Færslur: Eyrarbakki

Óttast um framtíð skólastarfs á Eyrarbakka
Hiti er í íbúum á Stokkseyri og Eyrarbakka vegna vanda sem skapast hefur af myglu í skóla þeirra. Varaformaður íbúaráðs Eyrarbakka segir að fólk sé hrætt um að missa skóla varanlega úr þorpinu.
17.03.2022 - 13:44
Björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar föstum bílum
Björgunarsveitir frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Suðurnesjum voru kallaðar út í kvöld til að aðstoða ökumenn í föstum bílum á Suðurstrandarvegi. Vont veður er á svæðinu, skafrenningur og þungfært.
Sjór og grjót gekk á land á Stokkseyri og Eyrarbakka
Gríðarlegur sjógangur var við Stokkseyri og Eyrarbakka í nótt. Sjór og grjót gekk yfir Gaulverjabæjarveg og Stokkseyrarbryggja var á kafi í sjó í gærkvöldi. Veginum var lokað og björgunarsveitir báðu fólk að vera ekki á ferli.
08.02.2022 - 08:18
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Skólastarf á Eyrarbakka og Stokkseyri hefst á morgun
Skólastarf á Stokkseyri og Eyrarbakka hefst á ný á morgun. Það hefur legið niðri síðan 90 nemendur og 30 starfsmenn voru sendir í sóttkví eftir að barn í skólanum greindist með COVID-19 á laugardag.
28.04.2021 - 16:47
Skólabörn á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví
Öll börn í fyrsta til sjötta bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eiga að fara í sóttkví frá og með sunnudeginum 25. apríl til og með 27. apríl eftir að nemandi við skólann greindist með COVID-19.
26.04.2021 - 00:10
Landinn
Dreymir um safn fyrir íslensk spil
„Það er voða erfitt að fullyrða nokkuð um þjóðina per se, við skulum tala frekar um að vissar ættir séu meira í spilamennsku en aðrar, það kemur dálítið í ljós að þetta er dálítið fjölskyldutengt hvað menn eru að spila mikið. Sumar fjölskyldur koma ekki nálægt neinu meðan aðrar eru síspilandi. Ég hef rakið eina fjölskyldu norður í landi sem hefur spilað líklegast sama spilið í 150 ár," segir þjóðfræðingurinn og spilasafnarinn Tómas V. Albertsson.
17.03.2021 - 08:00
Íbúar á Sólvöllum með COVID-19 verða líklega áfram þar
Þeir ellefu íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka sem hafa greinst með COVID-19 verða sennilega áfram þar í stað þess að fara til Reykjavíkur eins og stóð til. Aðeins sex íbúar á Sólvöllum hafa ekki greinst með COVID-19 og Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, telur allt eins líklegt þeir verði fluttir annað.
26.10.2020 - 12:02
Myndband
Fangar á Litla-Hrauni skáru út jólasveinanöfn
Fangar á Litla-Hrauni hafa skorið út nöfn sjötíu og sjö jólasveina, sem hengd hafa verið upp víðs vegar um Eyrarbakka. Flórsleikir og Lungnaslettir eru þar á meðal.
26.12.2019 - 21:20

Mest lesið