Færslur: Facebook

Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Meta sektað um 17 milljónir evra
Írska persónuverndarstofnunnin (DPC) hefur sektað Meta Platforms Ireland Limited, sem hét áður Facebook Ireland Limited áður en nafni fyrirtækisins var breytt, um 17 milljónir evra, eða tæpa tvo og hálfan milljarð króna, fyrir brot á persónuverndarlögum. Staðgengill forstjóra hjá Persónuvernd segir að ákvörðunin sé líklega sú fyrsta í röð ákvarðana um fyrirtækið. 
Facebook fjarlægði falsfréttir rússneskra sendiráða
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Facebook létu í gær fjarlægja færslu af Facebooksíðum nokkurra rússneskra sendiráða, þar á meðal hér á landi, þar sem þær fóru í bága við reglur miðilsins um upplýsingaóreiðu og dreifingu falsfrétta.
Aðgengi Rússa að netinu takmarkað
Rússneskir netnotendur hafa átt í nokkru basli við að komast inn á hinar ýmsu vefsíður og samfélagsmiðla síðasta sólarhringinn. AFP-fréttastofan greinir frá því að aðgengi Rússa að Facebook hafi verið takmarkað og stopult frá því í gærkvöld. Þá hafi fréttaþyrstir Rússar ekki komist inn á rússneska fréttavefinn Meduza sem gerður er út frá Lettlandi, og heldur ekki inn á vef þýsku fréttastofunnar Deutsche Welle.
04.03.2022 - 04:22
Telur ekki tilefni til að hætta á Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu í kvöld að hún hafi farið yfir verklag hjá sér eftir ákvörðun Persónuverndar í mars 2021. Þá komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að móttaka lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu á upplýsingum í gegnum Facebook hafi ekki samræmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
Svar Trumps við Facebook og Twitter í sjónmáli
Margboðuðum nýjum samfélagsmiðli fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trumps, „Truth Social,“ verður hleypt af stokkunum 21. febrúar ef allt gengur eftir. Þetta má ráða af lista í smáforritaverslun Apple á Netinu, þar sem fram kemur að hægt verði að hlaða niður samnefndu smáforriti - eða appi - frá þeim degi. Truth Social á að hafa svipaða eiginleika og notkunarsvið og Facebook og álíka miðlar.
07.01.2022 - 01:32
Google og Facebook sektuð um milljarða króna
Persónuverndarstofnun Frakklands sektaði tæknirisana Google og Facebook í dag um samtals 210 milljónir evra, andvirði um 30 milljarða króna. Þar af var Google sektað um meirihlutann, eða 150 milljónir evra. The Guardian greinir frá þessu.
06.01.2022 - 18:31
Dómur yfir varaformanni Danska þjóðarflokksins ógiltur
Eystri Landsréttur í Danmörku úrskurðaði í dag að héraðsdómari hefði verið vanhæfur að kveða upp úrskurð í máli Morten Messerschmidt varaformanns Þjóðarflokksins. Niðurstaða dómsins er því dæmd ómerk og henni vísað í hérað að nýju.
Friðarverðlaun Nóbels
Vara við falsfréttum, hatursáróðri og alræðishyggju
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni. Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt „framlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar.“
Upplýsingaleki hjá Vinnumálastofnun öðru sinni á árinu
Persónuvernd hefur borist erindi vegna öryggisbrests í meðferð persónuuppplýsinga hjá Vinnumálastofnun. Það er í annað sinn það gerist á þessu ári.
Berglind Festival & klofin þjóð
Íslenska þjóðin virðist skiptast í tvær fylkingar á alnetinu. Berglind Festival fór og hitti virka í arhugasemdum.
19.11.2021 - 21:30
Spegillinn
Facebook og haturs- og öfgaefni
Facebook gerir alls ekki allt sem hægt væri til að hindra hatursumræðu og hlífa börnum við óviðeigandi og hættulegu efni, segir Frances Haugen. Hún vann áður hjá Facebook en hefur ljóstrað upp um þankaganginn þar að tjaldabaki, meðal annars í gær fyrir breskri þingnefnd. Talsmenn Facebook hafna framburði Haugens en eiga í vandræðum með að svara ýmsu í Facebook-efni sem Haugen hefur afhent bandaríska þinginu og nokkrum fjölmiðlum.
