Færslur: Eskifjörður

Á batavegi eftir gaseitrun við löndun á kolmunna
Fimm menn sem veiktust eftir löndun á kolmunna á Eskifirði í síðustu viku, eru allir á batavegi. Einar Birgir Kristjánsson, eigandi Tandrabergs löndunarþjónustu, segir margt benda til þess að þeir hafi orðið fyrir gasmengun, en rannsókn á atvikinu stendur enn yfir.
Þjónusta skerðist enn frekar verði ekkert að gert
Starfsemi grunn- og leikskóla er skert víða um landið í dag. Minnst fjórir grunnskólar eru lokaðir vegna smita, en 2.621 barn er skráð í eftirliti hjá covid-göngudeild Landspítala í dag. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri, almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir aldrei hafa verið eins snúið að halda úti skóla- og frístundastarfi og óttast að þjónustan skerðist enn frekar, verði ekkert að gert.
Eldur á Eskifirði: „Þetta var allt mjög furðulegt“
Slökkviliði Fjarðabyggðar barst tilkynning um bruna á iðnaðarsvæði við höfnina á Eskifirði á áttunda tímanum í kvöld. Þorbergur Hauksson aðstoðarslökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir í samtali við fréttastofu að það hafi kviknað í loðnuneti. Lögreglan á Austurlandi rannsaki eldsupptök.
18.03.2021 - 22:38
Vilja stöðva fyrirhugað niðurrif bragga á Eskifirði
Hafin er söfnun undirskrifta gegn því að Sporðsbraggarnir svokölluðu á Eskifirði verði rifnir. Fjarðabyggð keypti húsin til niðurrifs á síðasta ári til að fá meira pláss á svæðinu. Húsin standa mjög nálægt þjóðvegi. Minjastofnun hefur málið til skoðunar.
15.01.2021 - 11:40
Rýming óbreytt á Seyðisfirði, fundað aftur á morgun
Rýming á ákveðnum svæðum á Seyðisfirði vegna skriðuhættu er enn í gildi og verður tekin afstaða til hennar aftur á morgun segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi. Viðbragðsaðilar funduðu með Veðurstofu í dag og funda aftur um hádegisbil á morgun.
27.12.2020 - 16:10
Óvíst hvenær þriðjungur fær að snúa heim
Um tveir af hverjum þremur íbúum Seyðisfjarðar fengu í dag leyfi til að snúa aftur til síns heima eftir aurskriðurnar sem ollu gríðarlegum skemmdum í bænum. Óljóst er hvenær þau sem ekki fengu leyfi til heimfarar í dag geta snúið aftur.
20.12.2020 - 16:53
Rýmingu aflétt á Eskifirði
Rýmingu á Eskifirði hefur nú verið aflétt og mega íbúar snúa aftur til síns heima. Þetta er mat lögreglustjórans á Austurlandi og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að höfðu samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hættustigi var lýst yfir í bænum á föstudaginn vegna skriðuhættu og þá var ákveðið að rýma talsvert stórt svæði þar vegna sprungna í hlíðum fyrir ofan bæinn.
20.12.2020 - 15:14
Ekki óhætt að aflétta rýmingu á Eskifirði
Ekki þykir óhætt að aflétta rýmingu á svæðum á Eskifirði. Þetta er niðurstaðan eftir mælingar og athuganir Veðurstofu, Vegagerðarinnar og Fjarðabyggðar í morgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi á morgun. Hættustigi var lýst yfir á Eskifirði í gær og er það enn í gildi.
19.12.2020 - 15:09
Tækjahús Mílu á Seyðisfirði keyrt á vararafmagni
Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðvum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu núna rétt fyrir miðnætti en aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í bænum.
18.12.2020 - 23:26
Hættustig á Eskifirði — rýma stórt svæði
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands. Ákveðið hefur verið að rýma talsvert stórt svæði þar vegna sprungna í hlíðum fyrir ofan bæinn.
18.12.2020 - 18:03
Íbúum líklega ekki leyft að huga að húsum sínum
Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og óvissustig er á Austurlandi af sömu ástæðu. Lítil skriða féll á Seyðisfirði í gærkvöldi, milli tveggja húsa sem höfðu verið rýmd. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að líklega verði íbúum ekki leyft að huga að húsum sínum í dag. Það rignir enn og útlit fyrir að það bæti í úrkomuna með morgninum.  
17.12.2020 - 09:11
Meiddist við að tryggja landfestar
Flest skip eru nú komin aftur á veiðar en líflegt var í höfnum á Austurlandi þegar flotinn leitaði vars vegna veðurofsans gær. Að sögn Jónasar Vilhelmssonar yfirvarðstjóra á Austurlandi henti eina slysið sem vitað er til að hafi átt sér stað þegar háseti klemmdist á fæti við að tryggja landfestar á Suðurey, skipi Ísfélags Vestmannaeyja, á Eskifirði í gærkvöldi. Veðrið gekk hratt yfir fyrir austan land en vindhraðinn varð mestur rúmir 30 m/s í hviðum á Héraði um miðnætti.
08.12.2015 - 11:05