Færslur: ESB

Spegillinn
Pattstaða í viðræðum um viðskiptasamning Breta og ESB
Bæði Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Evrópusambandið telja að viðræður um viðskiptasamninga strandi á mótaðilanum, en hvorugur aðilinn vill þó hætta viðræðum. Útganga Breta úr Evrópusambandinu var rædd á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær og bundin slaufa á þá umræðu með yfirlýsingu þar sem Bretar eru beðnir um að sýna nú samningsvilja. Boris Johnson forsætisráðherra Breta sagði svo í dag ESB þyrfti að koma til móts við og sýna skilning á kröfum Breta sem væru annars alveg tilbúnir að lát
16.10.2020 - 20:22
Tvísýnt um Brexit viðskiptasamning
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að Bretar verði að búa sig undir að viðskiptin við Evrópusambandið verði á grundvelli alþjóðlegra viðskiptasamninga. Horfur á að viðskiptasamningur takist á milli ESB og Breta hafa minnkað. Lítill vilji virðist til að slaka á afstöðu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir þó að báðir þurfi að gefa eftir til að ná samkomulagi. 
16.10.2020 - 13:34
Víðsjá
Boða stofnun nýs Bauhaus-skóla
Ursula von der Leyen, nýr forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti nýverið áform um að stofna nýjan evrópskan Bauhaus-skóla. Skólinn er hluti af 750 milljarða evra aðgerðaráætlun sambandsins til að endurreisa hagkerfið eftir kórónuveirufaraldurinn, með menningu og sjálfbærni að leiðarljósi.
Navalny ætlar að snúa aftur til Rússlands
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny getur nú andað án öndunarvélar og ætlar að snúa aftur til Rússlands þegar heilsan leyfir. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir eitrunina ekkert annað en morðtilraun. 
15.09.2020 - 19:15
Tókust á um Brexit-frumvarp sem talið er brot á lögum
Hart var tekist á um fyrirhugaðar breytingar á Brexit-samningnum á breska þinginu í dag. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins spurði hvers vegna breski forsætisráðherrann telji að hann sé hafinn yfir lög.
09.09.2020 - 22:30
Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Evrópa · Stjórnmál · Skotland
Lagafrumvarp brot á alþjóðalögum
Brandon Lewis, Norður-Írlandsmálaáðherra bresku ríkisstjórnarinnar, viðurkenndi í dag í neðri-málstofu þingsins að boðað lagafrumvarp stjórnarinnar vegna útgöngu úr Evrópusambandinu fæli í sér brot á alþjóðalögum. Breska ríkisstjórnin leggur á morgun fram frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Breta og Evrópusambandsins. Þessi fyrirhugaða lagasetning er mjög umdeild, Ráðuneytisstjóri í lögfræðideild stjórnarinnar hefur sagt af sér vegna þess.
08.09.2020 - 18:23
Spegillinn
Brexit í afturábakgír
Þrátt fyrir orð Boris Johnsons forsætisráðherra Breta í júní um að hespa nú af Brexit-samningunum við Evrópusambandið telur Michel Barnier aðalsamningamaður ESB að í síðustu samningatörn hafi heldur miðað aftur á bak en áfram. Fyrir mánuði taldi Barnier samninga ólíklega og eins nú. Það hefur ekkert heyrst nýlega hvernig staðan horfi við forsætisráðherra Breta né öðrum ráðherrum.
27.08.2020 - 09:53
 · Erlent · Brexit · Bretaland · ESB
Biðst afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur
Phil Hogan, írskur yfirmaður viðskiptaráðs Evrópusambandsins, baðst í dag afsökunar á því að hafa setið 80 manna kvöldverð á miðvikudag og brotið þannig sóttvarnarreglur á Írlandi.
23.08.2020 - 13:40
Seldu glæpamönnum kýpverskan ríkisborgararétt
Kýpversk stjórnvöld hafa selt spilltum stjórnmálamönnum og dæmdum glæpamönnum kýpverskan ríkisborgararétt á síðustu árum. Samkvæmt reglum eiga aðeins fjárfestar með hreint sakarvottorð að geta keypt sér ríkisborgararétt. Annað hefur komið í ljós eftir að gögnum var lekið frá stjórnvöldum. Þau reyna að vinda ofan af hneykslinu, sem virðist vera víðtækt.
23.08.2020 - 13:27
Spegillinn
Ræða næstu Brexitskref
Þessa vikuna hittast samninganefndir Breta og ESB til að ræða næstu skref Brexit-mála. Sem fyrr fer lítið fyrir fréttum af stórstígum árangri þó flestir búist við einhvers konar samningi. Á endanum.
21.08.2020 - 11:17
 · Erlent · ESB · Brexit
Svíar hafa milligöngu um bóluefniskaup Íslendinga
Sænsk stjórn­völd munu hafa milli­göngu um sölu á bólu­efni til Íslands gegn­um sam­starfs­verk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heil­brigðisráðherra Svíþjóðar, á blaðamanna­fundi sem sænska rík­is­stjórnin hélt í dag.
