Færslur: færð

Víða ófært á fjallvegum á Austurlandi
Vetrarfærð er víðast hvar á landinu. Fjallvegir eru víða ófærir á Norðaustur og Austurlandi. Mikið hefur snjóað í þessum landshlutum og því eru vegir þungfærir eða ófærir
03.03.2020 - 09:50
Vonskuveður og ófærð á Austurlandi
Vonskuveður er nú á austanverðu landinu og mikil ófærð á flestum leiðum. Óvissustig er vegna snjóflóðahættu til fjalla og mikilli úrkomu spáð til hádegis á morgun.
28.02.2020 - 18:14
Vestfirðir að Glettingi: Gul viðvörun
Gul viðvörun vegna hríðarkófs og hvassviðris tekur gildi á öllu norðanverðu landinu í dag. Spáð er allhvassri eða hvassri norðaustanátt og töluverðri snjókomu víðast hvar á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi, þótt minni úrkoma verði á einstaka svæðum. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum um allt norðanvert landið og eru samgöngutruflanir líklegar.
25.02.2020 - 02:30
Hættulegt veður og fólki ráðlagt að vera heima
„Þessi rauði litur er bara til að leggja áherslu á að þetta veður er mjög hættulegt,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í síðdegisfréttum Útvarps. 
13.02.2020 - 16:33
Rauð veðurviðvörun fyrir stóran hluta landsins
Veðurstofan hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Búist er við að vindhraðinn geti orðið á bilinu 28 til 35 metrar á sekúndu. Þetta er í fyrsta skipti sem rauð viðvörun er gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið en rauð viðvörun var gefin út fyrir Norðvesturland í desember. 
13.02.2020 - 15:50
Innlent · Veður · færð
Öllum vegum að höfuðborginni lokað í nótt
Áætla má að öllum vegum út úr Reykjavík verði lokað í nótt og þeir verði lokaðir langt fram á morgundaginn. Vegagerðin hefur birt yfirlit yfir þá vegi sem eru á óvissustigi vegna veðursins sem er á leiðinni.
13.02.2020 - 14:16
Íbúar hvattir til að hreinsa niðurföll
Akureyrarbær hvetur íbúa til að hreinsa frá niðurföllum í hláku sem nú gengur yfir landið. Asahláka er í bænum og unnið að því að sandbera.
05.02.2020 - 15:13
Innlent · Akureyri · Veður · færð · Asahláka
Vetrarfærð en þó flestir vegir færir nema á Vestfjörðum
Utan Vestfjarða eru allir helstu þjóðvegir færir nema leiðin um Þverárfjall. Víða er þó vetrarfærð; hálka og hálkublettir og sumstaðar snjóþekja. Á Vestfjörðum eru margir fjallvegir lokaðir vegna ófærðar og veðurs.
26.01.2020 - 07:44
Mótmæla skertri vetrarþjónustu á Víkurskarði
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur mótmælt skertri vetrarþjónustu á Víkurskarði. Í byrjum vetrar var þjónustan þar lækkuð um einn flokk. Með þessu segir sveitarstjórn verið að þvinga íbúa til að keyra í gegnum Vaðlaheiðargöng þar sem veggjald er innheimt.
24.01.2020 - 13:22
Vetrarfærð og vegir víða lokaðir
Veðrið hefur áhrif á færð víða um land. Óvissustig er á vegum á Suðvesturlandinu og gætu þeir lokað fyrirvaralaust. Á Vestfjörðum eru vegir víða lokaðir og beðið með mokstur vegna veðurs. Ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður.
23.01.2020 - 11:02
Viðvaranir vegna veðurs um nær allt land
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um nær allt land. Vetrarfærð er í flestum landshlutum. Flugferðum er ýmist frestað eða aflýst.
23.01.2020 - 10:26
Éljagangur, mikill vindur og erfið færð á fjallvegum
Gul viðvörun Veðurstofunnar er í gildi og verður éljagangur og vindhraði á bilinu 18 til 23 metrar á sekúndu, en vindur er eitthvað hægari austan til á landinu. Færðin er einkum slæm á fjallvegum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi, en líka á Hellisheiði.
22.01.2020 - 22:07
Innlent · Veður · færð
Þrengslin lokuð eftir að bíll fór út af veginum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað tímabundið þar sem verið er að aðstoða bílstjóra bíls með tengivagn sem fór útaf. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur líka fram að á Hellisheiði er hálka eða hálkublettir inn til landsins og skafrenningur og versnandi veður á Hellisheiði.
