Færslur: Fagradalsfjall

Fylgjast vel með kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall
Mælingar náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands, sýna kvikusöfnun á um 16 kílómetra dýpi austan við Fagradalsfjall. Engar landbreytingar benda þó til þess að kvikan sé að nálgast yfirborðið.
Myndskeið
Ár frá því að eldgos hófst í Geldingadölum
Dagurinn í dag markar eitt ár síðan eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall. 
Jarðskjálftahrinunni lokið og fluglitakóða breytt
Jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember er nú lokið, er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Fluglitakóði hefur verið lækkaður úr appelsínugulum í gulan og teljast litlar líkur á gosi að svo stöddu. Veðurstofan fylgist áfram náið með svæðinu og óvissustig Almannavarna er enn í gildi.
Kvikan byrjuð að storkna og minni líkur á eldgosi
Skjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur minnkað umtalsvert frá því að skjálftahrina hófst 21. desember í tengslum við nýtt kvikuinnskot í Fagradalsfjalli. Nýjustu mælingar benda til að kvikan í innskotinu sé byrjuð að storkna. Því lengri tími sem líður án breytinga í virkni, því minni líkur eru á að þetta kvikuinnskot endi með eldgosi.
Gönguleiðum við gosstöðvarnar lokað vegna veðurs
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað gönguleiðum við Fagradalsfjall vegna veðurs. 
05.01.2022 - 14:30
Skjálfti 3,7 að stærð fannst víða suðvestanlands
Jarðskjálfti, 3,7 að stærð, varð um tveimur kílómetrum austur af Kleifarvatni klukkan 10.22. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og víðar suðvestanlands.
Allt heldur með rólegra móti á Reykjanesskaga í nótt
Frá því um miðnætti hafa mælst um áttatíu jarðskjálftar á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist um 2,2 að stærð en er óyfirfarinn. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að staðan sé æsispennandi.
Útiloka ekki skjálfta í Brennisteinsfjöllum
Upptök skjálftanna á Reykjanesi að undanförnu hafa verið norðar og austar en áður. Jarðskjálftarnir á Reykjanesi hafa undanfarinn hálfan annan sólarhring nær allir átt upptök sín norður af Krýsuvík og austan við Keili. Þetta er á slóðum vestan við Kleifarvatn og austan við gosrásina sem gaus úr við Fagradalsfjall síðastliðinn vetur. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni,  segir viðbúið að skjálftarnir séu á þessum slóðum
Virkja sms skilaboð til að vara við eldgosahættu
Almannavarnir ásamt Lögregreglunni á Suðurnesjum hafa nú virkjað sms skilaboð sem send verða til þeirra sem fara inn á skilgreint áhættusvæði nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Þetta er gert vegna jarðskjálftahrinunnar og aukinnar áhættu á því að eldgos hefjist með litlum fyrirvara.
Tveir snarpir jarðskjálftar og skýr aflögunarmerki
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga en nú um klukkan hálf fjögur mældust tveir skjálftar, af stærðinni 3,9 og 3,6 um 4 km norður af Krýsuvík. Um 3000 jarðskjálftar hafa mælst dag hvern á svæðinu frá því að hrinan hófst síðdegis 21. desember.
Skjálfti af stærðinni 4,8 við Grindavík í kvöld
Töluverð skjálftavirkni hefur verið í nágrenni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag og kvöld. Tveir öflugir skjálftar urðu meö örskömmu millibili skammt norðan Grindavíkur á tíunda tímanum. Sá fyrri varð klukkan 21.38 og mældist 4,8 en sá seinni, sem varð á sömu mínútunni, 4,4. Báðir skjálftar eru svokallaðir gikksjálftar, sem rekja má til kvikusöfnunar.Skömmu síðar, klukkan 21.44, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1 vest-suðvestur af Fagradalsfjalli.
Þrír skjálftar yfir þremur að stærð á öðrum tímanum
Þrír skjálftar af stærðinni þrír eða stærri urðu nærri Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga á öðrum tímanum í dag. Aðeins ein og hálf mínúta leið á milli fyrstu tveggja skjálftanna. Sá fyrsti varð klukkan 13:37 og mældist hann af stærðinni þrír. Um klukkan 13:39 varð skjálfti af stærðinni 3,2 og svo um sex mínútum fyrir klukkan tvö mældist skjálfti af stærðinni 3,6. 
Gýs líklega aftur á svipuðum slóðum komi til goss
Heldur hefur dregið úr hræringum á Reykjanesi síðan á miðvikudag, en áfram þrýstist kvika inn í gosrásina við Fagradalsfjall. Flest bendir enn til þess að því ljúki með jarðeldi. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að komi til goss þá muni að öllum líkindum gjósa á svipuðum slóðum og í vor.
