Færslur: Evrópudeildin

Alþjóðleg knattspyrnuyfirvöld andvíg ofurdeild
Allt verður reynt til að koma í veg fyrir stofnun nýrrar ofurdeildar tólf evrópskra knattspyrnufélaga að sögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ. Hún segir tímasetningu tilkynningar félaganna ekki tilviljun enda hefist þing Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA) á morgun.
19.04.2021 - 09:53
Albert og félagar féllu úr leik á dramatískan hátt
Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar eru fallnir úr leik í Evrópudeildinni á dramatískan hátt í vegna sviptinga á lokamínútum leikjanna tveggja í F-riðli. Rúnar Alex stóð í marki Arsenal sem vann 4-2 sigur á Dundalk
10.12.2020 - 20:03
Albert skoraði tvö og Rúnar hélt hreinu
Íslendingar voru í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. 20 leikir fóru fram og óvæntustu úrslit kvöldsins voru líklega 1-0 sigur Antwerpen á Tottenham.
29.10.2020 - 21:04
Þrír Íslendingar áfram í Evrópudeildinni
Þrátt fyrir að íslensku liðin þrjú sem léku í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld hafi fallið úr leik komust þrír Íslendingar með sínum liðum í aðra umferð. Þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Aron Jóhannsson og Arnór Ingvi Traustason fara áfram með sínum liðum.
Þrjú íslensk lið í eldlínunni í Evrópu
Karlalið Breiðabliks, FH og Víkings Reykjavíkur mæta til leiks í Evrópudeildinni í fótbolta í dag. FH-ingar spila hér heima en hin liðin erlendis.
KR-ingar í sóttkví eftir stórtap fyrir Celtic
Ekki tókst að koma karlaliði KR í knattspyrnu til landsins fyrir miðnætti í gærkvöld eins og að var stefnt og því þarf liðið að öllum líkindum að verja næstu fimm sólarhringum í sóttkví. Þetta þýðir að fresta þarf leik KR og Vals, sem ætti að leika á laugardaginn kemur.
19.08.2020 - 04:42
Sevilla í úrslit eftir sigur á Man. United
Spænska liðið Sevilla komst í kvöld í úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í sjötta sinn eftir 2-1 sigur á Manchester United í Köln í Þýskalandi. United-liðinu refsaðist fyrir færanýtingu sína í leiknum.
16.08.2020 - 20:57
„Varla anda að sér íslensku lofti nema á vellinum“
FH mun spila leik sinn við slóvakíska liðið Dunajská Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika að óbreyttum aðstæðum hér á landi. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að félögin þurfi að uppfylla gríðarstrangar kröfur af hálfu Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.
Þrjú smit hjá andstæðingum Víkinga
Slóvensku deildinni í fótbolta hefur verið frestað til 22. ágúst eftir að þrjú smit greindust í röðum liðs Olimpija Lju­blj­ana. Olimpija á að mæta Víkingi R. í forkeppni Evrópudeildarinnar ytra þann 27. ágúst.
Sevilla og Shakhtar í undanúrslit
Suður-Ameríkumenn voru áberandi er Sevilla frá Spáni og Shakhtar frá Úkraínu komust í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Sevilla mun mæta Manchester United í undanúrslitum en Shakhtar Internazionale frá Ítalíu.
11.08.2020 - 21:00
United þurfti framlengingu gegn Kaupmannahöfn
Manchester United og Internazionale frá Mílanó tryggðu sæti sín í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Framlengja þurfti leik United við F.C. Kaupmannahöfn.
10.08.2020 - 21:40
Myndskeið
FH-ingar í kapphlaupi við tímann
FH dróst gegn slóvakíska liðinu Dnuajska Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Leikur liðanna á að fara fram í Kaplakrika 27. ágúst en ekki er ljóst hvort af því verður. FH hefur til klukkan 11 í fyrramálið til að tilkynna Evrópska knattspyrnusambandinu hvort liðið geti haldið leikinn.