20.08.2020 - 18:03
Spegillinn
Brexit, fiskur og þorskastríðin 2
Hugtakið ,,afstæður stöðugleiki“ hljómar eins og hugtak úr heimspólitík kalda stríðsins. Reyndar er hugtakið frá þeim tíma: var, og er enn, lykilhugtak í kvótaúthlutun Evrópusambandsins. Bretar vilja breyttar úthlutunarreglur en saga þessa hugtaks skýrir af hverju Bretum gæti gengið erfiðlega að fá sitt fram. Og ekki auðveldar það Brexit.
18.08.2020 - 12:31
 · Fiskveiðiauðlindin · ESB · Brexit · Erlent
Lukashenko segist reiðubúinn að minnka eigin völd
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, sagðist í dag vera reiðubúinn að boða til nýrra kosninga og minnka völd sín með því að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. Slíkt verði þó ekki gert á meðan enn er mótmælt á götum úti.
17.08.2020 - 16:17
Spegillinn
Brexit, fiskveiðar og þorskastríð
Sjávarútvegsmálin eru erfiður hjalli í samningum Breta við Evrópusambandið um framtíðina. Þau mál mótast meðal annars af tilurð fiskveiðistefnu ESB og þar koma þorskastríðin beint og óbeint við sögu.
13.08.2020 - 09:52
Fleiri Bretar fluttu til ESB landa eftir Brexit
Þrjátíu prósentum fleiri Bretar hafa flutt til ríkja Evrópusambandsins á hverju ári frá því að Brexit var samþykkt 2016, að því er dagblaðið Guardian segir frá í dag. Þá hefur þeim fjölgað mjög sem hafa sótt um ríkisborgararétt í ESB-ríkjum.
04.08.2020 - 11:49
Segir samkomulagið hafa styrkt ESB
Aðildarríki Evrópusambandsins náðu í nótt að koma sér saman um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna kórónuveirufaraldursins. Hann felur í sér mestu lántöku sem samþykkt hefur verið í sögu sambandsins.
21.07.2020 - 20:21
Málamiðlun í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð málamiðlun í þeim þætti umræðnanna um bjargráðasjóð vegna Covid-19 sem snýr að því hvort neita megi þeim ríkjum um aðstoð af hálfu sambandsins sem talin eru fara á svig við regluverk þess.
21.07.2020 - 02:21
Myndskeið
Höfðar til samvisku leiðtoganna
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins lagði síðdegis fram nýja miðlunartillögu í tilraun til að leysa ágreining á leiðtogafundi sambandsins.
20.07.2020 - 19:24
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Enn fundað í Brussel - „stund sannleikans“ fyrir Evrópu
Leiðtogar Evrópusambandsríkja eru mætt til fundar í Brussel, þriðja daginn í röð. Afar brýnt þykir að komist verður að samkomulagi, forseti Frakklands hefur kallað leiðtogafundinn stund sannleikans fyrir Evrópu.
19.07.2020 - 12:38
Viðræður virðast þokast í rétta átt í Brussel
Lögð var fram miðlunartillaga á fundi leiðtoga Evrópusambandsríkja í Brussel í dag og viðræður virðast þokast í rétta átt. Fundi lauk án niðurstöðu í gær en samkomulag þarf að nást um björgunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og efnahagsáætlun næstu sjö ára.
18.07.2020 - 12:46
Íbúum Barcelona gert að halda sig heima
Fjórum milljónum íbúa borgarinnar Barcelona á Spáni var sagt að halda sig heima við í dag eftir að kórónuveirutilfellum tók á fjölga á ný. 
17.07.2020 - 22:37
Serbía og Svartfjallaland falla af lista ESB
Aðildarríki ESB hafa uppfært lista þar sem afnumdar eru ferðatakmarkanir gagnvart íbúum tiltekinna ríkja. Serbía og Svartfjallaland eru ekki lengur á listanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu í dag.
16.07.2020 - 17:10
Erlent · Innlent · COVID-19 · Ferðalög · ESB
Ísland opnar fyrir þeim löndum sem ESB telur örugg
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja ferðatakmarkanir ESB og Schengen en afnema jafnframt, frá og með 15. júlí takmarkanir gagnvart íbúum fjórtán ríkja í samræmi við ákvörðun aðildarríkja ESB þar að lútandi.
13.07.2020 - 16:51
Samstarfsverkefni HÍ hlaut 800 milljóna króna styrk
Háskóli Ísland hlaut á fimmtudag, ásamt níu öðrum háskólum í Evrópu, styrk upp á 800 milljónir króna frá Evrópusambandinu til þess að efla samtarf skólanna og styrkja þá til sóknar í samkeppni við háskóla annars staðar í heiminum.
11.07.2020 - 10:02