Færslur: Evrópusamstarf

Framtíðarsamningar við Bretland í farvatninu
Á fundi á föstudag komu aðalsamningamenn EES/EFTA ríkjanna og Bretlands sér saman um sameiginlegt umboð um málefnalista sem vilji er til þess að ná samkomulagi um. Fundurinn var annar fundur aðalsamningamanna EES/EFTA ríkjanna og Bretlands og var fjarfundur.
22.07.2020 - 19:36
Sögulegt samkomulag í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um fjárhagslegan stuðning við þau ríki sambandsins sem illa hafa orðið úti í kórónuveirufaraldrinum.
Málamiðlun í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð málamiðlun í þeim þætti umræðnanna um bjargráðasjóð vegna Covid-19 sem snýr að því hvort neita megi þeim ríkjum um aðstoð af hálfu sambandsins sem talin eru fara á svig við regluverk þess.
21.07.2020 - 02:21
„Maður er stundum dálítið einn hér á Íslandi“
Sykurskattur, inn- og útflutningur á vatni í plastflöskum og kostnaðarþátttaka sjúklinga er meðal þess sem er Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, efst í huga að loknum fundi með fulltrúum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og ráðamönnum evrópskra smáríkja sem hafa innan við milljón íbúa. Hlýða má á umfjöllun Spegilsins í spilaranum hér fyrir ofan.
27.06.2018 - 17:24