Færslur: ESB viðræðuslit

Ríkisstjórnin hafi brotið lög
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ríkisstjórnina hafa brotið lög um þingsköp, með því að bera viðræðuslit við Evrópusambandið ekki undir utanríkismálanefnd. Málinu hafi verið haldið leyndu fyrir nefndinni.
Styrmir: Undarlegur orðaleikur
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir á bloggsíðu sinni að stjórnvöld hafi haldið illa á Evrópusambandsmálinu. Í ljósi þess að aðildarumsóknin var samþykkt á Alþingi 2009 væri hin lýðræðislega aðferð sú að þingið ákvæði að draga umsóknina til baka.
13.03.2015 - 11:43
ESB að meta bréf Gunnars Braga
Maja Kocijancic , talsmaður Johannes Hahn stækkunarstjóra Evrópusambandsins, segir að í augnablikinu sé ekki hægt að segja mikið um að ríkisstjórn Íslands líti svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja að ESB og óski eftir því að sambandið taki hér eftir mið af því.
13.03.2015 - 09:48
Telur ekki farið gegn lögum um þingsköp
Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, telur að ríkisstjórnin hafi ekki farið á svig við lög um þingsköp með því að bera tilkynningu um viðræðuslit við Evrópusambandið ekki undir nefndina.
13.03.2015 - 09:13
Fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og nú formaður Heimssýnar, fagnar því að utanríkisráðherra hafi tilkynnt Evrópusambandinu að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja. Nú þurfi að fá staðfestingu ESB á því.
13.03.2015 - 07:22
Fjallað um ákvörðun stjórnarinnar erlendis
Nokkrir erlendir miðlar hafa í kvöld fjallað um ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að tilkynna Evrópusambandinu að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja.
12.03.2015 - 22:36
Stjórnin að brjóta stjórnskipunarhefðir
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, segir að sér virðist sem ríkisstjórnin brjóti stjórnskipunarhefðir með því að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu án þess að bera málið undir Alþingi. Hún segir að málið verði rætt á þingi, hvort sem ríkisstjórninni líki það betur eða verr.
12.03.2015 - 21:03
Studdu höndum við þinghúsið
Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman við Alþingishúsið við Austurvöll í kvöld til að mótmæla yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu og að aðildarviðræður við ESB yrðu ekki teknar upp á nýjan leik.
12.03.2015 - 20:48
Snörp viðbrögð við bréfinu í Slóvakíu
Fátt hefur verið meira rætt á samskiptamiðlum en sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela utanríkisráðherra að afhenda formanni ESB bréf þar sem fram kemur að ríkisstjórnin líti svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja.
12.03.2015 - 20:36
Engin viðbrögð frá ESB
Fréttastofa hafði samband við Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi til að leita viðbragða við tilkynningu íslenskra stjórnvalda um aðildarumsóknina. Talsmaður sendinefndarinnar segir að Evrópusambandið mun ekki bregðast við málinu að svo stöddu. Verið sé að fara yfir bréf íslenskra stjórnvalda.
12.03.2015 - 20:33
Segir aðkomu Alþingis óþarfa
Það er ekkert óþinglegt við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segir að sú ákvörðun sé í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og því hafi ekki þurft að taka málið upp á Alþingi.
12.03.2015 - 20:04
Boðað til mótmæla á Austurvelli
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan átta í kvöld vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Mótmælin hafa verið kynnt síðu á Facebook sem var stofnuð í kvöld og með tölvuskeytum.
12.03.2015 - 19:31
Af pólitískum „ómöguleika“ og ESB
Nákvæmlega ár er liðið síðan tillaga Gunnars Braga Sveinsson, utanríkisráðherra, kom til utanríkismálanefndar. Hún hlaut aldrei afgreiðslu. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi og stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnarflokkana um að svíkja kosningaloforð.
12.03.2015 - 19:29
Upphafið að endalokum ríkisstjórnarinnar
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði ekki hafnar á ný og að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja á eftir að vekja alvarleg viðbrögð í þinginu, segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Þetta er upphafið að endalokum þessarar ríkisstjórnar."
12.03.2015 - 18:59
„Sýnir ótta hennar við þjóðina“
„Þetta sýnir bara ótta ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þingið að hún skuli ekki treysta sér að fara að eðlilegum leikreglum.“ Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar um þá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu.
12.03.2015 - 18:53
Gerræði hjá ríkisstjórninni
„Það er ekki utanríkisráðherra að slíta viðræðum sem Alþingi hefur ákveðið að hefja. Það er gerræði. Það verður að leggja þetta fyrir Alþingi," segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, um þá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu.
12.03.2015 - 18:29
„Við teljum að þessu máli sé lokið“
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir að íbréfinu sem hann afhenti formanni ESB í Slóvakíu í kvöld, hafi komið fram að ekki sé lengur litið á Ísland sem umsóknarríki og að viðræður verði ekki teknar upp á nýjan leik. „Við teljum að þar með sé þessu máli lokið,“ segir Gunnar Bragi við RÚV.
12.03.2015 - 18:24
Ísland ekki lengur umsóknarríki að ESB
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Ríkisstjórnin lítur svo á að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja og hefur farið þess á leit við ESB að sambandið taki hér eftir mið af því.
12.03.2015 - 17:59
  •