Færslur: F-gös

Viðtal
Glufur og brotalamir: „Við erum úti á túni“
Ástandið í kælibransanum minnir á villta vestrið, eftirliti er ábótavant og hvati til að láta fílsterkar gróðurhúsalofttegundir gossa út í andrúmsloftið í stað þess að skila þeim í förgun. Þetta segja starfsmenn Kælitækni, fyrirtækis sem flytur inn um helming flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem notaðar eru sem kælimiðlar hér á landi. Það séu glufur í regluverkinu og brotalamir í kerfinu. 
Fréttaskýring
Kælimiðlar losa álíka mikið og alþjóðaflugið
Þú ert í matvöruverslun, þú skimar eftir ákveðnum vörum sem þig vantar, virðir fyrir þér úrvalið en hugsar kannski minna um innviðina. Þú hefur kannski aldrei velt því fyrir þér hvernig mjólkinni er haldið kaldri eða hvort frystikistan heitir Valentini 17, hvort kælinum er bara stungið í samband eða hvort það liggja pípur frá honum inn í vegginn. Þú hefur kannski aldrei tekið eftir skynjurunum sem eiga að láta vita, ef gösin sem notuð eru til að kæla vörurnar leka út.
Fréttaskýring
Björguðum ósonlaginu og bjuggum til nýjan vanda
Það skiptir ekki máli hvernig veðrið er úti það er hægt að kæla það sem þarf að kæla og frysta það sem þarf að frysta. Þetta er gert með kælikerfum og í flest þeirra eru notaðar flúoraðar gastegundir, svokölluð F-gös. Þjóðum heims tókst með Montreal-bókuninni frá árinu 1987 að stoppa í gatið í ósonlaginu og þessi F-gös voru lykillinn að þeim árangri, komu í stað freons og annarra ósoneyðandi efna. F-gösin kærkomnu reyndust þó ekki gallalaus, það lá fyrir frá upphafi að þau væru vandræðagemsar.