Færslur: Everton

Benitez rekinn frá Everton
Enska knattspyrnuliðið Everton rak í dag knattspyrnustjórann Rafa Benitez út starfi. Benitez stýrði liðnu í sex mánuði, en undanfarið hefur gengi liðsins verið afleitt. Everton hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum. Tvö-eitt tap gegn botnliði Norwich í gær var kornið sem fyllti mæli stjórnar Everton. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um eftirmann hans. Aðstoðarstjórinn Duncan Ferguson tekur að líkindum við á meðan leitað verður að nýjum stjóra.
16.01.2022 - 16:02
Leikmaður Everton laus gegn tryggingu fram á miðvikudag
Leikmaður breska úrvalsdeildarliðsins Everton verður áfram laus gegn tryggingu. Það er í þriðja sinn sem leikmaðurinn fær slíka framlengingu sem nú gildir til miðvikudagsins 19. janúar næstkomandi.
15.01.2022 - 02:45
Gylfi ekki í úrvalsdeildarhópi Everton
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á meðal þeirra 24 leikmanna Everton sem skráðir eru til leiks í úrvalsdeildinni í vetur.
Fabian Delph sagður vera öskureiður Everton
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að 31 árs gamall leikmaður Everton hefur verið til rann­sókn­ar hjá lög­reglu í Englandi, sakaður um brot gegn barni. Leikmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur og þar sem tveir í liðinu eru 31 árs gamlir hafa getgátur og ásakanir flogið um á netinu.
22.07.2021 - 17:37
The Sun segir Gylfa hafna ásökunum
Gylfi Þór Sigurðsson er sagður neita staðfastlega að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi. Liðsfélagar hans eru sagðir miður sín yfir ásökununum.
Everton galopnar veskið
Enska knattspyrnufélagið Everton hefur svo sannarlega verið virkt á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið er búið að festa kaup á markverðinum unga Jordan Pickford, hollenska miðjumanninum Davy Klaassen og eru við það að ganga frá kaupum á spænska sóknarmanninum Sandro Ramirez. Einnig hefur Gylfi Þór Sigurðsson verið orðaður við félagið í allt sumar.
18.06.2017 - 13:50