Færslur: fæðingarorlofssjóður
Fæðingarorlofsgreiðslur taki mið af vinnu erlendis
Íslenska ríkinu ber að taka tillit til þess við útreikning á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði hvort fólk hefur verið í vinnu erlendis, ólíkt því sem hér hefur tíðkast. Ekki ber að taka tillit til upphæða erlendra launagreiðslna heldur miða við tekjur sem viðkomandi hefði haft í sambærilegu starfi hér á landi. Þetta er niðurstaða ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna yfirstandandi dómsmáls sem kona hefur höfðað gegn íslenska ríkinu.
29.07.2022 - 11:54
Ekki enn fengið greitt úr fæðingarorlofssjóði
Einhverjir hafa enn ekki fengið greitt úr fæðingarorlofssjóði en greiðslur áttu að berast á fimmtudag, 30. júní. Að sögn Unnar Sverrisdóttir, forstjóra Vinnumálastofnunar, er um að ræða fámennan hóp. Einstaklingar sem fengu ekki greitt fengu þau svör hjá Vinnumálastofnun í gær að villa væri í kerfinu og greiðslur myndu berast í síðasta lagi 8. júlí.
02.07.2022 - 17:21
Mikilvægt að feður taki meira en þrjá mánuði í orlof
Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra aukast um tíu milljarða króna á fimm ára tímabili, frá 2017 til 2022. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. Hann segir að gagnrýni á nýtt frumvarp um fæðingarorlof hafi verið mætt.
27.11.2020 - 08:34
Landlæknir og samtök launafólks á öndverðum meiði
Leiðtogar samtaka launafólks og Samband íslenskra sveitarfélaga fagna áformum félags- og barnamálaráðherra um að eyrnamerkja hvoru foreldri sex mánaða fæðingarorlofsrétt. Embætti landlæknis og Ljósmæðrafélag Íslands eru á meðal þeirra sem gagnrýna drög að lagafrumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof og hvetja til þess að foreldrum verði veittur meiri sveigjanleiki í orlofstöku en þar er kveðið á um.
16.10.2020 - 07:18
Minna svigrúm í nýjum fæðingarorlofslögum
Sá hluti fæðingarorlofs sem foreldrar geta skipt á milli sín verður styttur og sá tími sem foreldrar hafa til að nýta sér það verður styttur, verði frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi að lögum. Þar er ennfremur lagt til að foreldrar fái sjálfstæðan rétt til töku orlofs eftir fósturlát eða andvana fæðingu.
24.09.2020 - 16:04
Skólinn réttir Álfrúnu björgunarhring
Kona sem fær ekki fæðingarorlofsstyrk vegna starfsnáms sem hún fór í vonast til að mál hennar fái farsælan endi eftir að Myndlistarskólinn í Reykjavík ákvað að meta starfsnámið til eininga. Þingmaður segir það óásættanlegt að fólk sem hafi greitt skatta sína og skyldur á Íslandi falli á milli skips og bryggju í kerfinu.
14.10.2019 - 19:25