Virkni að aukast á ný eftir rólegt Þorláksmessukvöld
Skjálftavirkni er eilítið farin að aukast á nýju við Fagradalsfjall eftir afar kyrrlátt Þorláksmessukvöld, sem var raunar rólegasta kvöldið síðan hrinan hófst á þriðjudag.
Sjónvarpsfrétt
Kvika reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið
Nýjar gervitunglamyndir staðfesta kvikusöfnun á Reykjanesskaga. Kvikan reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið, og veldur jarðskjálftum. Grannt er fylgst með svæðinu.
Skjálfti upp á fjóra klukkan fimm
Jarðskjálfti af stærðinni 4,0 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga laust fyrir klukkan fimm í nótt og fannst greinilega á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Var þetta fimmti skjálftinn af stærðinni fjögur eða þar yfir sem orðið hefur í jarðskjálftahrinu sem staðið hefur í hálfan annan sólarhring við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Á fjórða þúsund skjálfta hefur mælst í hrinunni, sá stærsti þeirra 4,9.
Sjónvarpsfrétt
Vill miklu frekar eldgos en jarðskjálfta
Grindvíkingar halda ró sinni þrátt fyrir að líklegt sé talið að geti farið að gjósa á ný við Fagradalsfjall. Sumum hugnast eldgosið betur en jarðskjálftarnir sem eru undanfari þess.
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftahrinunnar
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jarðskjálftahrinan hófst í gær og stendur enn yfir.
Dregur úr kvikumagninu segir Magnús Tumi - enginn órói
Enginn gosórói hefur mælst í eldgosinu á Reykjanesskaga síðan í gærmorgun. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að nú verði að bíða og sjá með framhaldið. Hann áætlar að hraunrennslið síðan á laugardag hafi numið 10 rúmmetrum á sekúndu. Hins vegar hafi dregið úr hraunkviku sem upp komi í júlí miðað við maí og júní. 
„Virðist sem gosið sé komið í annan fasa“
Aftur hefur hægt verulega á hraunflæði frá gosinu á Reykjanesskaga eftir talsverðan hamagang seint í gærkvöld og fram á nótt. Þá flæddi nýtt hraun alla leið ofan í Nátthaga. Lengra virðist líða á milli hraunflæðihrina í eldstöðvunum en áður, en hrinurnar eru þeim mun öflugri þegar þær koma.
02.07.2021 - 08:38
Viðtal
Mikil hraunelfur aftan við eystri varnargarðinn
Mikil hraunelfur opnaðist í hádeginu aftan við eystri varnargarðinn við Fagradalsfjalla. „Það er rauðglóandi hraun upp við allan garðinn núna,“ segir Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís. Rætt var við hana í beinni útsendingu í hádegisfréttum en þá var hún á gosstöðvunum.
Eldgosið tveggja mánaða og tvöfalt stærra en í upphafi
Í dag hefur eldgosið við Fagradalsfjall staðið yfir í tvo mánuði. Síðustu tvær vikur hefur hraunflæði verið tvöfalt meira en það var að meðaltali fyrstu sex vikurnar. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir óvenjulegt að hraunflæðið aukist svo mjög með tímanum. 
19.05.2021 - 12:41
Gönguleiðin að gosstöðvunum lokuð í dag
Lokað er fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag vegna framkvæmda við gönguleið að gosinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum og að ekki sé hægt að segja til um hvort eða hvenær verði opnað í kvöld.
Aukin sprengivirkni með 50 metra kvikustrókum
Sprengivirkni hefur aukist í syðsta gígnum á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Kvikustrókarnir sem undanfarið hafa verið tíu til fimmtán metra háir ná nú meira en 50 metra upp í loftið, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. „Þetta er mjög mikil breyting á goshegðuninni en spurningin er hvort þetta sé líka að gefa til kynna breytingu á framleiðninni, hvort að það sé verið að auka í hvað kvikumagn varðar sem kemur upp í gosinu.“
Viðtal
„Mér finnst þetta svakalega magnað dæmi“
Elíza Newman er búsett á Reykjanesi í talsverðri nálægð við náttúruöflin og hefur sannarlega fundið jörðina skjálfa á þessu ári. Þegar gosið loksins hófst í Fagradalsfjalli gerði hún það sama og fyrir rúmum tíu árum þegar gaus í Eyjafjallajökli, hún samdi lag.
13.04.2021 - 11:19