Færslur: Færð á vegum

Hægir vestanvindar leika um landið í dag
Fremur hægir vestanvindar leika um landið í dag með snjókomu sums staðar norðvestan ti. Annars er búist við lítilsháttar slyddu eða rigningu en smám saman léttir til á Suðausturlandi.
22.02.2021 - 06:34
Hiti yfir frostmarki, hæg suðaustlæg átt og skúrir
Veðurstofan spáir fremur hægri suðaustlægri átt og dálitlum skúrum fyrri part dags. Þurrt og bjart verður á Norðurlandi. Hitinn er á bilinu 1 til 6 stig. Eftir hádegi gengur úrkomubakki inn á austanvert landið og þá má búast við norðaustan kalda og rigningu með köflum
16.02.2021 - 06:52
Hiti yfir frostmarki og skúrir eða él
Veðurstofan spáir suðaustan kalda eða stinningskalda í dag. Hiti verður frá frostmarki að fimm stigum, lítilsháttar skúrir eða él. Þurrviðri er á Norður- og Austurlandi og hægari vindur og hiti yfir frostmarki.
11.02.2021 - 06:53
Alhvít jörð á höfuðborgarsvæðinu fyrsta sinni frá jólum
Alhvít jörð er á höfuðborgarsvæðinu eftir talsverða snjókomu í nótt. Það er nýlunda fyrir íbúa því slík sjón hefur ekki sést síðan annan í jólum að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.02.2021 - 06:52
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Stinningskaldi og stöku él við suðurströndina
Veðurstofan spáir austan og suðaustan golu eða kala og björtu með köflum í dag. Gert er ráð fyrir stinningskalda og stöku éljum við suðurströndina. Hiti verður um eða yfir frostmarki syðst en fer niður í 10 til 15 stiga frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi.
02.02.2021 - 06:58
Allt að 15 stiga frost í innsveitum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri breytilegri átt og bjartviðri yfirleitt til miðnættis í dag. Gert er ráð fyrir austan- og suðaustan kalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu syðst. Frost verður á bilinu tvö til fimmtán stig en í kringum frostmark syðst.
Aðstæður við Jökulsá á Fjöllum metnar í dagrenningu
Vegagerðin mun í dagrenningu meta aðstæður við Jökulsá á Fjöllum. Vatnshæðin í ánni fór yfir vatnshæðarþröskuld mæla Veðurstofu Íslands laust eftir miðnætti, en þröskuldurinn er í 520 sentimetra vatnshæð. Vatnshæðin mældist 527 sentimetrar á mælum Veðurstofu við Grímsstaði í morgun.
Búið að moka gegnum krapann en vegurinn er enn lokaður
Búið er að moka í gegnum krapastíflu sem fór yfir þjóðveg eitt við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sunnan við Grímsstaði síðdegis í gær. Vegurinn er enn lokaður af öryggisástæðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
27.01.2021 - 08:26
Kolófært og lokað um helstu leiðir á Vestfjörðum
Helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir eða ófærir vegna veðurs. Óvissustig er í Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegur um Hvilftarströnd er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Veðurspá er óskapleg og ekki líklegt að hægt verði að opna í bráð.
26.01.2021 - 15:22
Éljagangur nyrðra en bjartviðri með köflum syðra
Veðurstofan spáir víða allhvassri eða hvassri austan- og norðaustanátt en mun hægari austan til. Búast má við dálitlum éljum á norðanverðu landinu, en bjartviðri með köflum syðra.
26.01.2021 - 06:28
Éljagangur Norðan og Austan en bjart á Suðausturlandi
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðaustankalda og allhvössum vindi í dag, víða 8 til15 metrar á sekúndu. Áfram verður éljagangur á Norður- og Austurlandi, og eru því enn líkur á samgöngutruflunum á þeim slóðum.
25.01.2021 - 06:44
Gul viðvörun vegna norðanhríðar nyrðra og eystra
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna yfirvofandi norðanhríðar á Ströndum, Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Spáð er norðankalda eða stinningskalda, 10 - 18 metrum á sekúndu með skafrenningi og éljagangi, sem spilla skyggni og færð, einkum á fjallvegum.
