Færslur: Færð á vegum

Freistast á snjóþungar heiðar fram hjá lokunarhliðum
Nokkur dæmi voru um að vegfarendur hefðu lokanir á Öxnadalsheiði að engu en hún var lokuð í næstum einn og hálfan sólarhring í vikunni vegna veðurs og fannfergis. Snjómokstursmenn urðu að byrja á að draga fjóra bíla í burtu áður en þeir gátu hafist handa við mokstur.
15.01.2022 - 02:14
Viðtal
Margir á sumardekkjum og sumir gleyma að skafa
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hálka á helstu leiðum, Umferð er nú tekin að þyngjast á höfuðborgarsvæðinu en þar snjóaði lítillega í nótt og talsverð hálka er víða. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að umferð hafi gengið ágætlega enn sem komið er.
Skil nálgast landið með skúrum og slydduéljum
Veðurstofan spáir rigningu, fimm til 13 metrum á sekúndu en þurrviðri fram eftir degi norðan- og norðaustanlands. Skilum sem nálgast landið fylgir smá vindstrengur suðvestantil.
12.10.2021 - 06:48
Snjóflóðahætta í september — „Það er mjög óvenjulegt“
Veðrið hefur haft töluverð áhrif á færð á vegum í allan morgun. Ástandið er verst á Vestfjörðum þar sem allir helstu fjallvegir eru lokaðir vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir snjóflóðahættu í september vera einsdæmi.
28.09.2021 - 12:01
Dálítil él norðan- og austanlands en þurrt suðvestantil
Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, 1. maí og víða 8 til 15 metrum á sekúndu. Norðan- og austanlands má búast við dálitlum éljum en samfelldari úrkomu syðst á landinu fram yfir hádegi.
01.05.2021 - 07:50
Gas frá gosstöðvunum berst yfir höfuðborgarsvæðið
Veðurstofan spáir suðvestan golu eða kalda í dag. Því er útlit fyrir að gasið frá gosstöðvunum berist yfir höfuðborgarsvæðið og til austurs.
Ekki verður sektað vegna notkunar nagladekkja í apríl
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektar ekki fyrir noktun nagladekkja strax þrátt fyrir að notkun þeirra sé óheimil frá og með deginum í dag.
Hálkublettir og skafrenningur víða á vegum
Vetrarfærð er í flestum landshlutum og Vegagerðin hefur þegar lokað nokkrum vegum. Færðin var víða slæm í morgun en nú er orðið greiðfærara samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.
26.03.2021 - 17:59
Hætta á hálku um sunnan- og vestanvert landið
Talsverðar líkur eru á hálku á vegum um sunnan- og vestanvert landið vegna þess hve mjög hefur kólnað í veðri. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er hiti nálægt frostmarki og fer lækkandi.
24.03.2021 - 20:28
Mildar og votar sunnanáttir á landinu
Veðurstofa Íslands spáir skúrum Sunnan- og Vestanlands, 8 til 15 metrum á sekúndu, hvassast verður við ströndina. Á Norður- og Austurlandi rofar til. Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu að sinni og beinir mildum og votum sunnanáttum að landinu. 
16.03.2021 - 06:46
Hægur vindur á landinu í dag en víða stöku él
Veðurstofan spáir fremur hægum vindi á landinu í dag en víða má búast við stöku éljum. Norðaustanlands verður heldur meiri ofankoma fram undan hádegi.
14.03.2021 - 07:45
Dálítil snjókoma norðan heiða en bjart sunnantil
Veðurstofan spáir norðan kalda eða strekkingi í dag, en norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu austast á landinu fram eftir degi. Búast má við dálítilli snjókomu með köflum um landið norðanvert, en sunnan heiða verður yfirleitt bjart og fallegt veður.
13.03.2021 - 07:41
Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu
Súðavíkurhlíð hefur nú verið lokað vegna snjóflóðahættu. Mjög slæmt veður er á Vestfjörðum og allar helstu leiðir lokaðar.
11.03.2021 - 10:51
Myndskeið
Skólahald fellt niður á Hólmavík og ófært innanbæjar
Ófært er innanbæjar á Hólmavík og skólahald var slegið af í morgun. Vegum var lokað víða um land í gær á Vesturlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Því hefur nú slotað syðst en er enn töluvert slæmt á norðvestanverðu landinu.
11.03.2021 - 10:19
Sjónvarpsfrétt
Norðaustan hríðarveður og ófærð víða um land
Norðaustan hríðarveður gengur nú yfir stóran hluta landsins og fjallvegir eru víða lokaðir. Sums staðar hefur vindur farið vel yfir 40 metra á sekúndu í öflugustu hviðunum.
10.03.2021 - 20:58
Helgarveðrið hagstætt miðað við árstíma
Hægar suðlægar eru ríkjandi í dag með lítilsháttar rigningu. Bjartviðri er á Norður og Austurlandi. Í kvöld bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi en hiti verður á bilinu tvö til sjö stig.
05.03.2021 - 06:46
Suðaustan átt með dálítilli vætu sunnan- og vestantil
Spáð er suðaustanátt, 5 til 13 metrum á sekúndu í dag og dálítilli vætu á Suður- og Vesturlandi. Hiti verður tvö til sex stig. Norðaustan- og austanlands léttir til en þar verður frost allt að fimm stigum.
03.03.2021 - 07:35
Veður með stilltara móti miðað við árstíma
Veðurstofan spáir dálítilli rigningu eða slyddu, golu eða kalda sunnan- og vestanlands. Það bætir í úrkomu eftir hádegi en hægviðri verður Norðan- og Austanlands og þurrt fram eftir degi.
02.03.2021 - 06:50
Talsverður strekkingur norðantil annars hægara
Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, víða er gert ráð fyrir talsverðum strekkingi norðantil á landinu, annars verður mun hægara.
01.03.2021 - 06:47
Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu
Gul viðvörun er vegna veðurs á vestanverðu landinu. Þar er spáð suðvestan hvassviðri, 13 til 20 metrum á sekúndu og éljagangi. Snarpar vindhviður verða í éljunum og skyggni lélegt.
28.02.2021 - 07:41
Hægir vestanvindar leika um landið í dag
Fremur hægir vestanvindar leika um landið í dag með snjókomu sums staðar norðvestan ti. Annars er búist við lítilsháttar slyddu eða rigningu en smám saman léttir til á Suðausturlandi.
22.02.2021 - 06:34
Hiti yfir frostmarki, hæg suðaustlæg átt og skúrir
Veðurstofan spáir fremur hægri suðaustlægri átt og dálitlum skúrum fyrri part dags. Þurrt og bjart verður á Norðurlandi. Hitinn er á bilinu 1 til 6 stig. Eftir hádegi gengur úrkomubakki inn á austanvert landið og þá má búast við norðaustan kalda og rigningu með köflum
16.02.2021 - 06:52
Hiti yfir frostmarki og skúrir eða él
Veðurstofan spáir suðaustan kalda eða stinningskalda í dag. Hiti verður frá frostmarki að fimm stigum, lítilsháttar skúrir eða él. Þurrviðri er á Norður- og Austurlandi og hægari vindur og hiti yfir frostmarki.
11.02.2021 - 06:53
Alhvít jörð á höfuðborgarsvæðinu fyrsta sinni frá jólum
Alhvít jörð er á höfuðborgarsvæðinu eftir talsverða snjókomu í nótt. Það er nýlunda fyrir íbúa því slík sjón hefur ekki sést síðan annan í jólum að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.02.2021 - 06:52
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.