Færslur: Evrópudeildin

Myndskeið
Draumi líkast að mæta spænsku stórliði
Karlalið Stjörnunnar í fótbolta komst áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar gegn Levadia frá Eistlandi á fimmtudag. Stjarnan mætir spænska stórliðinu Espanyol í næstu umferð og segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar að það sé draumi líkast að mæta svo stóru liði.
22.07.2019 - 08:00
Chelsea vann Evrópudeildina
Chelsea er Evrópudeildarmeistari í fótbolta eftir 4-1 sigur gegn Arsenal í úrslitaleik keppninnar í kvöld.
29.05.2019 - 20:50
Treystir sér ekki til Aserbaídsjan
Henrikh Mkhitaryan, leikmaður enska fótboltaliðsins Arsenal, mun missa af úrslitaleik liðsins í gegn Chelsea í Evrópudeildinni í lok mánaðar. Leikurinn fer fram í Bakú í Aserbaídsjan.
21.05.2019 - 16:30
Gæti misst af úrslitaleik vegna alþjóðadeilu
Óvíst er hvort Henrikh Mkhitaryan, miðjumaður Arsenal, getur tekið þátt í úrslitaleik liðsins gegn Chelsea í Evrópudeildinni í fótbolta í lok mánaðarins. Leikurinn fer fram í Bakú í Aserbaísjan.
11.05.2019 - 10:30
Myndskeið
„Hvað eru menn hjá UEFA að borða í morgunmat?“
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir mikilli gagnrýni af hálfu stuðningsmanna Arsenal, Chelsea, Liverpool og Tottenham vegna framkomu þeirra við stuðningsmenn félaganna. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tók undir með gagnrýnisröddum á blaðamannafundi í dag.
10.05.2019 - 18:45
Arsenal vann Valencia - jafnt hjá Chelsea
Fyrri leikir undanúrslita í Evrópudeildinni í fótbolta fóru fram í kvöld. Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea voru bæði í eldlínunni.
02.05.2019 - 21:05
Sigrar hjá Arsenal og Chelsea
Fjórir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Arsenal og Chelsea unnu bæði sína leiki.
11.04.2019 - 20:55
Burnley áfram eftir framlengingu
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru komnir áfram í Evrópudeildinni eftir 1-0 sigur á tyrkneska félaginu Istanbul Basaksehir á Turf Moor í kvöld. Framlengja þurfti leikinn til að útkljá úrslitin.
16.08.2018 - 21:34
Valur úr leik þrátt fyrir sigur
Valur vann moldóvska félagið Sheriff Tiraspol 2-1 í forkeppni Evrópudeildarinnar á Hlíðarenda í kvöld en er þó úr leik. Einvígið fór 2-2 samtals en Sheriff kemst áfram á marki skoruðu á útivelli.
16.08.2018 - 21:25
Viðar Örn og Hjörtur áfram í Evrópudeildinni
Knattspyrnumennirnir Viðar Örn Kjartansson og Hjörtur Hermannsson komust báðir áfram í Evrópudeildinni eftir sigra liða þeirra í kvöld.
16.08.2018 - 20:23
Jóhann Berg spilaði klukkutíma í jafntefli
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley gerðu 0-0 jafntefli gegn Istanbul Basaksehir í Tyrklandi í kvöld. Leikurinn var hluti af 3. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar.
09.08.2018 - 20:29
Svekkjandi tap Vals í Moldóvu
Sheriff Tiraspol vann Val 1-0 á Sheriff-vellinum í Moldóvu í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 3. umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar.
09.08.2018 - 18:54
Viðar Örn og Jóhann Berg báðir áfram
Ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv og enska liðið Burnley komust áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en landsliðsmennirnir Viðar Örn Kjartansson og Jóhann Berg Guðmundsson leika með liðunum.
