Færslur: Evrópumótið 2020

Miðalausar bullur ryðjast inn á Wembley
Fjöldi manns hefur ruðst gegnum járngirðingar fyrir utan leikvanginn þar sem úrslitaleikur Evrópumótsins í fótbolta fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Myndskeið á samfélagsmiðlum sýna algera ringulreið við innganga leikvangsins.
11.07.2021 - 17:59
Eftirvæntingin mikil í bæði Róm og Lundúnum
Úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu karla fer fram á hinum sögufræga Wembley-leikvangi í Lundúnum í kvöld. Heimamenn munu þá mæta ítalska liðinu. Englendingar hafa aldrei orðið Evrópumeistarar og Ítalir unnu titilinn síðast árið 1968. Eftirvæntingin er mikil í löndunum og ræddi fréttastofa við Íslendinga búsetta í Lundúnum og Róm. Þau segja spennuna vera mikla fyrir kvöldinu.
11.07.2021 - 17:14
Óttast hópsmit eftir úrslitaleikinn á EM
Bresk yfirvöld hafa varað við smithættunni samfara fjölmennum samkomum fyrir úrslitaleikinn á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Óttast er að hið bráðsmitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar fari á flug í framhaldinu.
11.07.2021 - 13:43