Færslur: Evergrande

Fasteignarisinn Evergrande stöðvar hlutabréfaviðskipti
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande tilkynntu í morgun stöðvun viðskipta með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong. Fyrirtækið skuldar 300 milljarða bandaríkjadala og á í mesta basli með að standa við skuldbindingar sínar.
Spegillinn
Kínverskur risi riðar til falls
Óvissan um afdrif kínverska fasteignafélagsins Evergrande undanfarnar tvær vikur hefur valdið talsverðum titringi í efnahagskerfi Kína, sem er það næst stærsta í heiminum. Og ekki aðeins sjást áhrifin á efnahag Kínverja, heldur allrar heimsbyggðarinnar.
06.10.2021 - 14:48
Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í Evergrande
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande létu stöðva viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Engin skýring var gefin á ákvörðuninni. Gengi féll á hlutabréfum í kjölfarið.
04.10.2021 - 01:48
Evergrande selur milljarða virði í hlutabréfum
Kínverski fasteignarisinn Evergrande hyggst selja hlutabréf í Shengjing bankanum fyrir jafngildi 202 milljarða íslenskra króna. Kaupandinn er ríkisrekið eignastýringarfyrirtæki.
29.09.2021 - 04:15
Evergrande semur við lánardrottna
Kínverski fasteignarisinn Evergrande greindi frá því í morgun að náðst hafi samkomulag við innlenda kröfuhafa. Samkomulagið ætti að duga til þess að fyrirtækið falli ekki á tíma með að greiða vexti af einu lána sinna. Fjárhagsvandi Evergrande hefur valdið miklum skjálfta á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, og valdið hruni á gengi hlutabréfa. Fari fyrirtækið í þrot gæti það orðið til mikils vansa fyrir kínverskan efnahag. 
22.09.2021 - 04:47
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27