Færslur: eyðibýli

Heppnir geta fundið yfirgefna list á víðavangi
Myndlistarmaðurinn Guðmundur Óli Pálmason, eða Kuggur, tekur drungalegar ljósmyndir af íslenskri náttúru, og skilur þær eftir á víðavangi fyrir heppna vegfarendur. Sjálfur segist hann vera með hálfgert „eyðibýlablæti“.
15.07.2020 - 13:30
Vill skýrari leikreglur í ráðstöfun bújarða
„Vel ræktanlegar jarðir eiga að vera í notkun til matvælaframleiðslu“, segir í svari Sigrúnar Magnúsdóttur Umhverfisráðherra við fyrirspurn Fréttastofu vegna eyðijarða í Meðallandi. Hún segir að skipun starfshóps ráðuneyta vegna ríkisjarða gæti orðið til bóta og að hlutverk Landgræðslunnar sé að græða land, en ekki safna bújörðum.
01.12.2015 - 17:36
700 hús í eyðibýlaskrá
Fjórða og síðasta sumrinu við skráningu eyðibýla á Íslandi er nú að ljúka. Alls hafa verið skráð um 700 hús, en hópur háskólanema í ýmsum greinum hefur séð um verkið með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
06.08.2014 - 14:35