í annan fasa“
Aftur hefur hægt verulega á hraunflæði frá gosinu á Reykjanesskaga eftir talsverðan hamagang seint í gærkvöld og fram á nótt. Þá flæddi nýtt hraun alla leið ofan í Nátthaga. Lengra virðist líða á milli hraunflæðihrina í eldstöðvunum en áður, en hrinurnar eru þeim mun öflugri þegar þær koma.
02.07.2021 - 08:38
Viðtal
Mikil hraunelfur aftan við eystri varnargarðinn
Mikil hraunelfur opnaðist í hádeginu aftan við eystri varnargarðinn við Fagradalsfjalla. „Það er rauðglóandi hraun upp við allan garðinn núna,“ segir Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís. Rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum en þá var hún á gosstöðvunum.
Eldgosið tveggja mánaða og tvöfalt stærra en í upphafi
Í dag hefur eldgosið við Fagradalsfjall staðið yfir í tvo mánuði. Síðustu tvær vikur hefur hraunflæði verið tvöfalt meira en það var að meðaltali fyrstu sex vikurnar. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir óvenjulegt að hraunflæðið aukist svo mjög með tímanum. 
19.05.2021 - 12:41
Gönguleiðin að gosstöðvunum lokuð í dag
Lokað er fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag vegna framkvæmda við gönguleið að gosinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og að ekki sé hægt að segja til um hvort eða hvenær verði opnað í kvöld.
Aukin sprengivirkni með 50 metra kvikustrókum
Sprengivirkni hefur aukist í syðsta gígnum á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Kvikustrókarnir sem undanfarið hafa verið tíu til fimmtán metra háir ná nú meira en 50 metra upp í loftið, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. „Þetta er mjög mikil breyting á goshegðuninni en spurningin er hvort þetta sé líka að gefa til kynna breytingu á framleiðninni, hvort að það sé verið að auka í hvað kvikumagn varðar sem kemur upp í gosinu.“
Viðtal
„Mér finnst þetta svakalega magnað dæmi“
Elíza Newman er búsett á Reykjanesi í talsverðri nálægð við náttúruöflin og hefur sannarlega fundið jörðina skjálfa á þessu ári. Þegar gosið loksins hófst í Fagradalsfjalli gerði hún það sama og fyrir rúmum tíu árum þegar gaus í Eyjafjallajökli, hún samdi lag.
13.04.2021 - 11:19
Hraunrennslið hefur minnkað aftur
Heildarrennsli úr hraungígunum á Reykjanesskaga hefur minnkað á nýjan leik eftir að það jókst í síðustu viku. Hraunrennslið hefur verið tæpir fimm rúmmetrar á sekúndu að meðaltali síðustu fjóra daga. Það er nánast sama magn og meðalrennslið sem var úr eldgosinu framan af. Rennslið jókst hins vegar í síðustu viku eftir að fleiri gígar opnuðust.
Myndskeið
Gengu í sex tíma frá Krísuvík og var snúið við
Gosstöðvarnar voru rýmdar um leið ljóst var að nýjar sprungur væru að opnast þar í dag. Flestir yfirgáfu þær strax en dæmi var um fólk sem kom að gosstöðvunum frá stöðum lengra í burt þar sem ekki voru formlegar lokanir.
Villa á sér heimildir til að komast að gosstöðvunum
Talið er að um fimm hundruð manns hafi verið við gosstöðvarnar eða á leið að þeim eða frá þeim þegar fyrri sprungan myndaðist á hádegi og byrjað var að rýma svæðið. Einn og einn lætur sér þó ekki segjast og reynir að fara að gosstöðvunum. Þar verður lokað þar til lögregla tilkynnir um annað, að sögn Sigurðar Bergmann, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni og Suðurnesjum og vettvangsstjóra. 
05.04.2021 - 16:00
Myndskeið
Loftmyndir af nýju sprungunum
Tvær nýjar sprungur opnuðust í dag við Fagradalsfjall. Flogið var yfir sprungurnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar og má sjá myndband sem tekið var í ferðinni í spilaranum hér að ofan. Talið er að önnur sprungan sé 200 til 300 metrar að lengd og hin nokkrir tugir metra.
Finnst tilætlunarsemi að vaða út í óvissuna að gosinu
Samgönguráðherra segir það tilætlunarsemi af fólki að vaða út í óvissuna til að skoða eldgos og treysta á björgunarsveitir sem hafi staðið vaktina vikum saman. Þingmaður Pírata segir að búa verði betur að lögreglu á svæðinu.