22.01.2020 - 21:00
Innlent · Veður · færð
Stormur víða um land í kvöld
Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í nokkrum landshlutum seint í kvöld. Lægð gærdagsins er nú í morgunsárið stödd 600 kílómetra austur af Langanesi og er að fjarlægjast og grynnast. Enn er hvasst austanlands vegna lægðarinnar, en það dregur úr vindi þegar kemur fram á daginn, að því er segir í spá Veðurstofu Íslands.
18.01.2020 - 08:18
Innlent · Óveður · færð · veður
Flateyrarvegur opinn á ný
Flateyrarvegur er opinn samkvæmt Vegagerðinni. Ákveðið var að loka honum í gærkvöld vegna snjóflóðs sem féll nokkuð utan byggðar við Flateyri síðdegis í gær. Á Flateyrarvegi er hálka eins og víða á landinu.
17.01.2020 - 08:21
Snjóflóðin fóru yfir báða varnargarða á Flateyri
Snjóflóðið sem féll niður Skollahvilft á Flateyri í gærkvöldi er stærra en talið var í morgun. Þetta er niðurstaða sérfræðinga sem hafa verið að mæla stærð flóðsins á Flateyri í dag. Sérfræðingarnir komust til Flateyrar með varðskipinu Þór. 
15.01.2020 - 18:24
Allt lokað á Vestfjörðum fram eftir degi
Nær allar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar eða lokaðar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi til þrjú í dag og enginn mokstur kemur til greina fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan tvö.
Myndskeið
Snjóflóð og ófærð fyrir vestan: „Fólk hjálpast bara að"
Á Vestfjörðum hefur verið viðvarandi óveður og ófærð í viku. Snjóflóð hafa fallið og úrval ferskvöru er hverfandi. Íbúi segir þó ekki væsa um fólk, að undanskildum majónesskorti.
14.01.2020 - 20:56
Vetrarfærð um nær allt land
Veðurstofan varar við áframhaldandi vonskuveðri á norðvestanverðu landinu og miðhálendinu. Vetrarfærð er um nær allt land og vegir lokaðir. Skólahald og ferðir Strætó falla niður. Þá er röskun á innanlandsflugi.
14.01.2020 - 12:19
Varað við miklum hviðum og mjög slæmu skyggni
Vegagerðin býst við því að þurfa að loka þjóðvegum suðvestan-, vestan- og norðvestanlands síðdegis í dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir fyrir þjóðveg 1 um Holtavörðuheiði, Hellisheiði, undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit frá klukkan 15.
13.01.2020 - 13:35
Innlent · Veður · færð · Óveður
Hringvegi líklega lokað á Suðausturlandi
Vegagerðin gerir ráð fyrir að loka þjóðvegi 1 frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsáróni klukkan 14:30 eða 15:00 í dag og frá Markarfljóti að Vík vegna óveðurs. Lokunin yrði í gildi til klukkan sjö eða átta í fyrramálið.
13.01.2020 - 09:25
Búið að opna Reykjanesbraut
Reykjanesbrautin hefur verið opnuð fyrir umferð milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar, eftir að hafa verið lokuð í nokkrar klukkustundir vegna veðurs og alvarlegs umferðarslyss. Var opnað milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins laust fyrir miðnætti en síðasti spölurinn frá Rósaselstorgi að Leifsstöð var opnaður um klukkan eitt. Grindavíkurvegur og Sandgerðisbraut eru líka opin fyrir umferð..
13.01.2020 - 00:45
Fluttu rútuna af slysstað
Rútan sem valt nærri bænum Öxl suður af Blönduósi á föstudag náðist upp í dag og var flutt af vettvangi. Lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynnti upp úr hádegi að það kynni að koma til umferðartafa á Þjóðvegi 1 meðan unnið væri að því að ná rútunni upp. Það skotgekk hins vegar. Aðstæður voru góðar meðan rútunni var lyft upp á pall flutningabíls og fáir á ferð, að sögn lögreglu.
12.01.2020 - 15:41
Vestfirðir á varaafli
Raforkukerfi Vestfjarða er keyrt á varaafli vegna bilunar á Mjólkárlínu. Ekki er hægt að gera við línuna vegna óveðurs. Enginn mun þó vera án rafmagns. Vetrarfærð er um mest allt landið og nokkuð um ófæra og lokaða vegi.
12.01.2020 - 12:12
Ferðalangar og útivistarfólk fylgist vel með veðri
„Talsverður hringlandaháttur er á lægðunum sem snúast um sjálfar sig í kringum landið. Hægt er að greina 4 lægðir á veðurtunglamyndum en háupplausnaspárnar sem koma fjórum sinnum á sólarhring eiga mjög erfitt með að finna út hver eða hverjar þessara lægða ætli að hafa mest áhrif á landi í dag.“ Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings. 
12.01.2020 - 07:28
Innlent · Veður · færð