Færslur: Facebook

Myndskeið
Sögðust ekki hefta samkeppni fyrir bandaríska þinginu
Hart var sótt að forstjórum tæknirisanna Facebook, Google, Amazon og Apple í bandaríska þinginu í gær og þau sökuð um að hefta samkeppni. Fyrirtæki höfnuðu því almennt, þó að ekki væri útilokað að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað.
30.07.2020 - 09:59
Samkomulagið samræmist ekki persónuverndarlögum ESB
Evrópudómstóllinn hefur ógilt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fjallar um að vernd persónuupplýsinga samkvæmt samkomulagi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem kallast Data Protection Shield sé fullnægjandi.
Zuckerberg segir auglýsendur verða fljóta að snúa aftur
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook segir auglýsendur verða fljóta að snúa sér aftur að samfélagsmiðlinum.
Lego hættir að auglýsa á samfélagsmiðlum í mánuð
Danski leikfangaframleiðandinn Lego ætlar að hætta að auglýsa framleiðslu sína á samfélagsmiðlum í einn mánuð. Með því vill fyrirtækið mótmæla því að kynþáttafordómar og hatursáróður fái að birtast á þeim án athugasemda.
01.07.2020 - 15:52
Facebook bregst harðar við hatursorðræðu
Stjórnendur Facebook hafa tilkynnt innleiðingu víðtækara eftirlits og banns á hatursfullu innihaldi auglýsinga á samfélagsmiðlinum. Brugðist verði hart við ógnunum og illmælgi í garð fjölmarga hópa sem átt hafi undir högg að sækja.
27.06.2020 - 03:50
Sniðganga Facebook vegna hatursorðræðu
Bandaríska símafyrirtækið Verizon hefur bæst í sístækkandi hóp fyrirtækja sem hyggjast hætta viðskiptum við Facebook. Ástæðan er sögð vera úrræðaleysi samfélagsmiðilsins við að stöðva þau sem ástunda hatursorðræðu og hvetja til ofbeldis.
Bjargvætturinn enn ófundinn 
Rósmary Lillýjardóttir Midjord leitar enn að manni sem hún auglýsti eftir á Facebook fyrir helgi. Maðurinn aðstoðaði móður hennar þegar amma hennar fór í hjartastopp í bíl á Dalvegi í Kópavogi þann 10. júní síðastliðinn.
16.06.2020 - 07:15
Innlent · Leit · Facebook
Pistill
Dauði háskans á netinu
„Læktakkinn og þau hreyfilögmál sem stýra athyglishagkerfi nútímans munu leggja margt í rúst,“ segir Halldór Armand sem hefur miklar áhyggjur af því hvernig upplýsingar dreifa sér í kapítalískum og netvæddum heimi.
10.05.2020 - 17:35
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
Facebook biður Xi afsökunar á dónaskap
Stjórnendur Facebook fundu sig knúna til þess að biðja Xi Jinping, leiðtoga Kína, afsökunar á leiðum þýðingamistökum miðilsins. Sé nafn leiðtogans þýtt úr búrmönsku yfir á ensku verður niðurstaðan Mr. Shithole, sem gæti lagst upp sem Hr. Skíthæll á íslensku.
19.01.2020 - 08:10
Erlent · Asía · Facebook · Kína · Mjanmar · Xi Jinping
Banna fölsk myndbönd á Facebook en skrumskæling leyfð
Facebook hefur bannað birtingu falskra myndskeiða þar sem rangar staðhæfingar eru bornar fram og þar sem gervigreind er beitt til fölsunar. Þá er átt við falsanir þar sem áhorfandinn er blekktur og látinn halda að einhver segi eitthvað sem aldrei var sagt. Skrumskæling er ekki bönnuð.
07.01.2020 - 14:37
Gervinotendum eytt af Facebook og Twitter
Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter höfðu í nógu að snúast síðustu daga við að eyða gervinotendum af síðum sínum. Twitter eyddi nærri sex þúsund notendum sem sendu frá sér skilaboð til stuðnings stjórnvalda í Sádi Arabíu. Sú aðgerð var hluti af enn stærri aðgerð þar sem um 88 þúsund notendum var eytt fyrir ýmsar sakir.
21.12.2019 - 07:41
Eftirlitskapítalisminn ógnar frelsi mannsins
Fáar bækur hafa vakið jafn miklar umræður og viðbrögð á árinu og bókin Öld eftirlitskapítalismans, The Age of surveillance capitalism, eftir hina bandarísku Shoshönu Zuboff. Hún lýsir því hvernig tæknirisar á borð við Google og Facebook svífast einskis í stöðugt ítarlegri söfnun upplýsinga um alla okkar reynslu, og setur svo fram þær hættur sem nýting gagna til svokallaðrar atferlismótunar getur haft í för með sér. Að hennar mati er frelsi mannsins í húfi.
5,2 milljörðum gervinotenda eytt af Facebook í ár
Facebook hefur eytt 5,2 milljörðum gervinotenda þessa vinsæla samfélagsmiðils það sem af er ári, auk milljóna færlsna sem tengjast barnaníði og sjálfsvígum. Í apríl tilkynntu forsvarsmenn fyrirtækisins að um tveimur milljónum falskra Facebook-notenda hefði verið eytt á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í gær var fjórða skýrslan um eftirlit og aðgerðir Facebook gegn misnotkun miðilisins birt. Þar kemur fram að 3,2 milljörðum slíkra gervinotenda hefði verið eytt frá byrjun apríl til septemberloka.