02.08.2018 - 22:39
Valur áfram eftir frábæran sigur
Valur vann í kvöld öruggan 3-0 sigur á FC Santa Coloma frá Andorra í undankeppni Evrópudeildarinnar. Valur er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar en þar bíður Sheriff Tiraspol frá Moldavíu.
02.08.2018 - 22:35
Viðtöl
Grátlegt tap og FH úr leik í Evrópu
FH tapaði í kvöld 1-0 fyrir Hapoel Haifa frá Ísrael í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þar sem fyrri leik liðanna í Ísrael lauk með 1-1 jafntefli þá fer Hapoel áfram í næstu umferð þar sem ítalska liðið Atalanta bíður.
02.08.2018 - 22:28
Stjarnan úr leik í Evrópu
Stjarnan er úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir stórt tap gegn FC Kaupmannahöfn en leikurinn fór fram í Danmörku. Lokatölur 5-0 Dönunum í vil og liðið komið áfram í 3. umferð undnakeppninnar þar sem það mætir CSKA Sofia frá Búlgaríu.
02.08.2018 - 19:56
Milan fær að taka þátt í Evrópudeildinni
Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan fær að taka þátt í Evrópudeildinni á þessari leiktíð eftir að hafa áfrýjað ákvörðun Knattspyrnusambands Evrópu [UEFA] um úrskurða félagið í bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut fjárhagsreglur sambandsins.
20.07.2018 - 14:05
FH áfram eftir markalaust jafntefli
FH er komið áfram í aðra umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn finnska liðinu Lahti í Kaplakrika í kvöld.
19.07.2018 - 21:50
ÍBV úr leik eftir tap í Noregi
ÍBV tapaði 2-0 fyrir norska félaginu Sarpsborg 08 ytra í undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu nú rétt í þessu. Þá hafði Viðar Örn Kjartansson betur gegn Kjartani Henry Finnbogasyni er Maccabi Tel Aviv lagði Ferencváros 1-0 í Ísrael.
19.07.2018 - 19:00
Stjarnan áfram þrátt fyrir tap
Stjarnan er komin áfram í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu þó svo að liðið hafi tapað 1-0 gegn eistneska liðinu Nõmme Kalju ytra nú rétt í þessu. Stjarnan vannn leik liðanna í Garðabænum fyrir viku 3-0 og þar með leikina tvo samtals 3-1. Stjarnan mætir að öllum líkindum FC Kaupmannahöfn í næstu umferð.
19.07.2018 - 17:55
Arsenal, Atletico og Lazio í góðum málum
Átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattpsyrnu fór fram í kvöld. Arsenal vann 4-1 sigur á CSKA Moskvu, Atletico Madrid vann Sporting Lisabon 2-0, Lazio vann Salsburg og RB Leipzig vann 1-0 sigur gegn Marseille.
05.04.2018 - 23:00
Arsenal til Moskvu í 8-liða úrslitum
Eina von Arsenal um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð virðist vera sigur í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn félagsins hafa því eflaust fagnað drætti dagsins en liðið mætir CSKA Moskvu í 8-liða úrslitum keppninnar.
16.03.2018 - 17:20
Arsenal örugglega áfram í Evrópudeildinni
Síðari leikir 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld en Atletico Madrid og Arsenal fóru þægilega áfram í 8-liða úrslitum. Önnnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.
15.03.2018 - 22:03
Arsenal mætir AC Milan - Búið að draga
Í hádeginu í dag var dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Sigurvegari Evrópudeildarinnar fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð og því til mikils að vinna. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
23.02.2018 - 18:15
Gylfi lagði upp er Everton tapaði
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp eina mark Everton í 2-1 tapi þeirra gegn Lyon í Evrópudeildinni í kvöld en hann byrjaði á bekknum í kvöld. Arsenal vann góðan sigur í Serbíu en Oliver Giroud skoraði stórkostlegt mark undir lok leiks og tryggði þriðja sigur Arsenal í þremur leikjum í Evrópudeildinni.
19.10.2017 - 21:55