Færslur: Europol

Europol handtekur yfir 130 manns í 22 ríkjum
Lögreglan í 22 Evrópuríkjum handtók yfir 130 menn grunaða um smygl á fólki í júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Europol sem birt var í dag.
05.07.2022 - 15:55
Þrettán handteknir vegna hraðbankasprenginga
Þrettán meðlimir hollensks gengis sem sakaðir eru um að sprengja hraðbanka í Þýskalandi hafa verið handteknir í Hollandi, Þýskalandi og Belgíu. Þetta segir í tilkynningu frá Europol.
29.06.2022 - 14:39
30 handtökur og 40 rassíur vegna kókaínsmyglhrings
Lögregluembætti í Suður-Ameríku og Evrópu gerðu rassíur á fjörutíu stöðum og handtóku um þrjátíu manns í Brasilíu og á Spáni í vikunni í tengslum við umfangsmikla lögregluaðgerð á vegum Europol. Hald var lagt á mikið magn fíkniefna, skotvopna og reiðufjár.
18.02.2022 - 10:26
Skamma Europol fyrir umfangsmikla gagnasöfnun
Löggæslusamvinnustofnun Evrópusambandsins, Europol, verður gert að eyða stórum hluta umfangsmikils safns síns af persónulegum upplýsingum um Evrópubúa.
Segja fíkniefnasölu hafa færst á vefinn í faraldrinum
Lögregluyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum tilkynntu í dag um handtökur á 150 manns sem grunaðir eru um að hafa keypt og selt umtalsverðan fjölda af vopnum, fíkniefnum og öðrum ólöglegum varningi á djúpvefnum, sem ekki er sýnilegur almennum netnotendum.
26.10.2021 - 18:03
Fimm handteknir fyrir að undirbúa hryðjuverk á Spáni
Spænska lögreglan hefur handtekið fimm menn í Madríd og Barcelona, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru allir alsírskir ríkisborgarar og eru þeir taldir meðlimir í sveit Íslamska ríkisins.
14.10.2021 - 11:17
Fimm handteknir fyrir vopnað bankarán í París
Franska ríkislögreglan handtók, með aðstoð spænsku lögreglunnar, fimm einstaklinga síðasta mánudag fyrir vopnað bankarán sem framið var í París árið 2019. Þeir handteknu eru sagðir vera þrír franskir ríkisborgarar og tveir alsírskir ríkisborgarar. Svo segir í tilkynningu Europol í dag,.
11.06.2021 - 16:39
Erlent · Frakkland · París · Glæpir · Europol
Telur að aðgerðir Europol muni hafa áhrif hér
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, telur að umfangsmiklar lögregluaðgerðir Europol í gær komi til með að hafa áhrif á glæpahópa hér á landi en þeir eru taldir vera um fimmtán talsins. Um 800 glæpamenn voru handteknir í gær, þar af 155 í Svíþjóð, í umfangsmestu lögregluaðgerð sem ráðist hefur verið í á sviði dulkóðaðra glæpa. Það voru löggæslustofnanir nítján landa í samstarfi við Europol sem stóðu fyrir aðgerðunum.
08.06.2021 - 18:29
Þrír handteknir fyrir að hóta hryðjuverkum
Spænska lögreglan og Europol handtók á þriðjudagsmorgun þrjá menn í Granada á Spáni fyrir að hvetja til hryðjuverkaárása gegn Frakklandi og hagsmunum ríkisins erlendis.
29.04.2021 - 17:30
Vara við að glæpasamtökum vaxi ásmegin í faraldrinum
Afleiðinga faraldursins á skipulagða glæpastarfsemi gæti orðið vart árum saman í Evrópu, að því er varað er við í nýrri skýrslu Europol sem kom út í dag. Þar segir að í álfunni sé í dag meira magn af kókaíni en nokkru sinni fyrr.
Varað við fölsuðum bóluefnum
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við fölsuðum bóluefnum, en dæmi eru um að skipulagðir glæpahópar hafi nýtt sér þær aðstæður sem upp hafa komið vegna kórónuveirufaraldursins og selt önnur efni eða lyf sem bóluefni. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er ekki vitað um slík dæmi hér á landi.