14.11.2019 - 03:36
Facebook með áætlun gegn upplýsingafölsun
Facebook birti í gær áætlun sína um hvernig fyritækið ætlar að taka á erlendum áhrifum og upplýsingafölsun á samfélagsmiðlinum fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Meðal leiðanna er að efla öryggi síðna sem kjörnir fulltrúar stjórna, krefjast upplýsinga um eigendur stjórnmálasíðna og öflugri leiðir til að sannreyna staðreyndir.
Milljarðahagnaður Facebook
Facebook skilar áfram gríðarmiklum arði, þrátt fyrir hneykslismál, gagnaleka, dreifingu falsfrétta og harða gagnrýni úr ýmsum áttum. Hagnaður fyrirtækisins nam 6,1 milljarði Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem jafngildir um 760 milljörðum króna. Er þetta um 19 prósentum meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Veltan jókst um 29 prósent, eða 17,7 milljarða Bandaríkjadali, eða 2.200 milljarða króna.
31.10.2019 - 04:05
Kosningabarátta byggð eingöngu á falsfréttum
Óþekktur aðgerðasinni hefur tilkynnt framboð sitt til ríkisstjóra í Kaliforníuríki árið 2022. Tilganurinn með framboði hans er heldur óvenjulegur, því hann ætlar að keyra kosningabaráttu sína á falsfréttum.
30.10.2019 - 11:23
Vilja loka á rafmynt Facebook
Stjórnvöld í Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu ætla að taka höndum saman um að gera nýja rafmynt úr ranni Facebook útlæga í Evrópu. Bruno Le Maire, efnahagsráðherra Frakklands, greindi fréttamönnum frá þessu í Washington í dag. Hann er þar staddur vegna ársfundar Alþjóðabankans.
18.10.2019 - 15:00
Warren snýr á auglýsingareglur Facebook
Ákvörðun Facebook að sannreyna ekki upplýsingar í auglýsingum sem greitt er fyrir á samfélagsmiðlinum hefur hlotið talsverða gagnrýni. Bandaríska öldungadeildarþingkonan og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, Elizabeth Warren, gagnrýnir bannið á hátt sem vakið hefur nokkra athygli.
13.10.2019 - 07:41
Fréttaskýring
Er Facebook treystandi fyrir stefnumótasíðu?
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur stigið inn á nýjar og áður ókannaðar lendur. Í síðustu viku fór nefnilega stefnumótasíða Facebook í gagnið í Bandaríkjunum. Þótt fyrr hefði verið, kynni einhver að segja, enda er erfitt að hugsa um það svið mannlegrar tilveru sem risinn Facebook hefur ekki enn otað sínum tota.
16.09.2019 - 08:00
Upplýsingar milljóna notenda á glámbekk
Símanúmer yfir 400 milljóna notenda Facebook voru geymd á opnum vefþjóni. Bandaríski tæknivefurinn TechCrunch greinir frá þessu. Vefþjónninn var ekki varinn með lykilorði og gat því hver sem er leitað eftir og komist inn í vefþjóninn.
05.09.2019 - 10:14
Persónuvernd rannsakar hljóðupptökur Facebook
Facebook fékk verktaka til að fara yfir hljóðupptökur fimmtíu einstaklinga á evrópska efnahagssvæðinu, þar af upptökur eins Íslendings, í Messenger, skilaboðaforritinu. Persónuvernd hér á landi ætlar að hefja frumkvæðnisathugun vegna þessa.
29.08.2019 - 10:27
Facebook vill ráða til sín blaðamenn
Fyrirætlanir eru uppi innan Facebook um að ráða faglærða blaðamenn til að sjá um að velja hvaða fréttir verða valdar í sérstaka fréttaveitu sem er í smíðum fyrir miðilinn.
22.08.2019 - 02:59
Starfsfólk Facebook hlustar á hljóðupptökur
Samfélagsmiðillinn Facebook viðurkennir að starfsfólk félagsins hlusti á hljóðupptökur notenda Messenger-apps Facebook. Félagið segir að notendur hafi samþykkt að upptökur þeirra yrðu skrifaðar upp. Hins vegar hafi þeim hugsanlega ekki verið ljóst að það yrði gert af mannfólki.
14.08.2019 - 19:47
Erlent · Innlent · Facebook · google · Apple · Smáforrit
Facebook fær gögn um viðskiptavini netverslana
Evrópudómstóllinn úrskurðaði í dag að netverslanir þurfi að vara viðskiptavini sína við því að bandaríski samfélagsmiðillinn Facebook fái sendar persónuupplýsingar um viðkomandi ef smellt er á Facebook hnapp á vefsíðum sumra vefverslana. Þær upplýsingar virðist vera veittar án vitundar notenda, segir dómstóllinn, og gildi þá einu hvort notandinn sé á Facebook eða ekki. 
29.07.2019 - 15:24