Færslur: Evrópska sóttvarnarstofnunin

Ísland dökkrautt í fyrsta sinn og nýgengi aldrei hærra
Ísland er í fyrsta sinn merkt dökkrautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem tekur mið af nýgengi smita síðustu fjórtán daga.
17 smit og 8 utan sóttkvíar - Ísland ekki lengur grænt
Sautján kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og af þeim voru átta ekki í sóttkví. Sex greindust á landamærunum. Ísland er ekki lengur grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag. Ísland er nú skráð appelsínugult, en mið er tekið af smitum sem greinast innanlands og á landamærum. 
Farþegar með bólusetningarvottorð skulu fara í sýnatöku
Þeim farþegum sem koma til landsins frá og með 1. apríl næstkomandi og framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu ber að fara í eina sýnatöku. Þeim ber þó ekki að dvelja í sóttkví en skulu bíða niðurstöðu úr sýnatöku á dvalarstað sínum.
Myndskeið
COVID-farþegum einkaþotu vísað frá landi
Farþegum einkaþotu sem hingað kom í gær var vísað úr landi. Talið er að þeir hafi ætlað sér að skoða eldgosið. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að þeir ferðamenn sem komu til landsins um helgina og fóru að gosstöðvunum hafi verið með bólusetningarvottorð. 
Meira en 142-faldur munur á COVID-nýgengi
Nýgengi kórónuveirusmita í Evrópu er langlægst á Íslandi. Þar sem það er hæst er það meira en hundrað sinnum hærra en hér á landi.  Þetta sýna  tölur Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Ísland er eina landið í álfunni sem er allt skilgreint grænt.
Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.
Óttast að veiran smitist úr dýrum í fólk í framtíðinni
Vaxandi áhyggjur eru uppi af því á alþjóðavísu að kórónuveiran sem veldur COVID-19 verði áfram í dýrum næstu árin. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin, OIE, hefur hvatt ríki heims til þess að fylgjast sérstaklega vel með viðkvæmum dýrum vegna þessa, svo sem minkum og þvottabjörnum. Þá er einnig hvatt til þess að fylgst verði sérstaklega vel með því fólki sem umgengst dýrin, með tilliti til þess hvort heilsu þess stafi hætta af mögulegu smiti.
13.11.2020 - 16:43
Ísland í 7. sæti yfir COVID-nýgengi í Evrópu
Nýgengi COVID-19 smita innanlands hér á landi er það sjöunda mesta í Evrópu og það mesta á Norðurlöndunum. Þetta sýna tölur Evrópsku sóttvarnarstofnunarinnar, ECDC. Nýgengi hér er nú 128,2.
28.09.2020 - 23:16