Færslur: Eystrasaltslönd

Lettar innleiða herskyldu á ný
Stjórnvöld í Lettlandi hafa ákveðið að herskylda verði tekin upp að nýju þar í landi, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Varnarmálaráðherrann Artis Pabriks tilkynnti þetta í gær. Ljóst sé að her Lettlands muni ekki stækka og eflast frekar á meðan núverandi fyrirkomulag sé við lýði, sagði Pabriks á fréttafundi á þriðjudag. Það þurfi að breytast, „því engin ástæða sé til að ætla að Rússland muni breyta sínu framferði.“
Pólland og Eystrasaltsríkin vígja nýja gastengistöð
Pólland og Eystrasaltsríkin vígðu í gær nýja tengistöð við gasleiðslu sem tengir ríkin í norðaustanverðum hluta Evrópusambandsins við aðra hluta þess. Það er mikilvægur liður í að draga úr þörfinni fyrir rússneskt jarðgas.
Hvetur til fjölgunar hermanna í Austur-Evrópu
Mark Milley, yfirmaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, hvetur til þess að Bandaríkin fjölgi í herafla sínum í Austur- Evrópu. Með því segir hann verða mögulegt að halda aftur af yfirgangi Rússa á svæðinu.
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
Úkraínudeilan
Johnson hyggst ræða við leiðtoga heimsins um Úkraínu
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hyggst ræða við leiðtoga heimsins í vikunni með það í huga að lægja öldurnar í Úkraínudeilunni. Hann segist einkum vilja ræða við forystumenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Danir fengu lista yfir vopn sem Úkraínumenn þarfnast
Danska utanríkisráðuneytinu hefur borist einhvers konar óskalisti frá stjórnvöldum í Úkraínu um þann vopnabúnað sem ríkið vantar. Nokkur ríki hafa þegar látið þeim vopn í té en danska varnarmálaráðuneytið verst svara.
Skýrsla um þvingaða lendingu þotu í Minsk tilbúin
Skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um að farþegaþotu írska flugfélagsins Ryan Air var gert að lenda í Hvíta Rússlandi 23. maí í fyrra hefur verið birt. Skýrslan var gerð opinber öllum aðildarríkjum stofnunarinnar í dag að því er fram kemur í yfirlýsingu.
Danir senda herlið til Eystrasaltsríkja
Danir hafa lýst sig reiðubúna til að senda fjórar F-16 orrustuþotur og freigátu til Eystrasaltsríkja. Trine Bramsen varnarmálaráðherra og Jeppe Kofod utanríkisráðherra tilkynntu þetta í dag eftir fund með utanríkismálanefnd þingsins.
10.01.2022 - 14:12
Útgöngubann í Lettlandi til 15. nóvember
Kórónuveirufaraldurinn geisar af fullum þunga í Eystrasaltslöndunum. 21. október tók útgöngubann gildi en því er ætlað að standa til 15. nóvember. Þetta er gert til að minnka álagið á heilbrigðiskerfið en smitum hefur fjölgað undanfarnar vikur og mánuði mjög hratt.
24.10.2021 - 13:36
Líkja aðgerðum Hvítrússa við árás á Evrópusambandið
Forsætisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Póllands hvöttu í dag til þess að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér gegn Hvíta-Rússlandi fyrir það hvernig ríkið stendur að flóttamannamálum.
23.08.2021 - 09:38
Steingrímur heiðursgestur í sjálfstæðisafmæli Eistlands
Forseti Alþingis er sérstakur heiðursgestur þjóðþings Eistlands og flutti í dag ávarp við hátíðahöld í Tallinn í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis landsins.
20.08.2021 - 11:05
Segir flugstjórann hafa neyðst til að lenda í Minsk
Flugstjóri farþegaþotu Ryanair sem gert var að lenda í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands 23. maí síðastliðinn átti ekki annars úrkosta að sögn forstjóra flugfélagsins. 
16.06.2021 - 02:24
Eystrasaltsríkin vísa Rússum einnig úr landi
Eystrasaltsríkin tilkynntu í morgun að þau myndu vísa alls fjórum rússneskum sendiráðsfulltrúum úr landi. Tveimur verður gert að fara frá Litháen og einum frá Eistlandi og Lettlandi.
23.04.2021 - 14:49
Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.
Kynjajafnrétti og alþjóðasamskipti rædd á NB8 fundi
Kynjajafnrétti var í brennidepli á fjarfundi utanríkisráðherra NB8 ríkjanna á föstudaginn. NB8 er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja sem efnt var til árið 1992.
Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst. 
23.08.2020 - 12:46
Evrópusambandið þrýstir á hvítrússnesk stjórnvöld
„Forsetinn hlýtur að átta sig á að það er löngu komin þörf fyrir breytingar," segir Svetlana Tikhanovskaya um Alexander Lúkasjenkó. Hún svaraði spurningum á blaðamannafundi í Vilníus í Litáen í morgun þar sem hún ítrekaði að efna yrði til nýrra forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi.