Færslur: Eurostat

Minni samdráttur á Evrusvæðinu en búist var við
Verg landsframleiðsla á Evrusvæðinu dróst saman um 6,8 prósent árið 2020, samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar, Eurostat. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins spáði því í nóvember að samdrátturinn á árinu yrði 7,8 prósent, en þróunin var skárri en áætlað var í Þýskalandi og Frakklandi, þótt samdrátturinn hafi verið 8,3 prósent í Frakklandi og 5 prósent í Þýskalandi.
02.02.2021 - 14:17
Um 11% Íslendinga undir láglaunamörkum
Á Íslandi er þriðja hæsta miðgildi tímakaups í Evrópu sé það umreiknað í evrur en Danir hafa hæsta tímakaup í álfunni sé litið til þess mælikvarða. Hlutfall þeirra sem voru undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, en það eru laun sem reiknast undir 2/3 af miðgildi tímakaups hvers lands.
26.01.2021 - 08:33
Áfengi dýrast á Íslandi
Áfengi er dýrara á Íslandi en í öllum hinum Evrópusambands/EFTA-ríkjunum. Þetta kemur fram í hagtölum evrópsku hagstofunnar Eurostat og Hagstofa Íslands vakti athygli á tölunum í færslu á Facebook í dag.
09.09.2020 - 12:02