Færslur: Eurovision 2019

RÚV sektað fyrir Palestínuborða Hatara
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta RÚV fyrir framgöngu Hatara í græna herberginu í lok Söngvakeppninnar í Ísrael í vor. Hljómsveitin dró upp borða í fánalitum Palestínu þegar sjónvarpsmyndavélum var beint að þeim en mjög fljótlega var skipt yfir á aðra þátttakendur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að sektin nemi 5000 evrum, en það er lágmarkssekt.
20.09.2019 - 15:52
BDSM á Íslandi vill endurnýta Hatara varning
Stjórn BDSM á Íslandi hvetur þá Eurovision aðdáendur sem liggja á Hatara varningi eftir Eurovision teiti síðustu helgar til að endurnýta varninginn, sjái það ekki fram á að nota hann, með því að skila honum til félagsins eða Rauða krossins.
23.05.2019 - 18:10
Urðu fyrir aðkasti frá ísraelskum mótmælendum
„Það var svo merkilegt að finna togstreituna innanlands,“ segir Vigdís Hafliðadóttir fjölmiðlakona sem var stödd fyrir hönd Iceland Music News á sameiginlegri minningarathöfn fyrir fallna Ísraelsmenn og Palestínumenn fyrr í mánuðinum.
Viðtal
Matthías geymdi borðann ofan í stígvélinu
„Ég var pínu sár út í Dominos pizza. Þeir vildu ekki einu sinni styrkja Iceland Music News og nota svo textann okkar I auglýsingu,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, liðsmaður fjöllistahópsins Hatara, í Kastljósi í kvöld. „Nei ég segi svona,“ bætti Matthías við. Þeir Matthías, Klemens Nikulásson Hannigan og Einar Stefánsson voru spurðir að því hvort það væri þversögn að upplifa það að á meðan þeir fóru til Ísrael með and-kapítalískt atriði sitt hafi auglýsendur nýtt sér atriði þeirra sér í hag.
21.05.2019 - 20:58
Bretar tístu 51 þúsund sinnum um Hatara
Samfélagsmiðillinn Twitter er orðið að mælitæki um vinsældir sjónvarpsefnis. Nærtækt dæmi hér á landi er sjónvarpsþáttaröðin Ófærð og svo Eurovision þar sem myllumerkið #12 stig er notað meðal íslenskra netverja. Ef marka má niðurstöður greiningarfyrirtækisins Kantar Media var Eurovision sigurvegari umræðunnar á Twitter í síðustu viku og framlag Íslands var það atriði sem var mest á milli tannanna hjá breskum tísturum.
21.05.2019 - 16:36
Viðtal
Ánægður með Hatara og áhyggjulítill
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tók fagnandi á móti íslenska Eurovisionhópnum þegar hann lenti í Keflavík í gær og segir Íslendinga geta verið stolta af sínu fólki í keppninni í ár.
21.05.2019 - 06:40
Viðtal
Þakklæti efst í huga Hatara
Þakklæti er efst í huga Hatara eftir vel heppnaða ferð til Tel Aviv, þar sem sveitin lenti í tíunda sæti í úrslitum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision.
21.05.2019 - 06:17
Wiesenthal vill banna Ísland í Eurovision
Simon Wiesenthal-stofnunin og Samtök breskra lögfræðinga fyrir Ísrael, UKLFI, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision í Hollandi á næsta ári. Samtökin telja að liðsmenn Hatara hafi svikið gefin loforð með því að veifa palestínska fánanum í úrslitum Eurovision á laugardagskvöld. Tæplega 26 þúsund hafa skrifað undir bænaskjal á netinu þar sem hvatt er til þess að Íslandi verði útilokað frá Eurovision.
