Færslur: færð

Mótmæla skertri vetrarþjónustu á Víkurskarði
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur mótmælt skertri vetrarþjónustu á Víkurskarði. Í byrjum vetrar var þjónustan þar lækkuð um einn flokk. Með þessu segir sveitarstjórn verið að þvinga íbúa til að keyra í gegnum Vaðlaheiðargöng þar sem veggjald er innheimt.
24.01.2020 - 13:22
Vetrarfærð og vegir víða lokaðir
Veðrið hefur áhrif á færð víða um land. Óvissustig er á vegum á Suðvesturlandinu og gætu þeir lokað fyrirvaralaust. Á Vestfjörðum eru vegir víða lokaðir og beðið með mokstur vegna veðurs. Ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður.
23.01.2020 - 11:02
Viðvaranir vegna veðurs um nær allt land
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um nær allt land. Vetrarfærð er í flestum landshlutum. Flugferðum er ýmist frestað eða aflýst.
23.01.2020 - 10:26
Éljagangur, mikill vindur og erfið færð á fjallvegum
Gul viðvörun Veðurstofunnar er í gildi og verður éljagangur og vindhraði á bilinu 18 til 23 metrar á sekúndu, en vindur er eitthvað hægari austan til á landinu. Færðin er einkum slæm á fjallvegum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi, en líka á Hellisheiði.
22.01.2020 - 22:07
Innlent · Veður · færð
Þrengslin lokuð eftir að bíll fór út af veginum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað tímabundið þar sem verið er að aðstoða bílstjóra bíls með tengivagn sem fór útaf. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur líka fram að á Hellisheiði er hálka eða hálkublettir inn til landsins og skafrenningur og versnandi veður á Hellisheiði.
22.01.2020 - 21:00
Innlent · Veður · færð
Stormur víða um land í kvöld
Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í nokkrum landshlutum seint í kvöld. Lægð gærdagsins er nú í morgunsárið stödd 600 kílómetra austur af Langanesi og er að fjarlægjast og grynnast. Enn er hvasst austanlands vegna lægðarinnar, en það dregur úr vindi þegar kemur fram á daginn, að því er segir í spá Veðurstofu Íslands.
18.01.2020 - 08:18
Innlent · Óveður · færð · veður
Flateyrarvegur opinn á ný
Flateyrarvegur er opinn samkvæmt Vegagerðinni. Ákveðið var að loka honum í gærkvöld vegna snjóflóðs sem féll nokkuð utan byggðar við Flateyri síðdegis í gær. Á Flateyrarvegi er hálka eins og víða á landinu.
17.01.2020 - 08:21
Snjóflóðin fóru yfir báða varnargarða á Flateyri
Snjóflóðið sem féll niður Skollahvilft á Flateyri í gærkvöldi er stærra en talið var í morgun. Þetta er niðurstaða sérfræðinga sem hafa verið að mæla stærð flóðsins á Flateyri í dag. Sérfræðingarnir komust til Flateyrar með varðskipinu Þór. 
15.01.2020 - 18:24
Allt lokað á Vestfjörðum fram eftir degi
Nær allar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar eða lokaðar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi til þrjú í dag og enginn mokstur kemur til greina fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan tvö.
Myndskeið
Snjóflóð og ófærð fyrir vestan: „Fólk hjálpast bara að"
Á Vestfjörðum hefur verið viðvarandi óveður og ófærð í viku. Snjóflóð hafa fallið og úrval ferskvöru er hverfandi. Íbúi segir þó ekki væsa um fólk, að undanskildum majónesskorti.
14.01.2020 - 20:56
Vetrarfærð um nær allt land
Veðurstofan varar við áframhaldandi vonskuveðri á norðvestanverðu landinu og miðhálendinu. Vetrarfærð er um nær allt land og vegir lokaðir. Skólahald og ferðir Strætó falla niður. Þá er röskun á innanlandsflugi.
14.01.2020 - 12:19
Varað við miklum hviðum og mjög slæmu skyggni
Vegagerðin býst við því að þurfa að loka þjóðvegum suðvestan-, vestan- og norðvestanlands síðdegis í dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir fyrir þjóðveg 1 um Holtavörðuheiði, Hellisheiði, undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit frá klukkan 15.
13.01.2020 - 13:35
Innlent · Veður · færð · Óveður
Hringvegi líklega lokað á Suðausturlandi
Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka þjóðvegi 1 frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsáróni klukkan 14:30 eða 15:00 í dag og frá Markarfljóti að Vík vegna óveðurs. Lokunin yrði í gildi til klukkan sjö eða átta í fyrramálið.
13.01.2020 - 09:25
Búið að opna Reykjanesbraut
Reykjanesbrautin hefur verið opnuð fyrir umferð milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar, eftir að hafa verið lokuð í nokkrar klukkustundir vegna veðurs og alvarlegs umferðarslyss. Var opnað milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins laust fyrir miðnætti en síðasti spölurinn frá Rósaselstorgi að Leifsstöð var opnaður um klukkan eitt. Grindavíkurvegur og Sandgerðisbraut eru líka opin fyrir umferð..
