Færslur: Evrópuþingið

Le Pen enn og aftur ákærður fyrir hatursorðræðu
Réttarhöld hefjast á morgun yfir Jean-Marie Le Pen stofnanda Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Le Pen er ákærður fyrir hatursorðræðu í garð poppstjörnu af gyðingaættum en Le Pen hefur hlotið nokkra dóma í sambærilegum málum.
Varaformaður Danska þjóðarflokksins dæmdur í fangelsi
Morten Messerschmidt, varaformaður Danska þjóðarflokksins, var í dag fundinn sekur um fjársvik og skjalafals. Héraðsdómur í Lyngby kvað upp dóm í morgun og var Messerschmidt dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dæmdur nýnasisti á Evrópuþinginu sendur til Grikklands
Grískur þingmaður á Evrópuþinginu og dæmdur nýnasisti, sem handtekinn var í Belgíu á dögunum eftir að hann var sviptur þinghelgi, var í gær fluttur til Grikklands og færður í hendur þarlendra yfirvalda. AFP fékk þetta staðfest hjá flugvallarlögreglu í Aþenu.
Þingmenn hvetja stjórnvöld til að viðurkenna þjóðarmorð
Hópur þingmanna úr nokkrum stjórnmálaflokkum hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að íslensk stjórnvöld viðurkenni að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Evrópuþingmaður sviptur þinghelgi
Evrópuþingið svipti í dag Grikkjann Ioannis Lagos þinghelgi. Hann er fyrrverandi formaður gríska nýnasistaflokksins Gullinnar dögunar. Nokkrum klukkustundum síðar var hann tekinn höndum í Brussel.
27.04.2021 - 15:19
Katalónskir Evrópuþingmenn sviptir friðhelgi
Evrópuþingið aflétti í dag friðhelgi Carles Puigdemonts,forseta katalónsku heimastjórnarinnar, og tveggja annarra evrópuþingmanna sem eru eftirlýstir af spænskum yfirvöldum vegna baráttu þeirra fyrir sjálfstæði Katalóníu. Puigdemont ætlar að áfrýja til Evrópudómstólsins.
09.03.2021 - 17:42
Evrópuþingmaður krafinn skýringa á fordómafullum orðum
Viktor Uspaskich litháenskur þingmaður á Evrópuþinginu þarf að útskýra ástæður þess að hann kaus að kalla samkynhneigt og transfólk „öfugugga“ í myndbandi sem hann birti á Facebook síðu sinni. Honum er gefið svigrúm til fimmtudags til útskýringa og að biðjast afsökunar á orðum sínum.
12.01.2021 - 02:19
Mikilvægur Brexit símafundur áætlaður í dag
Samningamenn Bretlands og Evrópusambandsins gera tilraun til að leysa úr þrátefli samningaviðræðnanna með því að kalla þau Boris Johnson forsætisráðherra og Ursulu Von Der Leyen forseta framkvæmdarstjórnar ESB að borðinu. Til stendur að þau haldi símafund í dag.
Sagði af sér eftir meint kynlífspartý
Ungverskur þingmaður Evrópuþingsins hefur sagt af sér í kjölfar frétta um að hann hefði verið handtekinn eftir kynlífspartý í Brüssel. Hann hefur verið valdamikill í flokki Viktors Orban forseta landsins.
02.12.2020 - 21:54
Myndskeið
Puigdemont berst fyrir sjálfstæði á Evrópuþinginu
Carles Puigdemont, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Katalóníu, gagnrýndi spænsk stjórnvöld harðlega þegar hann kom í dag til síns fyrsta fundar á Evrópuþinginu í Strassborg. Hann hét því að halda sjálfstæðisbaráttunni áfram á þeim vettvangi.
13.01.2020 - 16:15
Fær ekki að hefja störf á Evrópuþinginu
Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti Katalóníu, fær ekki að taka við sæti sínu á Evrópuþinginu sem stendur. Hann var kosinn á þingið nú í maí. Junqueras situr í fangelsi fyrir þátttöku sína í sjálfræðistilraun Katalóníu árið 2017, en beðið er dóms í málinu.
Myndskeið
Gjáin dýpri á milli andstæðra fylkinga
Þjóðernissinnar og Græningjar styrktu stöðu sína á Evrópuþinginu í kosningunum í gær, á meðan flokkar nær miðju töpuðu fylgi. Úrslit kosninganna hafa margvísleg áhrif í ríkjum Evrópusambandsins.
Vinstrimenn sigruðu í Hollandi
Verkamannaflokkurinn vann sigur í kosningum til Evrópuþingsins í Hollandi samkvæmt útgönguspám. Þeir höfðu betur í baráttunni við Frjálslynda flokkinn, undir stjórn Mark Rutte forsætisráðherra, og bandalag popúlista.