Níu milljarða dala hagnaður í skugga þungrar gagnrýni
Stjórnendur bandaríska samskiptarisans Facebook tilkynntu í gær að hagnaður fyrirtækisins síðasta ársfjórðung næmi níu milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið hefur lengið undir þungu ámæli fyrir að láta gróðasjónarmið eitt ráða för.
Facebook enn sakað um misgjörðir
Fyrrverandi starfsmaður samfélagsmiðlarisans Facebook tilkynnti bandarískri eftirlitsstofnun í dag að fyrirtækið legði meiri áherslu á gróða en að stöðva dreifingu rangra upplýsinga. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Facebook stendur frammi fyrir þungum ásökunum af því tagi.
Zuckerberg vísar ásökunum á bug
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, vísar ásökunum um að samfélagsmiðillinn ali á sundrung, skaði börn og að bönd verði að vera sett á hann algjörlega á bug. Þá segir hann ásakanir um að fyrirtækið setji hagnað ofar öryggi notenda ósannar. 
06.10.2021 - 04:20
Sjónvarpsfrétt
Hvað kom fyrir Facebook í gær?
Facebook-uppljóstrarinn Frances Haugen gaf skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Hún kallar eftir skýrara regluverki og forseti Bandaríkjanna virðist vera henni sammála. Ekki náðist samband við neina miðla Facebook í margar klukkustundir í gær.
05.10.2021 - 20:11
Telur mikilvægt að þingið setji reglur um Facebook
Facebook-uppljóstrarinn Frances Haugen bar vitni fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag. Þar sagði hún samfélagsmiðilinn ala á sundrungu, skaða börn, veikja lýðræðið og að mikilvægt væri að setja reglur yfir hann.
05.10.2021 - 18:22
Gengi hlutabréfa Facebook féll þegar kerfið hrundi
Skekkja við breytingar á innri stillingum netbeina sem stjórna umferð um netkerfi samskiptarisans Facebook varð til þess að samfélagsmiðlar og samskiptaforrit hættu að virka og urðu óaðgengileg síðdegis í gær. Samband komst ekki á fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Facebook krefst frávísunar í einokunarmáli
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook krefjast þess að alríkisdómari í Washington vísi máli vegna ásakana Alríkisráðs viðskiptamála um einokunartilburði fyrirtækisins frá dómi.
Segir Facebook afvegaleiða almenning í gróðaskyni
Frances Haugen, sem starfaði áður fyrir samfélagsmiðilinn Facebook, segir að miðillinn hylmi yfir sönnunargögn um dreifingu falsfrétta og áróðurs. Miðillinn vilji frekar græða en að uppræta dreifingu rangra upplýsinga.
Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna
Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar gerði nú í vikunni þungorðar athugasemdir við beitingu samfélagsmiðlafyrirtækja á algrími til ritskoðunar efnis. Ljósmyndir af veggspjaldi fyrir nýjustu kvikmynd hans, „Madres Paralelas“ eða „Samhliða mæður“, voru fjarlægðar af miðlinum Instagram í upphafi vikunnar.
Skylda starfsfólk til bólusetningar við COVID-19
Bandarísk stórfyrirtæki, alríkið, einstök ríki og borgir ætla eða hafa þegar tekið upp bólusetningarskyldu starfsmanna. Verkalýðsfélög og fleiri telja það brot á persónuréttindum fólks.
Þóttist vera læknir og gaf læknisráð á Facebook
Kona nokkur notaði skilríki læknis og þóttist þannig vera læknir og kastaði með því ryki í augu þúsunda Dana sem hafa leitað ráða í Facebook hópi sem gengur undir heitinu Spyrðu lækni um kórónuveiruna.
17.06.2021 - 05:35
Varanleg útlegð Trumps sögð óásættanleg
Eftirlitsnefnd Facebook beinir því til samfélagsmiðilsins að yfirfara stefnu sína og endurskoða þá ákvörðun að útiloka Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frá samfélagsmiðlinum ótímabundið.
Sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir
Hlutfall þeirra sem segjast hafa séð falsfréttir eða efast um upplýsingar á netinu er mun hærra á Íslandi en í Noregi. Átta af hverjum tíu Íslendinga sögðust hafa efast um upplýsingar og sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir með einhverjum hætti.