Færslur: Evrópulöggjöf

Viðtal
Twitter-notendur ráða því hvort Musk losar um hömlur
María Rún Bjarnadóttir, doktor í internet- og mannréttindalögfræði og varaformaður fjölmiðlanefndar, efast um að Elon Musk hrindi í framkvæmd áformum sínum um að losa hömlur á Twitter þannig að tjáning geti verið óheft og að útrýma reikningum gervimenna. Mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum af áformum Musk og Evrópusambandið minnti hann í dag á að hann yrði að fara að Evrópulöggjöf.
Evrópusambandið sendir Elon Musk tóninn
Evrópusambandið varaði athafnamanninn Elon Musk við því í morgun að Twitter, sem Musk hefur gert tilboð í, verði að fara að Evrópulöggjöf. Stjórn Twitter hefur samþykkt 44 milljarða dala kauptilboð Musks, sem eru 5.700 milljarðar íslenskra króna. Hann hefur lýst áhuga á breytingum á Twitter sem lúta að því að slaka á hömlum á birtingum og á gervireikningum.
26.04.2022 - 10:59