Færslur: Eyjaálfa
Stefna að opnun landamæra í október
Nýsjálendingar stefna að því að opna landamærin að fullu í október, að því er Jacinda Ardern, forsætisráðherra tilkynnti í morgun. Í lok þessa mánaðar verður þó bólusettum Nýsjálendingum frá Ástralíu leyft að snúa heim.
03.02.2022 - 10:56
Ástralir veita bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna
Áströlsk heilbrigðisyfirvöld hafa veitt bráðabirgðaleyfi til bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Ætlunin er að hefjast handa við bólusetningar snemma á nýju ári fáist fullnaðarleyfi.
04.12.2021 - 23:16
Fyrsta kórónuveirutilfellið greinist á Cook-eyjum
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar hefur greinst á Cook-eyjum í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar hafa sjálfstjórn en eru í frjálsu sambandi við Nýja Sjáland. Þar búa um 17 þúsund manns.
04.12.2021 - 05:55
Fyrsta innanlandssmitið af völdum omikrón í Ástralíu
Fyrsta tilfellið innanlands af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar greindist í Ástralíu í dag. Sá smitaði er nemandi við skóla í Sydney sem hefur ekki farið út fyrir landsteinana. Skólanum var umsvifalaust lokað og fjölskylda þess smitaða er sögð vera í sóttkví.
03.12.2021 - 02:10
Nýsjálenskir friðargæsluliðar halda til Salómonseyja
Nýsjálsenskir hermenn bætast við fjölþjóðlegt friðargæslulið sem ætlað er að halda uppi lögum og reglum á Salómonseyjum. Óeirðir á eyjunum í síðustu viku kostuðu þrjú mannslíf og mikið eignatjón í höfuðborginni Honiara.
01.12.2021 - 05:49
Ástralía: Flugmaður talinn hafa myrt tjaldferðalanga
Hálfsextugur atvinnuflugmaður var handtekinn í Viktoríu-ríki í Ástralíu á mánudaginn var, grunaður um að hafa orðið tjaldferðalöngum á áttræðisaldri að bana í mars á síðasta ári.
26.11.2021 - 06:14
Miklar óeirðir skekja Salómónseyjar
Miklar óeirðir hafa skekið Salómónseyjar í Suður-Kyrrahafi undanfarna þrjá daga. Þúsundir vopnaðra óeirðaseggja hafa farið um götur í höfuðborginni Honiara og kveikt í húsum og vöruskemmum.
26.11.2021 - 03:52
Nýsjálendingar láta af útgöngubanni í næsta mánuði
Ætlunin er að láta af útgöngubanni í Auckland, fjölmennustu borg Nýja Sjálands, snemma í næsta mánuði. Forsætisráðherra landsins kynnti nýjar reglur um viðbrögð við faraldrinum í morgun.
22.11.2021 - 06:22
Örlítil glufa til viðbótar opnuð við landamæri Ástralíu
Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti í morgun að erlendum námsmönnum og erlendu fagmenntuðu starfsfólki verði að nýju heimilað að koma til landsins. Háskólar hafa kallað eftir breytingum á ströngum ferðareglum.
22.11.2021 - 04:51
Mótmæli á Nýja Sjálandi gegn Covid-ráðstöfunum
Þúsundir Nýsjálendinga tóku í morgun þátt í mótmælum gegn hörðum samkomutakmörkunum í landinu. Strangar samkomutakmarkanir og útgöngubann eru meðal þeirra ráða sem nýsjálensk stjórnvöld hafa gripið til svo hamla megi útbreiðslu faraldurins.
09.11.2021 - 05:40
Stefnubreyting í baráttunni við faraldurinn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, viðurkenndi í morgun að nýrrar stefnu væri þörf í baráttu við kórónuveirufaraldurinn. Fjölgun bólusettra auðveldi stefnubreytinguna en Delta-afbrigðið breytti sviðsmyndinni mjög. Smám saman verður slakað á takmörkunum í Auckland, stærstu borg landsins.
04.10.2021 - 06:33
Landamærareglur hertar á Nýja Sjálandi
Hertar landamærareglur voru tilkynntar á Nýja Sjálandi í morgun. Allir ferðalangar, 17 ára og eldri, búsettir utan Nýja Sjálands skulu vera fullbólusettir ætli þeir sér að heimsækja landið.
03.10.2021 - 05:26
Forsætisráðherra Nýja Suður Wales segir af sér
Gladys Berejiklian forsætisráðherra Nýja Suður Wales, fjölmennasta ríki Ástralíu sagði af sér í morgun. Ástæða afsagnarinnar er yfirstandandi rannsókn á meintri spillingu hennar.
01.10.2021 - 07:10
Skammt í opnun landamæra Ástralíu eftir 18 mánaða lokun
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu tilkynnti í morgun að tekið yrði til við að opna landamærin að nýju í næsta mánuði. Það veltur á því að bólusetning gegn COVID-19 gangi samkvæmt áætlun.
01.10.2021 - 04:54
Ný og hert hryðjuverkalöggjöf á Nýja Sjálandi
Ný hryðjuverkalöggjöf tók gildi á Nýja Sjálandi í morgun. Ákveðið var að herða slíka löggjöf í landinu eftir hryðjuverkaárás í Auckland snemma í september.
30.09.2021 - 06:58
Útgöngubanni aflétt í Melbourne í lok október
Íbúar Melbourne, næststærstu borgar Ástralíu, mega búast við að útgöngubann verði ekki lengur í gildi seinni hluta október-mánaðar gangi bólusetningaráætlanir stjórnvalda eftir. Um fimm milljónir íbúa borgarinnar hafa þurft að halda sig heimavið frá því 5. ágúst síðastliðinn.
19.09.2021 - 08:24
Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.
19.09.2021 - 04:29