Myndskeið
Þjóðernissinnum fjölgar líklega á Evrópuþingi
Útlit er fyrir að enn fleiri þjóðernissinnaðir flokkar nái sætum á Evrópuþinginu næstu helgi. Það hefur þó reynst þeim flestum erfitt að mynda stór bandalög þar sem flestir flokkanna starfa fyrst og fremst með hagsmuni sinna landsmanna í huga.
Myndskeið
Berjast um þingsæti sem þau kæra sig ekki um
Í tugi þingsæta á Evrópuþinginu setjast á næstunni þingmenn sem gert er ráð fyrir að skilji sætin eftir auð skömmu síðar. Margir þeirra hafa það eitt á stefnuskránni að yfirgefa Evrópusambandið. Bretar eru á leið úr ESB en taka samhliða þátt í kosningabaráttu fyrir sæti á Evrópuþinginu.
21.05.2019 - 22:11
Fleiri en 400 milljónir á kjörskrá
Fleiri en fjögur hundruð milljón Evrópubúar eru á kjörskrá fyrir kosningar til Evrópuþingsins næstu helgi. Þingið er sá ákvarðanatökuvettvangur sem hefur hvað mest áhrif á daglegt líf Íslendinga, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Má bjóða sig fram til Evrópuþings
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta í Katalóníu, er heimilt að bjóða sig fram til setu á Evrópuþinginu. Dómstóll í Madríd komst að þeirri niðurstöðu í dag. Kjörstjórn hafði áður úrskurðað að hann gæti ekki boðið sig fram.
06.05.2019 - 14:18
Einn af hverjum tíu styður hægriöfgamenn
Einn af hverjum tíu kjósendum í kosningum til Evrópuþingsins, sem fram fara í maí, hefur í hyggju að kjósa flokka sem bjóða fram undir merkjum hægri popúlista. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.
26.04.2019 - 15:15
Samþykktu vernd uppljóstrara
Evrópuþingið samþykkti í dag með miklum meirihluta reglur um vernd uppljóstrara. Þeim er ætlað að koma í veg fyrir að hægt verði að beita þá hefndum þegar þeir afhjúpa hneykslis-, spillingar- og svikamál af ýmsu tagi. Nýju reglurnar studdi 591 þingmaður, 29 voru á móti og 33 sátu hjá.
16.04.2019 - 15:00
Deilt um höfundarrétt á efni á netinu
Þingmenn á Evrópuþinginu greiða í dag atkvæði um afar umdeilda tillögu sem gengur út á að breyta reglum um höfundarrétt á efni sem sett er á samfélagsmiðla eins og Facebook og Youtube. Fjölmiðlar og tónlistarfyrirtæki styðja breytingarnar, sem ganga út á að tryggja betur höfundarrétt á efni og gera netfyrirtækin ábyrg fyrir því að halda þann rétt í heiðri
26.03.2019 - 09:39
Marine Le Pen sökuð um meiri fjárdrátt
Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi frönsku þjóðfylkingarinnar, er sögð hafa svikið út úr sjóðum Evrópuþingsins sem nemur meira en hálfum milljarði króna með því að þiggja greiðslur til starfsmanna sem sagðir voru vinna fyrir evrópuþingmenn flokkins, en voru í raun að vinna fyrir Þjóðfylkinguna í Frakklandi. Ásakanir um fals Le Pen hafa legið fyrir lengi, en upphæðirnar sem nú er rætt um eru meira en helmingi hærri en áður var talið.
27.04.2017 - 20:23
Klagaður fyrir karlrembu á Evrópuþinginu
Pólskur þingmaður á Evrópuþinginu liggur nú undir ámæli fyrir ummæli sem hann lét falla í gær um að konur ættu að þéna minna en karlmenn, því þær væru ekki eins sterkar og gáfaðar. Þingmaðurinn, Januz Korwin-Mikke hefur áður fengið skammir og sektir frá þinginu fyrir ummæli sem þykja bera vott um kynþáttahatur og andúð á Gyðingum.
03.03.2017 - 14:17
Danski þjóðarflokkurinn skal endurgreiða
Klaus Welle, framkvæmdastjóri Evrópuþingsins, hefur krafist endurgreiðslu á því sem svarar rúmlega 2,2 milljónum íslenskra króna vegna útgjalda Danska þjóðarflokksins sem greidd voru af Evrópusambandinu. Welle segir að kostnaðurinn, sem var vegna skútusiglingar, eigi ekki að greiðast af ESB. Morten Messerschmidt, leiðtogi flokksins á Evrópuþinginu, segir að siglingin hafi verið hluti af kosningabaráttu og innan ramma þess sem ESB beri að greiða.