Færslur: Færð á vegum

Vetrarfærð og sums staðar ófært
Vetrarfærð er á landinu og víða allhvasst. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ófært er um Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Þæfingsfærð er um Klettsháls. Öxnadalsheiði hefur verið opnuð en þar er mikill skafrenningur og mjög blint. Snjóþekja og stórhríð er á Vatnsskarði en hálka, éljagangur, skafrenningur.
27.11.2020 - 09:49
Hálka á þjóðvegum um nær allt land
Það er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á nær öllum þjóðvegum á landinu í dag. Þungfært er á Öxi eystra og á Strandavegi vestra. Þar er unnið að mokstri.
23.11.2020 - 10:03
Vetrarfærð í flestum landshlutum
Það er hálka á Hellisheiði, Samdskeiði og í Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Greiðfært er á helstu leiðum frá höfuðborgarsvæðinu en víðast hvar hálka eða snjóþekja.
22.11.2020 - 07:59
Hálka og vetrarfærð víða um land
Hálka og hálkublettir eru nú á vegum í flestum landsfjórðungum. Mest er hálkan á Norðurlandi og þar var sumstaðar flughált í morgun.
13.11.2020 - 16:02
Gul stormviðvörun og ekkert ferðaveður
Gul stormviðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðurlandi eystra, miðhálendi og Austurland. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum á norður- og Austurlandi á meðan viðvörunin er í gildi.
02.11.2020 - 13:39