Færslur: eyjafjörður
Sjór gusast yfir lóðina
Sjóvarnargarðurinn í Hrísey er kominn til ára sinna og mikil þörf á lagfæringu. Hríseyingur segir sjó flæða upp á lóð til sín og að hús séu í hættu.
15.11.2020 - 13:08
Ætla að rukka fyrir bílastæði á Akureyri
Stefnt er að því að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði í miðbæ Akureyrar í maí á næsta ári. Í um 15 ár hafa gjaldfrjálsar bílastæðaklukkur verið notaðar.
13.11.2020 - 16:44
Óska eftir sýnum úr Tröllaskagahólfi
Matvælastofnun óskar eftir sýnum úr fé í Tröllaskagahólfi. Úr fé sem hefur drepist heima eða verið slátrað þar. Þar sem riðusmit hefur verið staðfest er talið mikilvægt að rannsaka útbreiðslu þess hratt og örugglega
23.10.2020 - 13:29
Fjögur flutt á sjúkrahús eftir að bíll valt
Tvær stúlkur og tveir drengir, á aldrinum 16 og 17 ára, voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að bíll valt í Eyjafirði um hálf eitt leytið í nótt. Kolbrún Jónsdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum á malarkafla á Hólavegi.
16.10.2020 - 07:34
Rýmingu bæjanna undir Hleiðargarðsfjalli aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við þann síðarnefnda.
14.10.2020 - 17:55
Hús rýmd og enn hætta á aurskriðum
Hús í námunda við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hafa verið rýmd, þar féll stór aurskriða ofan við bæinn Gilsá 2 í gær og enn er hætta á skriðum. Eyjafjarðarbraut vestari frá Sandhólum hefur verið lokað og einnig frá brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda.
07.10.2020 - 17:51
Nýr héraðsfréttamiðill verður til
Nýr héraðsfréttamiðill á Norðurlandi hefur göngu sína í næstu viku, en hann verður til með sameiningu tveggja rótgróinna héraðsfréttamiðla, Vikudags og Skarps.
26.06.2020 - 15:46
Vilja fresta ákvörðun um friðun Eyjafjarðar
Sveitastjórn Grýtubakkahrepps vill að ákvörðun um friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi verði frestað þar til reynsla annarra svæða verður þekkt.
24.06.2020 - 16:07
Segja Vaðlaheiðargöng örugg í jarðskjálftum
Jarðgöng eru almennt talin örugg í jarðskjálftum, enda nýjustu jarðgöng sérstaklega hönnuð til að standast jarðskjálfta. Þetta er ítrekað í færslu á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.
23.06.2020 - 16:30
Um 30 jarðskjálftar við Eyjafjörð
Um þrjátíu jarðskjálftar hafa mælst við mynni Eyjafjarðar í skjálftahrinu sem hófst rétt eftir klukkan eitt í dag. Sérfræðingur segir þó að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af skjálftunum.
19.06.2020 - 15:47
Vill að sveitarfélög ræði saman vegna fiskeldis
Sveitarfélög á Norðurlandi eru á öndverðum meiði um hvort fiskeldi í Eyjafirði eigi að vera leyfilegt. Sjávarútvegsráðherra boðaði til fundar í Hofi í gær þar sem málefnið var rætt. Spurður hvort hann vildi friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi sagði ráðherrann hans persónulega mat ekki skipta máli.
12.06.2020 - 18:00
Óska eftir umsögnum um mögulega friðun fyrir fiskeldi
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því við Fiskistofu, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun, og viðkomandi sveitarstjórnir, að veita umsögn um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við laxeldi í sjókvíum. Hart hefur verið deilt um mögulega friðun í Eyjafirði.
11.06.2020 - 13:43
Hvalasöngurinn ómar í Eyjafirði
Tveir hnúfubakar hafa haldið sig í og við Pollinn á Akureyri undanfarna mánuði. Verið er að rannsaka hvað skýrir auknar hvalagöngur í Eyjafjörð og hafa vísindamenn orðið þess áskynja að tilhugalífið í firðinum sé í fullum blóma.
22.01.2020 - 09:13