13.01.2020 - 00:45
Fluttu rútuna af slysstað
Rútan sem valt nærri bænum Öxl suður af Blönduósi á föstudag náðist upp í dag og var flutt af vettvangi. Lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynnti upp úr hádegi að það kynni að koma til umferðartafa á Þjóðvegi 1 meðan unnið væri að því að ná rútunni upp. Það skotgekk hins vegar. Aðstæður voru góðar meðan rútunni var lyft upp á pall flutningabíls og fáir á ferð, að sögn lögreglu.
12.01.2020 - 15:41
Vestfirðir á varaafli
Raforkukerfi Vestfjarða er keyrt á varaafli vegna bilunar á Mjólkárlínu. Ekki er hægt að gera við línuna vegna óveðurs. Enginn mun þó vera án rafmagns. Vetrarfærð er um mest allt landið og nokkuð um ófæra og lokaða vegi.
12.01.2020 - 12:12
Ferðalangar og útivistarfólk fylgist vel með veðri
„Talsverður hringlandaháttur er á lægðunum sem snúast um sjálfar sig í kringum landið. Hægt er að greina 4 lægðir á veðurtunglamyndum en háupplausnaspárnar sem koma fjórum sinnum á sólarhring eiga mjög erfitt með að finna út hver eða hverjar þessara lægða ætli að hafa mest áhrif á landi í dag.“ Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings. 
12.01.2020 - 07:28
Innlent · Veður · færð
Holtavörðuheiði lokuð og snjóflóðahætta á Vestfjörðum
Í dag er spáð suðvestan 15-23 metrum á sekúndu. Frost verður á bilinu 0-8 stig. Holtavörðuheiði er lokuð vegna flutningabíls sem liggur þvert yfir veginn. Þá eru vegir á Vestfjörðum lokaðir vegna snjóflóðahættu.
11.01.2020 - 08:20
Viðvaranir í gildi um hálft landið
Vonskuveður er nú víða á Vestfjörðum og Norðvesturlandi og veður er lika tekið að spillast á Suðvestur- og Suðurlandi. Veðurstofan og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa gefið út viðvaranir vegna veðursins í dag; appelsínugul viðvörun er í gildi við Breiðafjörð og á Vestfjörðum en gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Strandir, Miðhálendið og Norðurland vestra.
09.01.2020 - 06:23
 · færð
Ferðalangar kalnir á fingrum
Allt ferðafólkið sem lenti í hrakningum í vélsleðaferð á Langjökli í gær er komið í hús. Fólkið fer nú ýmist á Selfoss eða til Reykjavíkur. Fólkið var kalt og hrakið þegar það kom í hús við Gullfoss og einhverjir kalnir á fingrum. Um 40 manns voru í hópnum.
08.01.2020 - 09:12
Vegir víða lokaðir, færð afleit og veður vont
Hvorki færð né veður bjóða upp á mikil ferðalög í dag og á morgun. Vegir eru víða lokaðir og veðurspá fyrir næsta sólarhringinn afleit víðast hvar á landinu.
08.01.2020 - 05:50
Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað vegna veðurs
Holtavörðuheiði og Bröttubrekku hefur verið lokað vegna veðurs. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettshálsi og Víkurskarði hefur einnig verið lokað. Leiðindaveður og færð er víða og gul veðurviðvörun í gildi fyrir allt landið þar til eftir hádegi á morgun.
07.01.2020 - 16:13
Þrjú hross drápust í umferðaróhappi á Holtavörðuheiði
Þrjú hross drápust þegar hestaflutningabíll hafnaði utan vegar á Holtavörðuheiði í gær. Heiðinni var lokað um klukkan 15:30. Höskuldur Erlingsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að skyndilega hafi komið öskubylur sem hafi feykt fimm bílum, á um 700 til 800 metra löngum kafla, út af veginum.
07.01.2020 - 14:22
Viðtal
Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði lokað vegna veðurs
Vetrarfærð er í flestum landshlutum. Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði var lokað rétt fyrir klukkan 14:00 og vegurinn um Klettsháls er orðinn ófær. Vegagerðin hefur yfir óvissustigi vegna veðurs á Hellisheiði og Þrengslum frá klukkan eitt í dag. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um allt landið og það er farið að hvessa verulega á Reykjanesi og éljagangur er á Hellisheiði.
07.01.2020 - 12:25
Foreldrar hvattir til að sækja börnin í dag
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hvetur foreldra og forráðamenn til að sækja börn sín sem eru yngri en 12 ára í lok skóla- eða frístundastarfs.Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu velferðarráðs. Þessi tilkynning er jafnframt áréttuð á síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
07.01.2020 - 11:31
Innlent · Veður · færð