Lögðu hald á 70 lúxusbíla og 37 flugvélar
Fjörutíu og fimm voru handteknir í dag þegar lögregluyfirvöld í Evrópu létu til skarar skríða gegn kókaínsmyglhring sem teygði anga sína frá Brasilíu til Evrópu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta séu umfangsmestu aðgerðir sem Europol hefur ráðist í gegn fíkniefnahring. Meðal annars lagði lögregla hald á 70 lúxusbifreiðar í Brasilíu, Belgíu og á Spáni og 37 flugvélar í Brasilíu.
Þúsundir forngripa og listmuna haldlagðir
Alþjóðalögreglan Interpol, evrópska lögreglan Interpol og Alþjóðatollastofnunin lagði hald á yfir 19 þúsund illa fengna gripi víða um heim. Á meðal hlutanna voru sjaldgæfar myntir, steingervingar, listmunir og aðrar minjar. 
09.05.2020 - 07:30
Seldu börn búlgarskra kvenna fyrir 4 milljónir
Griska lögreglan og Europol upprættu á mánudaginn alþjóðlegan glæpahring sem flutti vanfærar konur frá Búlgaríu til Þessaloníku í Grikklandi þar sem fylgst var með þeim þangað til þær ólu born sín. Börn þeirra voru svo færð ókunnugu fólki til ættleiðingar fyrir tæpar fjórar milljónir króna hvert barn. Talið er að starfsemin hafi staðið yfir frá árinu 2016.
27.09.2019 - 22:12
Europol leitar upplýsinga um bol
Europol reiðir sig á hjálp almennings við að afla upplýsinga um bol. Upplýsingarnar gætu bjargað lífi barns, segir á Facebook-síðu Europol. Meðal annars er leitað upplýsinga um hvar hægt er að kaupa þennan tiltekna bol og hvar í heiminum fólk klæðist honum.
70 handtökur í aðgerðum gegn barnamansali
Europol handtók 70 manns í viðamiklum aðgerðum gegn barnamansali fyrr í sumar. Í aðgerðunum fundust yfir tvö hundruð þolendur mansals, þar af 53 börn. Lögregla í sextán Evrópusambandsríkjum, auk Íslands og Sviss tók þátt í aðgerðunum.
09.08.2019 - 12:20
Lokuðu vændissíðum á Norðurlöndum
Finnsk glæpasamtök sem stunduðu kynlífsþrælkun, peningaþvætti og ráku vændissíður á Norðurlöndum voru upprætt eftir viðamikla lögreglurannsókn yfirvalda í 14 löndum og fjórum heimsálfum.
10.07.2019 - 15:33
Hryðjuverkaógn í Evrópu margslungnari en áður
Evrópu stendur enn ógn af hryðjuverkum og vandinn er orðinn margþættari og flóknari. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Europol um hryðjuverk í Evrópu og þróun þeirra í fyrra.
30.06.2019 - 13:27
Peningaþvættissíðu fyrir rafmyntir lokað
Hollenska fjársvikaeftirlitið, í samstarfi við Europol og yfirvöld í Lúxemborg, hefur lokað vefsíðunni bestmixer.io þar sem hægt var að þvætta illa fengnar rafmyntir. Síðan var ein stærsta sinnar tegundar í heiminum og var velta hennar um 200 milljónir dollara á ári.
23.05.2019 - 03:00
Skipulögð glæpastarfsemi mesta ógnin
Starfsemi ítölsku mafíunnar og glæpahópa frá Albaníu og Austur-Evrópu ásamt gengjum sem ferðast aðallega um á mótorhjólum er helsta ógnin við öryggi í Evrópu að mati Evrópulögreglunnar Europol. Hópar frá Asíu, Afríku og Suður-Ameríku sækja einnig í sig veðrið.
19.04.2019 - 18:12
Handtekin fyrir að selja ólöglegt hrossakjöt
Komist hefur upp um viðamikla sölu á hrossakjöti sem var bannað að nota til manneldis, er haft eftir evrópsku lögreglunni Europol á vef BBC í dag. Lögregla á Spáni stóð fyrir 65 handtökum í kringum söluna, ýmist fyrir dýraníð, peningaþvætti, markaðssvik eða fjárglæfra af öðru tagi. Hrossum frá Portúgal og Spáni var slátrað og kjöt þeirra sett á markað en það var ekki talið hæfa til matar. Nánari upplýsingar um hvers konar dýraníð fór fram liggja ekki fyrir.
16.07.2017 - 17:25
Erlent · Evrópa · Spánn · Europol