Færslur: fæðingarorlof

7% barna komast á leikskóla að fæðingarorlofi loknu
Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss þegar þau verða 12 mánaða, það er eftir að hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. Einungis um sjö prósent barna komast á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi.
Viðtal
Umönnunarbilið hafi neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna
BSRB hefur ráðist í viðamikla rannsókn á stöðu leikskólamála hér á landi en samtökin hafa lengi gert þá kröfu að ríki og sveitarfélög grípi til aðgerða til að öllum börnum verði tryggð leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi.
Miklar breytingar í nýjum lögum um fæðingarorlof
Fyrsta janúar taka gildi breytingar á lögum um fæðingarorlof og er helsti munurinn frá fyrri lögum að það lengist úr tíu mánuðum í tólf. Heimildir til framsals fæðingarorlofsréttar eru rýmkaðar mikið og ýmislegt annað breytist sömuleiðis.
Örvæntingarfullt fólk kvíðir jólunum
Fólk sem klárað hefur rétt sinn í bótakerfinu kvíðir mjög jólum og óttast að geta ekki gefið börnum sínum í skóinn. Nauðsynlegt er að þétta öryggisnet velferðarkerfisins og lengja rétt til atvinnuleysisbóta, segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Fæðingarorlof lengist úr tíu mánuðum í tólf
Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um fæðingar- og foreldraorlof. Með nýju lögunum lengist fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf vegna þeirra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2021.
Mikilvægt að feður taki meira en þrjá mánuði í orlof
Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra aukast um tíu milljarða króna á fimm ára tímabili, frá 2017 til 2022. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. Hann segir að gagnrýni á nýtt frumvarp um fæðingarorlof hafi verið mætt.
Réttur barns að njóta samvista með báðum foreldrum
Í nýju frumvarpi félagsmálaráðherra til fæðingarorlofs er lagt til að skipting fæðingarorlofsréttar verði þannig að foreldrar geti nýtt sex mánuði hvort um sig en þó verði heimilt að framselja einn mánuð á milli foreldra sé þess óskað í því skyni að koma til móts við aðstæður fjölskyldna.
26.11.2020 - 21:05
Fréttaskýring
Landlæknir og samtök launafólks á öndverðum meiði
Leiðtogar samtaka launafólks og Samband íslenskra sveitarfélaga fagna áformum félags- og barnamálaráðherra um að eyrnamerkja hvoru foreldri sex mánaða fæðingarorlofsrétt. Embætti landlæknis og Ljósmæðrafélag Íslands eru á meðal þeirra sem gagnrýna drög að lagafrumvarpi um fæðingar- og foreldraorlof og hvetja til þess að foreldrum verði veittur meiri sveigjanleiki í orlofstöku en þar er kveðið á um.
Skiptar skoðanir um jafna skiptingu fæðingarorlofs
Nokkuð skiptar skoðanir eru um jafna skiptingu fæðingarorlofs milli foreldra í nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Formaður BSRB segir frumvarpið skref í átt að jafnrétti en þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það skerða frelsi fjölskyldna. Ráðherra segir það kunna vel að vera að frumvarpið taki breytingum.  
Minna svigrúm í nýjum fæðingarorlofslögum
Sá hluti fæðingarorlofs sem foreldrar geta skipt á milli sín verður styttur og sá tími sem foreldrar hafa til að nýta sér það verður styttur, verði frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi að lögum. Þar er ennfremur lagt til að foreldrar fái sjálfstæðan rétt til töku orlofs eftir fósturlát eða andvana fæðingu. 
Finnar ætla að lengja fæðingarorlofið
Finnska ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að lengja fæðingarorlof nýbakaðra foreldra og auka rétt feðra til orlofs.
05.02.2020 - 19:27
Myndskeið
Mun halda í sér fyrir auka mánuð í fæðingarorlorlofi
Alþingi samþykkti í dag lög um að lengja fæðingarorlof um þrjá mánuði. Orlofið verður lengt í tveimur skrefum næstu tvö ár. Þeir sem eiga barn eftir áramót fá því einn auka mánuð í fæðingarorlof. Kona sem er sett á gamlársdag segist ætla að halda í sér.
17.12.2019 - 23:19
Vilja lengingu fæðingarorlofs samþykkta í ár
Samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum í tólf ef lagafrumvarp félagsmálaráðherra verður samþykkt óbreytt á Alþingi. Gert er ráð fyrir að Alþingi afgreiði tillögur um lengra orlof fyrir áramót.
30.10.2019 - 12:14
Hámarksgreiðslur fæðingarorlofs taka kipp
Hámarksgreiðslur fæðingarorlofs hækka um áttatíu þúsund krónur frá og með áramótum samkvæmt nýrri reglugerð. Þakið á fæðingarorlofi hefur aldrei verið hærra í krónum talið en greiðslur voru þó hærri að raunvirði fyrir hrun. Forstöðumaður fæðingarorlofssjóðs vonar að feður nýti sér fæðingarorlof í meira mæli.
18.12.2018 - 22:17
ESA stefnir Noregi vegna fæðingarorlofs karla
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur höfðað mál gegn norsku ríkisstjórninni vegna þess að reglur um fæðingarorlof mismuni kynjunum. Karlar hafi ekki rétt á á orlofi ef móðirin er heimavinnandi. ESA telur þetta brot á jafnræðisreglunni.
09.05.2018 - 16:18
Fréttaskýring
„Á þessum árum er framinn hraður“
Umönnunargjáin, tímabilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn kemst í tryggt dagvistunarúrræði grefur undan foreldrum ungra barna, einkum konum sem eru fjórfalt til fimmfalt lengur heima en karlar. Þá hefur dregið úr því að karlar taki orlof. Hvað ætla stjórnvöld að gera í málinu? Ríkisstjórnin stefnir að því að lengja fæðingarorlofið og hækka orlofsgreiðslur í samtali við aðila vinnumarkaðarins, þá greinir á um ýmislegt en allir eru sammála um að eitthvað þurfi að breytast.
Reynsla
Gjá sem grefur undan fjölskyldum
Það að eignast barn veldur straumhvörfum í lífi fólks. Það hefst nýr kafli. Sá veruleiki sem tekur á móti foreldrum fyrstu árin eftir fæðingu barns getur þó líka valdið straumhvörfum. Leitt til þess að foreldrar séu heima án tekna mánuðum saman, missi jafnvel vinnuna .Ef kerfið væri fullkomið væri í því samfella; fyrst færu foreldrar í fæðingarorlof og að því loknu tæki eitthvað annað við, dagforeldrar eða leikskóli. Því er ekki alltaf fyrir að fara.
Undirbýr hópmálssókn vegna fæðingarorlofs
Sara Pálsdóttir héraðsdómslögmaður hvetur foreldra sem hófu töku fæðingarorlofs fyrir 15. október að taka þátt í hópmálssókn sem hún undirbýr nú gegn ríkinu. Sara telur að verið sé að mismuna foreldrum á ómálefnalegan hátt og sé það í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
28.10.2016 - 14:39