Færslur: Færeyjar
Færeyingar stefna að vindorkuveri fyrir 2025
Búist er við að fyrsta vindorkuverið í hafinu við Færeyjar verði tilbúið til notkunar undir lok árs 2025.
18.09.2020 - 03:20
Færeyingar langeygir eftir að losna af rauða listanum
Það tekur of langan tíma að hreinsa Færeyinga af rauða lista Norðmanna sem veldur færeyskum verkamönnum í Noregi miklum vanda.
12.09.2020 - 21:55
Sex úr færeyskri flugáhöfn í sóttkví
Sex úr áhöfn þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways hafa þurft að sæta sóttkví frá því á fimmtudagskvöld eftir að einn greindist með kórónuveirusmit.
11.09.2020 - 22:54
Fjögur virk smit í Færeyjum
Nú eru að eins fjögur virk kórónuveirusmit í Færeyjum. Siðastliðinn miðvikudag var tilkynnt að hætt yrði að skrásetja veikindi rússneskra sjómanna sem færeysk kórónuveirutilfelli.
08.09.2020 - 03:31
Vill að Færeyjar verði teknar af rauðum lista Noregs
Kaj Leo Holm Johannesen heilbrigðisráðherra Færeyja vill að eyjarnar verði teknar af rauðum lista Norðmanna.
06.09.2020 - 22:18
Hálfnaðir með jarðgöng milli Sandeyjar og Straumeyjar
Vinna er um það bil hálfnuð við jarðgöng sem tengja munu saman færeysku eyjarnar Sandey og Straumey.
05.09.2020 - 01:18
Nærri tvöfaldur íbúafjöldi Færeyja skimaður við Covid19
Ríflega hundrað þúsund kórónuveirupróf hafa verið gerð í Færeyjum frá því skimun hófst í lok febrúar. Sé gert ráð fyrir að hver og einn fari einu sinni í sýnatöku þýðir það að nærri tvöfaldur íbúafjöldi eyjanna hafi verið skimaður.
04.09.2020 - 04:55
Heimilt að skemmtistaðir í Færeyjum hafi opið lengur
Börum, veitingahúsum og næturklúbbum í Færeyjum er ekki lengur gert að loka kl. 23. Lög sem heimila landsstjórninni að ákveða breyttan afgreiðslutíma runnu sitt skeið 1. september.
02.09.2020 - 01:45
Ekkert smit hefur greinst í Færeyjum í átta daga
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst í Færeyjum síðustu átta daga. Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins, ríkismiðils Færeyja. Í gær voru rúmlega ellefu hundruð sýni greind og öll reyndust þau neikvæð.
29.08.2020 - 18:56
Færeyingar vilja senda veika Rússa til Danmerkur
Tveir rússneskir sjómenn, sem veiktust af COVID-19 kórónuveirunni, eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild í Færeyjum.
24.08.2020 - 20:57
Átta í sóttkví eftir að samstarfsmaður greindist
Átta læknaritarar á Landssjúkrahúsinu í Færeyjum eru í sóttkví eftir að samstarfsmaður þeirra greindist með COVID-19.
21.08.2020 - 11:55
Færeyjar skyldu fara að dæmi Íslands við skimun
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað nokkuð í Færeyjum undanfarnar vikur. Ferðafólki hefur ekki verið skipað í sóttkví meðan beðið er niðurstöðu síðari skimunar.
17.08.2020 - 12:20
Michelin-stað lokað tímabundið í Færeyjum vegna Covid19
Veitingastaðurinn Koks í Færeyjum verður lokaður næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að starfsmaður hefur greinst með Covid-19 og næstum allir starfsmenn aðrir þurfa að sæta sóttkví.
17.08.2020 - 07:47
Færeyingar álíta sig vera að ná böndum yfir faraldurinn
Virk kórónuveirusmit í Færeyjum töldust 114 í gær. Það er mesti fjöldi smita í eyjunum frá upphafi, en þau voru 102 þegar faraldurinn náði hámarki í vor.