20.05.2019 - 13:48
Myndskeið
Hatari í lírukassa og spjallþætti John Oliver
Framlag Íslands í Eurovision, Hatrið mun sigra með Hatara, hefur vakið mikla athygli um allan heim. Hljómsveitin var til að mynda í aðalhlutverki þegar enski spéfuglinn John Oliver tók keppnina fyrir í þætti sínum og þá hefur lagið verður útsett fyrir lírukassa.
20.05.2019 - 09:41
Klemens kallaður upp vegna saumavélar
Íslenski hópurinn sem tók þátt í Eurovision í Ísrael er lagður af stað aftur heim til Íslands. Hópurinn mætti á flugvöllinn í Tel Aviv í morgun og lenti ekki í neinum vandræðum. Klemens Hannigan var reyndar kallaður upp í kallkerfi flugvallarins í morgun. Erindið var þó aðeins að óska útskýringa á tilvist saumavélar í ferðatösku sem var merkt honum.
20.05.2019 - 08:08
Vill útiloka Ísraela frá keppni í stað Íslands
Undirskriftasöfnun um að útiloka Ísland frá keppni í Eurovision hefur verið svarað með undirskriftasöfnun um að útiloka Ísrael. Fyrri undirskriftasöfnunin hófst í fyrrakvöld, skömmu eftir að nokkrir meðlimir Hatara veifuðu klútum í palestínsku fánalitunum á úrslitakvöldi Eurovision. Þar er þess krafist að Íslandi verði útilokað frá Eurovision á næsta ári. Þegar hafa rúmlega tuttugu þúsund undirskriftir safnast. Í gærkvöld hófst svo önnur undirskriftasöfnun, um að útiloka Ísrael frá keppni.
20.05.2019 - 06:55
Hatari ekki til Palestínu
Hljómsveitin Hatari fer ekki til Palestínu. Þetta segir Matthías Tryggvi Haraldsson annar söngvara sveitarinnar í samtali við Fréttablaðið. Palestínski stjórnmálamaðurinn Mustafa Barghouti bauð sveitinni að sækja Palestínu heim vegna stuðnings þeirra við málstað þjóðar sinnar.
19.05.2019 - 20:58
Dansari Madonnu yfirheyrður í Ísrael
Norski dansarinn Mona Berntsen sem var með palestínskan fána á bakinu í atriði sem Madonna flutti á Eurovision í gær var yfirheyrð í meira en eina og hálfa klukkustund á flugvellinum í Tel Aviv við brottför frá Ísrael. Ekki er vitað hvort meðlimir Hatara megi búast við sömu meðferð eftir sambærilegt upptæki í gær við heimför frá Ísrael á morgun.
19.05.2019 - 20:25
Myndskeið
Ísraelskur ráðherra gagnrýnir Hatara
Menningarmálaráðherra Ísraels gagnrýndi uppátæki Hatara-flokksins í Eurovision við upphaf ríkisstjórnarfundar ísraelsku ríkisstjórnarinnar í dag.
19.05.2019 - 18:27
Þúsundir vilja útiloka Ísland frá Eurovision
Á áttunda þúsund undirskriftir hafa safnast við áskorun um að Ísland verði útilokað frá þátttöku í Eurovision á næsta ári. Undirskriftasöfnunin var stofnuð í gærkvöld eftir að nokkrir meðlimir Hatara brugðu upp klútum í palestínsku fánalitunum og sýndu þá þegar tilkynnt var hversu mörg atkvæði Ísland fékk í atkvæðagreiðslu almennings.
19.05.2019 - 16:34
Viðtal
Óttaðist alvarlegri uppákomu Hatara
Gísli Marteinn Baldursson, sem lýsti Eurovision, segir að það hafi ekki átt að koma mjög á óvart að Hatari gerði eitthvað til að vekja athygli á hernámi Ísraela á Palestínu. Sjálfur hafi hann óttast að þau myndu gera eitthvað alvarlegra sem gæti dregið meiri dilk á eftir sér.