Inter og Manchester United í 8-liða úrslit
Internazionale frá Mílanó og Manchester United tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Þau verða því á meðal þeirra átta liða sem keppa um titilinn á hraðmóti í Þýskalandi um miðjan mánuðinn.
05.08.2020 - 21:00
Kaupmannahöfn fór létt með Tyrklandsmeistarana
F.C. Kaupmannahöfn vann öruggan 3-0 sigur á Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Parken í kvöld. Ragnar Sigurðsson lék ekki með danska liðinu en það mætir líkast til Manchester United í 8-liða úrslitum.
05.08.2020 - 19:00
Meistaradeildin klárist fyrir 3. ágúst
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta mun fara fram í síðasta lagi 3. ágúst. Þetta segir Aleksander Ceferin, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA.
05.04.2020 - 13:15
Flugbann setur Evrópuleiki í uppnám
Spænsk yfirvöld tilkynntu í dag um margvíslegar aðgerðir þar í landi til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Flugbann til og frá Ítalíu setur leiki í Evrópukeppnum í fótbolta í uppnám.
10.03.2020 - 17:25
Pépé hetja Arsenal
Arsenal vann nauman 3-2 sigur gegn Vitoria Guimaraes í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Kantmaðurinn Nicolas Pépé var hetja Skyttanna í leiknum.
24.10.2019 - 21:05
Martial tryggði United sigur
Fjölmargir leikir voru á dagskrá síðdegis í Evrópudeildinni í fótbolta. Manchester United komst á sigurbraut í Serbíu.
24.10.2019 - 18:50
Sigur hjá Arsenal - Jón Guðni í tapliði
Önnur umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar kláraðist í kvöld. Landsliðsmennirnir Jón Guðni Fjóluson og Arnór Ingvi Traustason voru báðir í eldlínunni.
03.10.2019 - 21:30
Markalaust hjá United - CSKA tapaði
Fjöldi leikja var á dagskrá í Evrópudeildinni í fótbolta fyrri part kvölds. Tvö ensk lið voru í eldlínunni auk tveggja íslenskra landsliðsmanna.
03.10.2019 - 18:50
Rúnar Már skoraði í tapi Astana
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eina mark kasaksk­a liðsins Astana er liðið tapaði 2-1 gegn Partizan Belgrað í Evrópudeildinni í fótbolta í dag.
03.10.2019 - 16:45
Börn fylltu stúkuna í Belgrað
Aðeins börnum undir 15 ára aldri var heimilt að mæta á Evrópudeildarleik Partizan gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í fótbolta í gær. Rúmlega 20 þúsund börn fjölmenntu á leikinn sem fram fór á heimavelli Partizan í Belgrað.
20.09.2019 - 18:20
Leikur stöðvaður eftir að dómari var grýttur
Miður skemmtilegt atvik átti sér stað í leik rúmenska liðsins Uni­versi­ta­tea Crai­ova og Búdapest Hon­ved frá Ung­verjalandi í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta í gærkvöld. Stöðva þurfti leikinn í um 30 mínútur eftir að aðskotahlut var grýtt í dómara leiksins.
02.08.2019 - 09:30
Viðtal
„Oftast mikið að gera í Evrópuleikjunum“
„Úrslitin úti voru náttúrulega ekkert sérstaklega hagstæð okkur í vil þannig að við þurfum bara að fara í þennan leik og njóta hans,“ segir Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar um leik liðsins gegn spænska liðinu Espanyol í Evrópudeild karla í fótbolta í Garðabæ í kvöld.
01.08.2019 - 08:30
Viðtal
„Svo mikil þvæla að hálfa væri nóg“
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, býr lið sitt undir leik gegn spænska liðinu Espanyol í Evrópudeild karla í fótbolta annað kvöld. Leikurinn leggst vel í hann þótt erfiður verði. Espanyol vann fyrri leik liðanna á Spáni 4-0.
31.07.2019 - 14:30