13.08.2020 - 13:25
Íslendingar þurfa í sóttkví á Grænlandi
Íslendingar og Færeyingar verða framvegis að fara í 14 daga sóttkví við komu til Grænlands. Landsstjórnin í Nuuk tilkynnti í dag að farþegar frá Færeyjum og Íslandi væru ekki lengur undanþegnir reglum um sóttkví vegna fleiri kórónaveirusmita í löndunum.
11.08.2020 - 17:51
Ferðafólki vísað frá Færeyjum
Þremur ferðalöngum frá Rúmeníu og Spáni sem komu til Færeyja um helgina var synjað um að koma inn í landið. Fólkið lenti á Voga-flugvelli á föstudag og laugardag. Öllum var gert að snúa til síns heima.
10.08.2020 - 12:26
Yfir 100 smit í Danmörku fimmta daginn í röð
128 kórónuveirusmit hafa greinst í Danmörku síðasta sólarhring og er það fimmti dagurinn í röð sem fleiri en 100 ný smit greinast. Meira en helmingur smitanna í dag, eða 72, greindust í Árósum þar sem smitum fjölgar hratt. Smit hefur meðal annars geinst á hjúkrunarheimili í borginni.
09.08.2020 - 15:38
Mikil fjölgun kórónuveirusmita í Færeyjum
Kórónuveirusmit breiðast nú út með ógnarhraða í Færeyjum. 38 smit greindust þar í gær og 54 staðfest smit hafa fundist síðustu þrjá daga. Færeysk heilbrigðisyfirvöld segja stöðuna mjög alvarlega, kórónuveiran breiðist út hraðar í Færeyjum en nokkru öðru norrænu landi.
07.08.2020 - 12:56
Herða smitvarnir um borð í Norrænu
Farþegar um borð í Norrænu þurfa nú að bera grímu á þeim stöðum þar sem tveggja metra fjarlægð verður ekki viðkomið. Linda Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Smyrilline, segir fyrirtækið hafa tekið þessa ákvörðun í morgun í kjölfar fjölgunar kórónuveirusmita í Færeyjum og á Íslandi.
07.08.2020 - 12:26
Tvö innanlandssmit í Færeyjum
Tvö ný kórónuveirusmit hafa nú greinst í Færeyjum. Þetta staðfestir Lars Fodgaard Møller, landlæknir Færeyja, í samtali við færeyska ríkisútvarpið Kringvarpið. Báðir hinna smituðu tóku þátt í Ólafsvöku, sem haldin var hátíðleg síðustu helgina í júlí , en tengjast ekki að öðru leiti.
04.08.2020 - 12:43
Færeyskir karlmenn nokkuð fleiri en konur
Nú eru karlmenn í Færeyjum um 15 af hundraði fleiri en konur. Þetta kemur fram í frétt og stuttri heimildamynd á vefsíðunni Local.fo. Færeyingar eru nú um 50 þúsund talsins.
04.08.2020 - 02:22
Átta í einangrun í Færeyjum
Nú eru þrjátíu og þrjú virk kórónuveirusmit í Færeyjum að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda.
02.08.2020 - 23:20
37 virk kórónuveirusmit í Færeyjum
Nú eru þrjátíu og sjö virk kórónuveirusmit í Færeyjum. Enginn Færeyingur er meðal hinna smituðu.
31.07.2020 - 04:02
Sex ný kórónuveirutilfelli í Færeyjum
Í gær bættust sex ný kórónuveirutilfelli við í Færeyjum. Um er að ræða skipverja á flutningaskipi sem liggur við bryggju í Klaksvík.
29.07.2020 - 01:43
23 rússneskir skipverjar greindust með COVID í Færeyjum
23 skipverjar rússnesks togara sem lá að bryggju í Klakksvík í Færeyjum greindust með COVID-19 í gær. Enginn þeirra hafði farið í land, en í kjölfarið fóru átta Færeyingar sem höfðu verið í samskiptum við skipverja í sóttkví. Aldrei hafa jafnmargir greinst á einum degi í landinu síðan faraldurinn braust út.
26.07.2020 - 16:11