Myndskeið
Hraunpollar fljótir að myndast í Geldingadölum
Hraunpollar eru fljótir að myndast í Geldingadal eins og þetta myndband sem Aníta Ólöf Jónsdóttir sendi fréttastofunni. Þarna sést hversu þunnt lag storknaðrar kviku brotnar auðveldlega undan fljótandi kvikunni í hrauntjörninni sem er undir öllu nýja svarta hrauninu.
Ljósmyndir
Geldingadalir í birtingu
Haukur Snorrason ljósmyndari tók syrpu af myndum í birtingu 23. mars yfir eldstöðvunum í Geldingadal. Haukur var um borð í TF KNA og flugmaður Arnar Emilsson. Þeir voru í samflugi með TF BCW, flugmaður hennar var Snorri B. Jónsson.
Hafa lokið við að merkja gönguleið að eldstöðvunum
Síðdegis í dag fór tíu manna hópur frá björgunarsveitinni Þorbirni í stikuleiðangur upp á Fagradalsfjall í brjáluðu veðri og nú í kvöld lauk því verkefni. „Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar. Rauða línan á kortinu hér að neðan sýnir gönguleiðina.
Myndskeið
Hraunkvikan sýnir beintengingu niður í möttul
Hraunið í Geldingadölum kemur svo djúpt úr iðrum jarðar að vísindamaður við Jarðvísindastofnun segir það líkjast háhraðatengingu niður í möttul. Búið er að greina nákvæmlega bergið í gosinu. Það kemur miklu dýpra að en þau hraun sem runnið hafa á Reykjanesskaga síðustu sjö þúsund ár. 
Myndskeið
Hraunrennsli dagsins á örskotsstundu
Nú eru tveir sólarhringar síðan gosið í Geldingadölum hófst. Sífellt bætir í hið nýja ónefnda hraun. Þó svo að svæðið sem hraunið þekur hafi ekki stækkað mikið að flatarmáli í dag er tilkomumikil sjón að sjá hraunið finna sér nýja og nýja farvegi.
Hugsanlegt að hrauntjörn myndist í dalnum
Gosið við Fagradalsfjall gæti hætt á morgun, eftir viku eða eftir mánuð. Framleiðnin er svipuð í dag og í gær. Prófessor í eldfjallafræði segir að hugsanlegt sé að hrauntjörn myndist í lægðinni sem hraunið rennur í.
Heimsglugginn: Úlfúð og illindi í alþjóðasamskiptum
Úlfúð og illindi ríkja nú víða í alþjóðasamskiptum. Rússar hafa kallað sendiherra sinn heim frá Washington eftir að Bandaríkjaforseti svaraði játandi spurningu um hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri morðingi. Þá sökuðu Bandaríkjamenn Rússa um afskipti af kosningunum vestra í fyrra. Í Evrópu ganga hnútur á milli Breta og Evrópusambandsins.
Tólf jarðskjálftar yfir þremur að stærð frá miðnætti
Jarðskjálfti 3,4 að stærð varð skammt frá Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Alls hafa nú tólf jarðskjálftar yfir þremur að stærð mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Mikilvægt að fá nýjar gervihnattamyndir sem fyrst
Kvikugangurinn á Reykjanesskaga er enn að stækka en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti. Einhver bið gæti orðið eftir nýjum gervihnattamyndum af svæðinu. Ákveðið áhyggjuefni, segir sérfræðingur. 
Myndskeið
Getur gosið án fyrirboða
Kvikan sem streymir upp í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls jafnast á við allt að fjórfalt meðalrennsli Elliðaánna. Jarðeðlisfræðingur segir eldgos ekki þurfa að hafa skýra fyrirboða.
Lítið þarf til að kvikan komi upp á yfirborðið
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri jarðvár á Veðurstofu Íslands, segir að ekki þurfi mikið til að þess að kvika nái upp á yfirborðið því að hún sé á aðeins eins kílómetra dýpi við Fagradalsfjall.
Órói við Fagradalsfjall í morgun
Óróahviða hófst við Fagradalsfjall rétt fyrir hálfsex í morgun og lauk um sjöleytið. Hviðan er merki um að kvikugangurinn sé að stækka.
Spenna myndast þegar kvika flæðir inn í jarðlög
Það er samdóma álit vísindamanna að kvika flæði nú inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli. Við það myndast spenna í norður-suður sprungum austan og vestan við umbrotasvæðið. Þegar næg spenna hefur myndast hrökkva sprungurnar og við það koma skjálftahrinur. Þessi útskýring á skjálftavirkninni kemur fram í nýrri tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.