Færslur: fæðingarorlofssjóður

Fæðingarorlofsgreiðslur taki mið af vinnu erlendis
Íslenska ríkinu ber að taka tillit til þess við útreikning á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði hvort fólk hefur verið í vinnu erlendis, ólíkt því sem hér hefur tíðkast. Ekki ber að taka tillit til upphæða erlendra launagreiðslna heldur miða við tekjur sem viðkomandi hefði haft í sambærilegu starfi hér á landi. Þetta er niðurstaða ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna yfirstandandi dómsmáls sem kona hefur höfðað gegn íslenska ríkinu.
29.07.2022 - 11:54
Ekki enn fengið greitt úr fæðingarorlofssjóði
Einhverjir hafa enn ekki fengið greitt úr fæðingarorlofssjóði en greiðslur áttu að berast á fimmtudag, 30. júní. Að sögn Unnar Sverrisdóttir, forstjóra Vinnumálastofnunar, er um að ræða fámennan hóp. Einstaklingar sem fengu ekki greitt fengu þau svör hjá Vinnumálastofnun í gær að villa væri í kerfinu og greiðslur myndu berast í síðasta lagi 8. júlí.
Mikilvægt að feður taki meira en þrjá mánuði í orlof
Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra aukast um tíu milljarða króna á fimm ára tímabili, frá 2017 til 2022. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. Hann segir að gagnrýni á nýtt frumvarp um fæðingarorlof hafi verið mætt.
Fréttaskýring
Landlæknir og samtök launafólks á öndverðum meiði
Leiðtogar samtaka launafólks og Samband íslenskra sveitarfélaga fagna áformum félags- og barnamálaráðherra um að eyrnamerkja hvoru foreldri sex mánaða fæðingarorlofsrétt. Embætti landlæknis og Ljósmæðrafélag Íslands eru á meðal þeirra sem gagnrýna drög að lagafrumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof og hvetja til þess að foreldrum verði veittur meiri sveigjanleiki í orlofstöku en þar er kveðið á um.
Minna svigrúm í nýjum fæðingarorlofslögum
Sá hluti fæðingarorlofs sem foreldrar geta skipt á milli sín verður styttur og sá tími sem foreldrar hafa til að nýta sér það verður styttur, verði frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi að lögum. Þar er ennfremur lagt til að foreldrar fái sjálfstæðan rétt til töku orlofs eftir fósturlát eða andvana fæðingu. 
Skólinn réttir Álfrúnu björgunarhring
Kona sem fær ekki fæðingarorlofsstyrk vegna starfsnáms sem hún fór í vonast til að mál hennar fái farsælan endi eftir að Myndlistarskólinn í Reykjavík ákvað að meta starfsnámið til eininga. Þingmaður segir það óásættanlegt að fólk sem hafi greitt skatta sína og skyldur á Íslandi falli á milli skips og bryggju í kerfinu.
14.10.2019 - 19:25