Færslur: fæðingarorlofssjóður

Minna svigrúm í nýjum fæðingarorlofslögum
Sá hluti fæðingarorlofs sem foreldrar geta skipt á milli sín verður styttur og sá tími sem foreldrar hafa til að nýta sér það verður styttur, verði frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi að lögum. Þar er ennfremur lagt til að foreldrar fái sjálfstæðan rétt til töku orlofs eftir fósturlát eða andvana fæðingu. 
Skólinn réttir Álfrúnu björgunarhring
Kona sem fær ekki fæðingarorlofsstyrk vegna starfsnáms sem hún fór í vonast til að mál hennar fái farsælan endi eftir að Myndlistarskólinn í Reykjavík ákvað að meta starfsnámið til eininga. Þingmaður segir það óásættanlegt að fólk sem hafi greitt skatta sína og skyldur á Íslandi falli á milli skips og bryggju í kerfinu.
14.10.2019 - 19:25