Færslur: eyjafjörður

Aukin þörf fyrir fjárhagsstuðning í Eyjafirði
Hjálparsamtök við Eyjafjörð hafa sameinast um að stofna velferðarsjóð sem á að bregðast við aukinni þörf fyrir fjárhagsaðstoð.
Sex herskip NATO við æfingar í Eyjafirði
Sex herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins (NATO) eru úti fyrir Akureyri.
07.06.2022 - 18:17
Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa
197 skemmtiferðaskip eru bókuð til hafnar á Akureyri, Grímsey og Hrísey í sumar, með samanlagt um 200.000 farþega innanborðs. Hjá Faxaflóahöfnum hafa þegar verið bókaðar 194 skipakomur í sumar með um 219.000 farþega um borð.
22.01.2022 - 06:21
Landinn
Sútar seli, mýs og hvalatyppi
„Fólk er farið að hugsa um að nýta betur og margir vilja læra að súta. Fyrir svona 20/30 árum síðan vildi enginn koma nálægt þessu en það hefur breyst,“ segir Lene Zachariassen sútari og listakona á Hjalteyri við Eyjafjörð.
14.12.2021 - 09:02
Sjónvarpsfrétt
Miklar framkvæmdir framundan
Eftir miklar vegaskemmdir í vatnavöxtunum á Norðurlandi um mánaðamótin er töluvert viðgerðarstarf enn eftir. Í Fnjóskadal eru viðgerðir langt komnar en við Þverá í Eyjafirði urðu skemmdir það miklar að nokkra mánuði mun taka að gera við veginn.
16.07.2021 - 11:31
Sjónvarpsfrétt
Vatn flæðir inn á tún og tjaldsvæði
Hættuástandi var lýst yfir á Norðurlandi eystra í gær vegna vatnavaxta í ám og vötnum. Vegir hafa farið í sundur, brýr lokast, flætt hefur yfir tún bænda og tjaldsvæðum verið lokað. Ástæðan er hlýindi síðustu daga.
02.07.2021 - 13:30
Rafmagnslaust í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal
RARIK tilkynnti um rafmagnsbilun í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal. Bilunin varð klukkan 11:20 þegar rofnaði. Unnið er að því að finna orsök bilunarinnar og er fólk beðið um að hafa samband við svæðisvakt RARIK á Norðurlandi í síma 528-9690 ef það hefur einhverjar upplýsingar eða hefur orðið vart við eitthvað sem kynni að skýra bilunina.
02.07.2021 - 12:45
Fyrsti sláttur við Eyjafjörð
Eftir einstaklega kaldan maí og hret í júní er nú hálfgerð hitabylga á norðurlandi. Bændur við Eyjafjörð eru nú byrjaðir á fyrsta slætti sumarsins
01.07.2021 - 10:35
Landinn
Nuddari í mongólsku tjaldi
Á bænum Hraukbæjarkoti í Kræklingahlíð í Eyjafirði stendur mongólskt tjald, eða yurt. Í tjaldinu er rekin nuddstofa og nuddarinn er frá Hollandi.
17.02.2021 - 09:43
Innlent · Mannlíf · landinn · eyjafjörður · nudd · Holland
Sjór gusast yfir lóðina
Sjóvarnargarðurinn í Hrísey er kominn til ára sinna og mikil þörf á lagfæringu. Hríseyingur segir sjó flæða upp á lóð til sín og að hús séu í hættu.
15.11.2020 - 13:08
Ætla að rukka fyrir bílastæði á Akureyri
Stefnt er að því að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði í miðbæ Akureyrar í maí á næsta ári. Í um 15 ár hafa gjaldfrjálsar bílastæðaklukkur verið notaðar.
13.11.2020 - 16:44
Óska eftir sýnum úr Tröllaskagahólfi
Matvælastofnun óskar eftir sýnum úr fé í Tröllaskagahólfi. Úr fé sem hefur drepist heima eða verið slátrað þar. Þar sem riðusmit hefur verið staðfest er talið mikilvægt að rannsaka útbreiðslu þess hratt og örugglega
Fjögur flutt á sjúkrahús eftir að bíll valt
Tvær stúlkur og tveir drengir, á aldr­in­um 16 og 17 ára, voru flutt á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri eft­ir að bíll valt í Eyjafirði um hálf eitt leytið í nótt. Kolbrún Jónsdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir í samtali við fréttastofu að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum á malarkafla á Hólavegi.
16.10.2020 - 07:34
Rýmingu bæjanna undir Hleiðargarðsfjalli aflétt
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við þann síðarnefnda.
Hús rýmd og enn hætta á aurskriðum
Hús í námunda við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hafa verið rýmd, þar féll stór aurskriða ofan við bæinn Gilsá 2 í gær og enn er hætta á skriðum. Eyjafjarðarbraut vestari frá Sandhólum hefur verið lokað og einnig frá brúnni yfir Eyjafjarðará við Vatnsenda.
07.10.2020 - 17:51
Nýr héraðsfréttamiðill verður til
Nýr héraðsfréttamiðill á Norðurlandi hefur göngu sína í næstu viku, en hann verður til með sameiningu tveggja rótgróinna héraðsfréttamiðla, Vikudags og Skarps.
26.06.2020 - 15:46
Vilja fresta ákvörðun um friðun Eyjafjarðar
Sveitastjórn Grýtubakkahrepps vill að ákvörðun um friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi verði frestað þar til reynsla annarra svæða verður þekkt.
24.06.2020 - 16:07
Segja Vaðlaheiðargöng örugg í jarðskjálftum
Jarðgöng eru almennt talin örugg í jarðskjálftum, enda nýjustu jarðgöng sérstaklega hönnuð til að standast jarðskjálfta. Þetta er ítrekað í færslu á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.
23.06.2020 - 16:30
Um 30 jarðskjálftar við Eyjafjörð
Um þrjátíu jarðskjálftar hafa mælst við mynni Eyjafjarðar í skjálftahrinu sem hófst rétt eftir klukkan eitt í dag. Sérfræðingur segir þó að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af skjálftunum.
19.06.2020 - 15:47
Myndskeið
Vill að sveitarfélög ræði saman vegna fiskeldis
Sveitarfélög á Norðurlandi eru á öndverðum meiði um hvort fiskeldi í Eyjafirði eigi að vera leyfilegt. Sjávarútvegsráðherra boðaði til fundar í Hofi í gær þar sem málefnið var rætt. Spurður hvort hann vildi friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi sagði ráðherrann hans persónulega mat ekki skipta máli.
Óska eftir umsögnum um mögulega friðun fyrir fiskeldi
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því við Fiskistofu, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun, og viðkomandi sveitarstjórnir, að veita umsögn um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við laxeldi í sjókvíum. Hart hefur verið deilt um mögulega friðun í Eyjafirði.
11.06.2020 - 13:43
Myndskeið
Hvalasöngurinn ómar í Eyjafirði
Tveir hnúfubakar hafa haldið sig í og við Pollinn á Akureyri undanfarna mánuði. Verið er að rannsaka hvað skýrir auknar hvalagöngur í Eyjafjörð og hafa vísindamenn orðið þess áskynja að tilhugalífið í firðinum sé í fullum blóma.
22.01.2020 - 09:13