Færslur: Færð á vegum

Hálendisvegir opnaðir seinna en undanfarin ár
Snjóþungur vetur og kalt vor á hálendinu er ástæða þess að hálendisvegir eru opnaðir seinna en undanfarin ár. Þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni segir að þeir verði opnaðir einn af öðrum næstu daga. Hann hvetur fólk til að fylgjast með hálendiskortinu.
21.06.2022 - 12:51
Má búast við víðtækum vegalokunum vegna ofsaveðursins
Búast má við að margir vegir verði á óvissustigi, jafnvel lokaðir, vegna ofsaveðurs á morgun. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast sérstaklega vel með veðri.
13.03.2022 - 20:26
Varað við flughálku en fá slys það sem af er degi
Flestir urðu eflaust varir við mikla hálku á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið. Fá slys hafa orðið það sem af er degi þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 
02.03.2022 - 10:53
Lokað á Hellisheiði, í Þrengslum og víðar
Vegum um Hellisheiði, Þrengslin og Sandskeið hefur verið lokað vegna slæmrar færðar. Þetta segir á vef Vegagerðarinnar.
28.02.2022 - 21:11
Margar leiðir enn lokaðar en á að skána er líður á
Óveðrið sem tók á móti fólki á vestan- og norðanverðu landinu í morgun er farið að lægja hægt og rólega. Veðrið er þó enn slæmt á norðvestanverðu landinu og ófærð mikil, sér í lagi á Vestfjörðum og Breiðafirði. Gular veðurviðvaranir hafa þar tekið við af þeim appelsínugulu. Þær falla úr gildi klukkan sex og sjö í kvöld.
„Nokkur hundruð prósenta aukningu í útköllum“
Gular og appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og ofankomu setja mark sitt á þennan síðasta dag febrúarmánaðar. Mikil lausamjöll veldur því að lítinn vind þarf til að skafrenningur valdi ökumönnum vandræðum. Björgunarsveitir hafa haft nóg að gera síðustu vikur.
28.02.2022 - 14:11
Lægð í foráttuvexti nálgast landið óðfluga
Mánudagurinn heilsar með kyrrlátu veðri en fyrri part dags spáir suðaustan kalda, stinningskalda eða allhvössum vindi og 8 til 15 metrum á sekúndu með skúrum eða éljum. Bjart verður fyrir norðan. Heldur syrtir í álinn síðdegis þegar snýst í suðaustan storm. Lægð í foráttu vexti nálgast nú landið úr suðvestri og gular og appelsínugular veðurviðvaranir gilda um land allt frá því síðdegis í dag, í alla nótt og fram eftir degi á morgun.
Vegurinn um Kjalarnes opinn fyrir umferð að nýju
Vegurinn um Kjalarnes hefur verið opnaður fyrir umferð að nýju. Hann var meira og minna lokaður í dag og í nótt vegna fannfergis og ófærðar.
Telur lokun vegarins um Kjalarnes óþarfa
Vegurinn um Kjalarnes er enn lokaður og ekkert virðist benda til að hann verði opnaður í bráð. Guðmundur Björnsson, sem býr á Akranesi, en vinnur í Reykjavík býst við að hafast við í bílnum sínum í nótt.
Yfir 200 verkefni hjá björgunarsveitum í dag
Björgunarsveitir sinntu yfir tvö hundruð útköllum á höfuðborgarsvæðinu í dag en mun færri á landsbyggðinni. Fyrr í dag var brugðist við vegna þakplatna sem fuku af stað í Þorklákshöfn, Reykjanesbæ og á Akranesi.
Sjónvarpsfrétt
Moksturinn gæti byrjað frá byrjunarreit í fyrramálið
Snjómokstur á götum höfuðborgarinnar gæti byrjað aftur frá byrjun í fyrramálið, en gangi veðurspár eftir mun snjóa í nótt og í fyrramálið. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir verkefnið gríðarlega umfangsmikið og biður borgarbúa að sýna því skilning.