19.05.2019 - 12:02
Þriðja besta endurkoman í sögu Eurovision
Ísland átti í gær þriðju bestu endurkomu allra landa í Eurovision sem lent hafa í neðsta sæti á undanúrslitakvöldi. Eftir að hafa aðeins fengið fimmtán stig í undanúrslitunum í fyrra og lent á botninum fékk Ísland 221 stig og varð í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldinu í ár. Hatari hélt áfram að gera það gott með lag sitt Hatrið mun sigra. 234 stig í lokakeppninni dugðu laginu í tíunda sæti. Það er þriðji besti árangur þjóðar sem vermt hefur botnsætið árinu áður.
19.05.2019 - 10:29
Viðtal
Vonar að afleiðingarnar verði ekki miklar
Stjórnendur EBU, samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, hafa tilkynnt Felix Bergssyni, fararstjóra íslenska hópsins í Eurovision, að framganga Hatara í gær hafi eftirmál. Óljóst er þó hver þau verða. Felix segir að sér hafi brugðið þegar nokkrir úr Hatara flögguðu palestínsku fánalitunum. Hann vonar að málið verði stormur í vatnsglasi sem gangi yfir á skömmum tíma, hvað hugsanlegar afleiðingar gagnvart EBU varðar.
Viðtal
„Það var bara ekkert annað í stöðunni“
Matthías Tryggvi Haraldsson í Hatara segir að það hafi ekkert annað verið í stöðunni en að veifa klútum í palestínsku fánalitunum í úrslitakeppni Eurovision í gærkvöld. „Okkur finnst alltaf mikilvægt að nota listina sem tól til að spyrja spurninga, koma hlutunum út fyrir það samhengi sem þeir eru í og láta fólk velta fyrir sér stóru spurningunum. Þetta var ein leið til þess.“
„Listin er alltaf bomban“
„Jú, það gekk allt eftir áætlun,“ sagði Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara í samtali við fréttamann RÚV á öðrum tímanum í nótt. Hatari lenti í tíunda sæti í keppninni, en því sjötta ef aðeins er horft til atkvæða frá almenningi, sem var mun hrifnari af laginu en dómnefndir.
Hatara-æði grípur Íslendinga
Það mætti segja að talsvert Hatara-æði hafi gripið Eurovision-aðdáendur á Íslandi, og ýmiss konar varningur í anda Hatara er einfaldlega uppseldur í helstu verslunum.
18.05.2019 - 19:01
Myndband
Ekki sammála um ágæti Hatara-búninganna
Viðmælendur fréttastofu á förnum vegi eru alls ekki sammála um það hvernig Hatara muni ganga í Eurovision-keppninni í kvöld. Þau eru heldur ekki sammála um það hvort Hatara-búningar eigi heima utan svefnherbergisins.
18.05.2019 - 18:42
Mynd með færslu
Live
Eurovision Live: English coverage
Join RÚV English for live coverage of the Grand Final of the Eurovision Song Contest 2019. Hatari perform in Iceland's first Grand Final since 2014: can they bring the trophy (and next year's contest) home to Reykjavík? Tonight we find out!
18.05.2019 - 18:31
Mynd með færslu
Beint
Beint: Eurovision
Lokakeppni Eurovision fer fram í kvöld í Tel Aviv og fylgjast má með henni í beinni á RÚV. Framlag Íslands til keppninnar er hljómsveitin Hatari með lagið Hatrið mun sigra og er hún 17. atriðið á svið.
18.05.2019 - 18:30
Dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr Eurovision
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hafa ákveðið að grípa til aðgerða og víkja dómnefnd Hvíta-Rússlands úr allsherjardómnefnd lokakvöldsins eftir að meðlimir dómnefndarinnar opinberuðu hvernig stigagjöf þeirra væri háttað fyrr í vikunni. Allar slíkar yfirlýsingar frá dómnefndum eru bannaðar þar til aðalkeppninni lýkur.
18.05.2019 - 17:54