Færslur: Eyþór Arnalds

Vilja að fallið verði formlega frá þéttingaráformum
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að fallið verði frá áformum borgarinnar um þéttingu byggðar við Bústaðaveg, Háaleitisbraut og Miklubraut.
Kannaði ekki fylgi áður en hann tók ákvörðun
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér á framboðslista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Eyþór segir að persónulegar ástæður liggi að baki, ekki pólitískar.
Eyþór Arnalds gefur ekki kost á sér í vor
Eyþór Laxdal Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á framboðslista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann segir ákvörðun sína tekna af persónulegum en ekki pólítískum ástæðum.
Samþykkt að fara fram á lengingu umsagnarfrests
Húsfyllir var á fundi íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis í Réttarholtsskóla í kvöld vegna fyrirætlana borgarinnar um aukið byggingamagn við Bústaðaveg. Tillaga um að farið verði fram á umsagnarfrestur húsfélaga í hverfinu verði framlengdur til 1. apríl var samþykkt nær einróma.
Margt í rekstrinum minni á skuldsettan vogunarsjóð
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, gagnrýnir fjárhagsáætlun borgarinnar sem samþykkt var seint í gærkvöld eftir maraþonfund. Í umræðum um áætlunina sagði Eyþór hana gera „ráð fyrir viðstöðulausri skuldasöfnun allt næsta kjörtímabil“ og að ljóst væri að reksturinn yrði ekki sjálfbær.
Viðtöl
850 bíða eftir húsnæði á vegum borgarinnar
Ekki er gert nóg til að sporna við fátækt í nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, segir fulltrúi Sósíalista. Þá telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins að skuldsetning borgarinnar sé of mikil. Reykjavíkurborg verður rekin með ríflega þriggja milljarða króna halla á næsta ári og verður það þriðja hallaárið í röð.
„Búið að vera klúður frá upphafi til enda“
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, á vart orð yfir því hvernig eitt klúðrast á fætur öðru eins og hann orðar það í tengslum við rekstur gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju Jarðgerð var stöðvuð í stöðinni eftir að myglugró fannst.í þaki og burðarvirki.
16.09.2021 - 08:42
Rafskutlur góður samgöngumáti en fylgja þarf reglum
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur fylgst með umgengni um rafskutlur í borginni og þeim slysum sem orðið hafa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að ekki hafi verið rætt formlega um harðari aðgerðir líkt og gripið hefur verið til Osló og fleiri borgum.
14.07.2021 - 11:33
Kastljós
Ólíkar áherslur varðandi lækkun hámarkshraða í borginni
Meirihlutinn í Reykjavík hefur samþykkt að lækka hámarkshraða víða í borginni niður í 30 til 40 kílómetra á klukkustund. Umferðaröryggi eru helstu rökin fyrir lækkun hámarkshraðans. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar tókust á um þessi mál í Kastljósi kvöldsins.
„Aðeins vottað fyrir ágreiningi um ýmis mál“
Borgarstjórinn í Reykjavík segir mikilvægt að hefja sig yfir flokkspólitískar línur þegar áföll ganga yfir. Það hafi hins vegar „vottað fyrir ágreiningi um ýmis mál í borgarstjórn Reykjavíkur“. Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir að meirihlutinn ráði því hvort hann vinnur með minnihlutanum, en Sjálfstæðisflokkurinn sé opinn fyrir samstarfi.
24.09.2020 - 08:50
Ætlar að taka ummæli Dóru upp í forsætisnefnd
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, ætlar að fara fram á að forsætisnefnd Reykjavíkurborgar taki til skoðunar ummæli sem Dóra Björt Guðjónsdóttir viðhafði í hans garð. Eyþór segir borðleggjandi að ummæli hennar brjóti gegn siðareglum kjörinna fulltrúa borgarinnar.
Eyþór Arnalds - Ramones og Bowie
Gestur þáttarins að þessu sinni er trommuleikarinn og oddviti Sjálfstæðismanna í Borgarstjórn og söngvarinn í Tappa Tíkarrassi, Eyþór Arnalds.
23.08.2019 - 18:47
Eyþór Arnalds um það sem er bannað
Það hefur gengið á ýmsu í Ráðhúsi Reykjavíkur það sem af er núverandi kjörtímabili. Tungur hafa verið reknar út og brigslað um trúnaðarbresti á báða bóga. Af því tilefni má rifja upp gamalt atriði úr Stundinni okkar þar sem Eyþór Arnalds, núverandi borgarfulltrúi, flutti Lagið um það sem er bannað.
21.08.2018 - 15:25