Færslur: Fæðingar

Enn fjölgar fólkinu í Færeyjum
Færeyingum heldur áfram að fjölga. Eyjaskeggjar eru nú 53.792 samkvæmt tölum hagstofu eyjanna frá 1. mars. Á einu ári hefur því fjölgað í eyjunum um 730 manns eða 1,4 af hundraði.
12.04.2022 - 02:00
Fjöldi mistaka í fæðingu varð hundruðum barna að bana
Alvarleg mistök á fæðingardeild heilbrigðisstofnunar Shrewsbery og Telford á Englandi á tuttugu ára tímabili urðu til þess að fleiri en tvö hundruð kornabörn létu lífið. Þetta kemur fram í í nýrri skýrslu sem hefur valdið miklum usla á Englandi. Í skýrslunni kemur fram að mistök á heilbrigðisstofnununum hafi orðið til þess að börn fæddust andvana, dóu skömmu eftir fæðingu eða urðu fyrir alvarlegum heilaskaða. 
05.04.2022 - 20:41
Ellefu andvana fæðingar í Danmörku tengdar COVID-19
Ellefu andvana fæðingar eru skráðar í Danmörku undanfarna sex mánuði sem taldar eru tengjast kórónuveirusmiti móðurinnar. Fyrsta árið sem faraldurinn geisaði voru fjögur slík tilfelli skráð í landinu. Sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum hvetur danskar konur til bólusetningar.
Diego litli bróðir Mara og Dona er í heiminn fæddur
Argentísku hjónin Walter og Victoria Rotundo eignuðust dreng í gær sem hlotið hefur nafnið Diego til heiðurs knattspyrnukappanum Diego Armando Maradona sem lést fyrir réttu ári.
26.11.2021 - 01:36
Fleiri heimafæðingar á árinu 2020 en seinustu ár
Heimafæðingar voru nokkuð tíðari á árinu 2020 en undanfarin ár. Það hefur færst nokkuð í vöxt seinustu ár að fólk velji þennan kost, en þær hafa aldrei verið fleiri hér á landi en í fyrra.
Buttegieg hjónin eru orðnir tveggja barna foreldrar
Buttigieg hjónin staðfestu í dag fæðingu tveggja barna sinna, drengs og stúlku. Pete Buttigieg samgönguráðherra er fyrsti opinberlega samkynhneigði ráðherrann í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Þjónusta við barneignir grunnatriði en ekki lúxus
„Þjónusta við fjölskyldur á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu hefur ekki verið talin lúxus, heldur grunnheilbrigðisþjónusta,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir fyrir hönd Ljósmæðrafélags Íslands. Þetta eru viðbrögð félagsins við ummælum Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.
Fæðingar á öðrum ársfjórðungi ekki verið fleiri í 11 ár
Landsmönnum fjölgaði um 1.700 á öðrum ársfjórðungi 2021, frá byrjun apríl til júníloka. Aukninguna má meðal annars rekja til fjölda fæðinga. Á tímabilinu fæddust 1.270 börn en fæðingar á öðrum ársfjórðungi hafa ekki verið fleiri frá árinu 2010. Á sama tíma létust 570 einstaklingar.
26.07.2021 - 11:14
Myndskeið
Segir að stefni í neyðarástand hjá ljósmæðrum
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að það stefni í neyðarástand í fæðingarhjálp en aldrei hafi vantað jafn margar ljósmæður til starfa og nú. Á sama tíma er búist við allt að 30 prósenta fjölgun á fæðingum. Heilbrigðisráðherra hefur verið gerð grein fyrir stöðu mála.
Aukið barnalán áskorun fyrir Landspítalann
Landspítalinn býr sig undir meiriháttar barnabylgju í sumar, útlit er fyrir að hvítvoðungarnir skjótist í heiminn í gríð og erg. Yfirljósmóðir á Landspítalanum skrifar þetta að hluta til á heimsfaraldurinn. Hún vinnur nú að því að tryggja nægan mannskap og húsrúm til að taka á móti börnunum. Starfsfólk hefur verið beðið um að stytta sumarfrí.
Morgunvaktin
Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki
Fæðingartíðni virðist hafa lækkað í heiminum eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Hún hefur lækkað stöðugt síðasta áratuginn og er í sögulegu lágmarki hér á landi. Þetta segir Ari Klængur Jónsson, doktor í félagsvísindum og mannfjöldatíðni, í viðtali í Morgunvaktinni á Rás 1.
21.05.2021 - 08:09
Mikill skortur á ljósmæðrum á heimsvísu
Líf milljóna kvenna og barna gætu verið í hættu ef ekki verður brugðist við miklum skorti á ljósmæðrum á heimsvísu, að því er Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við í dag.
Átti von á sjö börnum en fæddi níu
Halima Cisse, 25 ára kona frá Malí, fæddi níu börn í gær að því er heilbrigðisráðuneytið í Malí greinir frá. Samkvæmt tilkynningu eru móðir og börn við góða heilsu enn sem komið er.
05.05.2021 - 10:45
Erlent · Afríka · Malí · Marokkó · Fæðingar · Börn
Íslenskar konur eignast færri börn og síðar á ævinni
Frjósemi á Íslandi dróst örlítið saman frá 2019-2020, úr 1,75 lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu niður í 1,72. Árið 2018 var frjósemin 1,7 barn og hafði aldrei verið minni. Íslenskar konur eignast börn síðar á ævinni en áður var.
09.04.2021 - 13:47
Myndskeið
Eignuðust þríbura: „Ég held að þetta sé búið hjá okkur“
Par á þrítugsaldri sem eignaðist þríbura á skírdag hyggur ekki á frekari barneiginir, en fyrir átti parið eitt barn. Þau segja að tilfinningin sé bæði óraunveruleg og „sturluð“, og að þau séu búin að kaupa sér bæði rútu og stærra húsnæði. Börnunum heilsast vel.
06.04.2021 - 19:24
Svíþjóð
Barn talið hafa smitast af COVID í móðurkviði
Barn sem fæddist í Svíþjóð í fyrra er talið hafa smitast af COVID-19 í móðurkviði. Smitið var greint þegar barnið var tveggja daga gamalt. Samkvæmt nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindatímaritinu British Journal of Obstetrics & Gynecology, þá er talið útilokað að barnið hafi smitast eftir fæðingu.
03.03.2021 - 13:50
Makar áfram bannaðir á sængurkvennadeild
Heimsóknarbann á Landspítala verður í meginatriðum með sama hætti og verið hefur undanfarnar vikur, þrátt fyrir að reglur um samkomubann hafi verið rýmkaðar fjórða maí.
06.05.2020 - 13:53
Sjö lög um nýtt líf
Augnablikið sem nýtt líf fæðist, augnablik ótta og örvæntingar, augnablik örmögnunar, þegar barnið er daufblátt og þú leyfir þér að hugsa, þetta augnablik, hvort það hræðilegasta sem hægt er að hugsa sér hafi skeð.
27.12.2017 - 14:30
Vilja fæða í Vestmannaeyjum
Á sjöunda hundrað manns hefur tekið þátt í undirskriftasöfnun undir yfirskriftinni „Réttur til að fá að fæða í Vestmannaeyjum“. Í inngangi segir að tilgangur listans sé að sýna fram á að konur í Vestmannaeyjum eigi ekki að þurfa að leggja á sig langt og strangt ferðalag til þess að fæða barn. Aðeins 3 börn fæddust í Vestmannaeyjum á síðasta ári.
03.02.2016 - 17:21