Færslur: Everest

Everest-farar komnir til byggða og að braggast
Everest-fararnir tveir, sem komust á tindinn á mánudag, segjast hafa átt erfitt með að átta sig á hvort hósti á leiðinni upp væri merki um COVID-19 sýkingu eða vegna háfjallalofts. Þeir greindust báðir með COVID-19 á leiðinni niður og eru nú í einangrun á hóteli í Katmandú, höfuðborg Nepal.
31.05.2021 - 12:41
Með COVID á toppi Everest
Þeir Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson, sem náðu tindi Everest-fjalls þann 24. maí, hafa greinst með COVID-19. Þeir fundu báðir fyrir einkennum á leiðinni á toppinn en segja heilsuna betri nú, þeir eru komnir í grunnbúðir undir læknishendur og eru þar í einangrun.
27.05.2021 - 10:49
Á topp Everest með Umhyggju
Sigurður Bjarni Sveinsson og Heimir Fannar Hallgrímsson, sem klífa Everest-fjall fyrir Umhyggju, félag langveikra barna, komust á topp Everest laust fyrir klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma, þegar klukkan var um hálf fimm á mánudagsmorgni að staðartíma.
23.05.2021 - 23:05
Erlent · Asía · Innlent · Everest
Tveir létust í hlíðum Everestfjalls í gær
Tveir fjallamenn, annar Bandarískur en hinn frá Sviss, létu lífið í hlíðum Everestfjalls í gær. Þetta eru fyrstu dauðsföllin í hópi Everestfara á þessu klifurtímabili, samkvæmt nepölskum fjallaleiðsögumönnum.
13.05.2021 - 04:42
Erlent · Asía · Nepal · Everest
Myndskeið
Halda sig frá veirunni í grunnbúðum Everest
Óttast er að smit sé orðið útbreitt í grunnbúðum Everest og yfirvöld í Nepal eru sökuð um að gera lítið úr því til þess að fæla ekki fjallagarpa frá. Tveir Íslendingar sem eru í grunnbúðunum segjast hafa farið lengri leið upp í grunnbúðir til að lenda ekki í margmenni.
05.05.2021 - 20:17
Erlent · Asía · Innlent · Everest · COVID-19 · Nepal
Óttast faraldur við Everest
Kórónuveirufaraldurinn virðist bókstaflega hafa náð nýjum hæðum því fjallgöngugarpar við grunnbúðir Everest í Nepal segja fjölda tilfella hafa greinst þar undanfarna daga. Þeir óttast smitbylgju í grunnbúðunum að sögn fréttastofu BBC. 
05.05.2021 - 04:16
Óttast að veiran dreifist um grunnbúðir Everest
Óttast er að kórónuveiran kunni að breiðast út um grunnbúðir Everest eftir að norskur fjallagarpur greindist smitaður í síðustu viku. Hundruð fjallgöngumanna og sjerpa eru í búðunum.
23.04.2021 - 11:48
Breskur maður lést á Everest í dag
Minnst 10 hafa farist á Everest í ár, breskur karlmaður lést rétt eftir að náð toppnum í morgun. Yfirvöld í Nepal hafa sætt gagnrýni fyrir að gefa út met fjölda gönguleyfa. Þrír Íslendingar náðu á tind Everest á miðvikudag og þeir eru allir komnir aftur niður í grunnbúðir og eru við góða heilsu.
25.05.2019 - 12:42
Erlent · Asía · Everest · Nepal
Sjö fjallgöngumenn farist á Everest í ár
Þrír fjallgöngumenn til viðbótar hafa látið lífið á Everest, hæsta fjalli heims. Fararstjórnarfyrirtæki og yfirvöld í Nepal staðfestu þetta. Sjö hafa farist á Everest í ár. AFP-fréttastofan greinir frá. Fjöldi fólks reynir við tindinn í ár og biðröð hefur myndast á hryggnum upp á tind fjallsins.
24.05.2019 - 07:45
Bjarni Ármannsson náði tindi Everest í morgun
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International, náði tindi Everest í morgun. Hann var í hópi fjallgöngumanna sem klifu tindinn í dag. Hópurinn er nú á leið niður af þessu hæsta fjalli á Jörðinni, sem rís í 8.848 metra yfir sjávarmáli.
23.05.2019 - 07:45
Á tindinn í tuttugasta og þriðja sinn
Nepalski fjallgöngu- og leiðsögumaðurinn Kami Rita sló eigi met þegar hann komst á tind Everest-fjalls  í gær. Kami Rita, sem er 49 ára, komst þá á tindinn í tuttugasta og þriðja sinn. Með honum í för voru sjö landar hans.
15.05.2019 - 07:47
Erlent · Asía · Nepal · Everest
Fjögur lík fundust í tjaldi á Everest
Fjórir fundust látnir í tjaldi í hæstu búðum Everest fjalls í gær. Tíu hafa látið lífið í tilraun sinni til þess að klífa hæsta fjall heims á þessu ári. Tjaldbúðirnar eru í 7.950 metra hæð. Líkin fundust þegar hópur björgunarmanna kleif fjallið til að sækja lík manns frá Slóvakíu sem lést á fjallinu á sunnudag.
24.05.2017 - 17:26
Þrír Everest-farar látnir og einn týndur
Þrír fjallgöngumenn fórust á Everest-fjalli um helgina og þess fjórða er saknað. Þá hefur tólf göngumönnum verið bjargað af fjallinu undanfarna þrjá daga eftir að hafa lent í hrakningum á leiðinni á tindinn, að því er fréttastofan AFP hefur eftir þyrlubjörgunarmönnum.
22.05.2017 - 06:08
Vilborg Arna á topp Everest
Vilborg Arna Gissurardóttir komst í nótt á tind Everest-fjalls. Í færslu á Facebook-síðu Vilborgar Örnu, sem Tom­asz Þór Veru­son kærasti hennar sér nú um, kemur fram að gangan úr fjórðu búðum upp á toppinn hafi tekið 11 klukkustundir og að tindinum hafi verið náð klukkan 3.15 að íslenskum tíma.
21.05.2017 - 06:22
Lófaklapp í lok myndar
Baltasar Kormákur segir að mynd hans Everest hafi fengið góðar viðtökur á frumsýningu á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld. Henni hafi verið fagnað með lófataki í lokinn. Baltasar segir þetta það langstærsta sem hann hafi upplifað.
02.09.2015 - 21:58
Úrgangur hleðst upp á Everest
Rusl og úrgangur sem fjallgöngumenn á leið á tind Everest skilja eftir sig ógnar bæði umhverfinu og heilsu manna segir Ang Tshering ,formaður Nepalska fjallgöngusambandsins. Hann hefur biðlað til stjórnvalda í Nepal að grípa til aðgerða vegna mengunar á fjallinu.
04.03.2015 - 03:36
Erlent · Asía · Everest