Él fyrir norðan en bjartviðri sunnan heiða
Veðurstofan spáir norðan og norðaustankalda eða stinningskalda, 8 til 15 metrum á sekúndu en hvassara á stöku stað til miðnættis. Búist er við éljum á norðurhluta landsins en bjartviðri spáð sunnan heiða.
21.01.2021 - 06:59
Kaldi eða stinningskaldi og él nyrðra, bjartviðri syðra
Veðurstofan gerir ráð fyrir stinningskalda eða allhvössum vindi í dag, 10 til 18 metrum og sekúndu og sumstaðar hvassara i vindstrengjum við fjöll. Norðan- og austanlands má búast við snjókomu eða éljum en bjart verður með köflum sunnan heiða og frost allt að sjö stigum.
20.01.2021 - 06:24
Snjóflóð féll á veginn um ÓIafsfjarðarmúla
Veginum um Ólafsfjarðarmúla milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur var lokað í kvöld eftir að snjóflóð féll yfir hann í kvöld á áttunda tímanum. Vegurinn verður lokaður að minnsta kosti þar til í birtingu á morgun vegna snjóflóðahættu. Þá verða aðstæður metnar og ákvörðun tekin um framhaldið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
18.01.2021 - 22:30
„Þetta er það versta sem ég hef séð í vetur“
Mikil hálka er nú á höfuðborgarsvæðinu og verið er að salta helstu aðalleiðir. Þröstur Víðisson, yfirverkstjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar biðlar til vegfarenda að fara með gát. „Þetta er stórhættulegt, sérstaklega vegna þess að þetta sést svo illa,“ segir Þröstur.
14.01.2021 - 06:25
Varað við stormi á Norðausturlandi
Ákveðin sunnanátt er ríkjandi með rigningu eða súld og hlýindum í morgunsárið, en þurrt að mestu fyrir norðan og austan. Síðdegis bætir í vind og vætu.
03.01.2021 - 07:15
Hlýnandi veður en víða flughált á vegum
Í dag blæs ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld víða um land, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að veður helst lengst af þurrt fyrir norðan og austan og að smám saman hlýni í veðri.
Nýtt ár heilsar með bjartviðri og hægri breytilegri átt
Í dag, gamlársdag er spáð hægviðri víðast hvar á landinu og björtu með köflum en þó stöku él framan af degi vestanlands. Í kvöld verður þó orðið bjart og nýja árið mun hefjast á hægri breytilegri átt og bjartviðri að sögn veðurfræðings á Veðurtofu Íslands.
31.12.2020 - 06:42
Allt að 40-50 metra vindhviður fram á kvöld
Gul stormviðvörun er í gildi í flestum landshlutum í dag vegna norðan storms. Vegagerðin segir hættu á allt á vindhviðum undir Eyjafjöllum, allt að 40 til 50 metrum á sekúndu.
27.12.2020 - 09:53
Ófærð á Vestfjörðum og á Norðurlandi
Vetrarfærð er í flestum landshlutum og vegir víða lokaðir eða ófærir á Vestfjörðum og Norðurlandi. Unnið er að mokstri en lengri leiðir á Vestfjörðum eru enn lokaðar.
21.12.2020 - 10:38
Vetrarfærð víða og snjóflóðahætta á Vestfjörðum
Vetrarfærð er nú í flestum landshlutum og reikna má með erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í dag. Veðurstofa Íslands varar við mögulegri snjóflóðahættu á veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar og þar hefur óvissustig verið í gildi síðan klukkan hálf sjö í morgun. Siglufjarðarvegur og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og í Ljósavatnsskarði er óvissustig vegna snjóflóðahættu.
20.12.2020 - 08:07
Vetrarveður norðvestantil en þurrt sunnan heiða
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að loks sé tekið að sjá fyrir endann á úrhellisrigningunni á austanverðu landinu, þótt áfram verði hætta á skriðuföllum eitthvað áfram.
19.12.2020 - 07:26
Dregur úr bikblæðingum á vegum
Vegagerðin telur ekki lengur ástæðu til að letja fólk til ferðalaga vegna bikblæðinga. Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar hafa nú síðdegis lítið orðið varir við blæðingar á Hringveginum milli Borgarness og Akureyrar. Vegfarendur eru eigi að síður beðnir um að hafa varann á sér.
16.12.2020 - 18:32