Fylgdarakstur að Hvalfjarðargöngum og víða ófært
Boðið verður upp á fylgdarakstur milli Hvalfjarðarganga og Esjumela á meðan veður leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Víða er þung færð á höfuðborgarsvæðinu og ófært á fjallvegum suðvestanlands.
14.02.2022 - 15:33
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar föstum bílum
Björgunarsveitir frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Suðurnesjum voru kallaðar út í kvöld til að aðstoða ökumenn í föstum bílum á Suðurstrandarvegi. Vont veður er á svæðinu, skafrenningur og þungfært.
Vegurinn um Hellisheiði opinn að nýju
Búið er að opna veginn um Hellisheiði en þar er snjóþekja. Áfram verður unnið að mokstri í nótt þannig að ekki eru allir tvíbreiðir kaflar fullmokaðir. Ófært er um Krýsuvíkurveg og Kjósarskarð.
09.02.2022 - 00:43
Átta íbúðarhús rýmd og enn bætir í snjó
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu. Þar hafa átta hús verið rýmd auk tveggja sveitabæja. Snjóflóðahætta er á nokkrum vegum en víðast hvar er ófært á Vestfjörðum.
Vegurinn um Súðavíkurhlíð opnaður að nýju
Vegurinn um Súðavíkurhlíð milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið opnaður að nýju. Honum var lokað klukkan þrjú í dag vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Vestfjörðum hvetur vegfarendur til varkárni.
Gul viðvörun vestanvert á landinu frá klukkan tíu
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu í fyrramálið og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna.
Umferðaróhöpp í slæmu veðri á Öxnadalsheiði
Slæmt veður er á Öxnadalsheiði, bílar hafa lent utanvegar og loka þurfti veginum um tíma vegna flutningabíls sem þveraði veginn. Snjóþekja og skafrenningur er á heiðinni. Hvasst verður og blint frameftir degi en færðin á að skána þegar líður á kvöld. Þá er Dynjandisheiði lokuð vegna veðurs.
28.01.2022 - 15:24
Freistast á snjóþungar heiðar fram hjá lokunarhliðum
Nokkur dæmi voru um að vegfarendur hefðu lokanir á Öxnadalsheiði að engu en hún var lokuð í næstum einn og hálfan sólarhring í vikunni vegna veðurs og fannfergis. Snjómokstursmenn urðu að byrja á að draga fjóra bíla í burtu áður en þeir gátu hafist handa við mokstur.
15.01.2022 - 02:14
Viðtal
Margir á sumardekkjum og sumir gleyma að skafa
Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hálka á helstu leiðum, Umferð er nú tekin að þyngjast á höfuðborgarsvæðinu en þar snjóaði lítillega í nótt og talsverð hálka er víða. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að umferð hafi gengið ágætlega enn sem komið er.
Skil nálgast landið með skúrum og slydduéljum
Veðurstofan spáir rigningu, fimm til 13 metrum á sekúndu en þurrviðri fram eftir degi norðan- og norðaustanlands. Skilum sem nálgast landið fylgir smá vindstrengur suðvestantil.
12.10.2021 - 06:48
Snjóflóðahætta í september — „Það er mjög óvenjulegt“
Veðrið hefur haft töluverð áhrif á færð á vegum í allan morgun. Ástandið er verst á Vestfjörðum þar sem allir helstu fjallvegir eru lokaðir vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir snjóflóðahættu í september vera einsdæmi.
28.09.2021 - 12:01
Dálítil él norðan- og austanlands en þurrt suðvestantil
Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, 1. maí og víða 8 til 15 metrum á sekúndu. Norðan- og austanlands má búast við dálitlum éljum en samfelldari úrkomu syðst á landinu fram yfir hádegi.
01.05.2021 - 07:50
Gas frá gosstöðvunum berst yfir höfuðborgarsvæðið
Veðurstofan spáir suðvestan golu eða kalda í dag. Því er útlit fyrir að gasið frá gosstöðvunum berist yfir höfuðborgarsvæðið og til austurs.