Færslur: ESB viðræðuslit

Meirihluti andvígur afturköllun umsóknar
Meirihluti landsmanna er andvígur því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallúps.
02.04.2015 - 19:03
Evrópuvaktin dottar
Ekki munu birtast fleiri pistlar á Evrópuvaktinni í bráð. Forsvarsmenn vefsíðunnar segja að aðild að sambandinu sé fjarlægari nú en árið 2009 þegar samþykkt var að óska eftir aðildarviðræðum. Málatilbúnaður aðildarsinna sé hruninn til grunna.
31.03.2015 - 21:53
Þjóðaratkvæðagreiðsla ekki út úr myndinni
Fjármálaráðherra skorar á þingmenn að taka höndum saman og reyna að leysa þá spennu sem sé á vinnumarkaði í stað þess að magna hana enn frekar. Hann segir að þjóðaratkvæðagreiðsla sem tengist Evrópusambandinu hafi aldrei verið slegin út af borðinu.
26.03.2015 - 18:44
Nær tveir þriðju ósáttir við Gunnar Braga
63 prósent aðspurðra eru ósátt með framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum síðustu daga samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.
20.03.2015 - 08:11
„ESB á ekkert að misskilja þetta“
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, var mjög afdráttarlaus í Kastljósi í kvöld þar sem hann sagði að ESB ætti ekkert að misskilja ákvörðun íslenska stjórnvalda - þessu ferli væri lokið. Evrópusambandið hefði sagt að það ætlaði að taka mark á íslenskum stjórnvöldum - nú væri komið að því.
18.03.2015 - 21:24
Gunnar Bragi: LOL - go for it :)
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tekur vel í vangaveltur Brynhildar Pétursdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, um að hún ávarpi hann sem „háttvirtan flippkisa“. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans.
17.03.2015 - 18:55
Þorir ekki að kalla Gunnar Braga flippkisa
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lýsir furðu sinni á röksemdafærslu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra á Facebook-síðu sinni. Hún kveðst íhuga að ávarpa hann úr ræðustól sem „háttvirtan flippkisa“, en haldi að hún þori því ekki.
17.03.2015 - 15:53
Ragnheiður ósammála Gunnari
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti Alþingi nú á þriðja tímanum munnlega skýrslu sína um Evrópumál og atburðarás undanfarinna daga og það bréf sem hann hefur nú afhent formanni Evrópusambandsins.
17.03.2015 - 15:02
Utanríkisráðherrar ESB ræða ekki bréfið
Fundur utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna stendur nú í Brussel.
17.03.2015 - 14:38
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar
Fundur utanríkismálanefndar stendur enn. Á hann kom utanríkisráðherra í morgun til að svara spurningum nefndarmanna um bréf það sem hann sendi Evrópusambandinu í síðustu viku. Fundurinn hófst klukkan hálf níu.
17.03.2015 - 10:03
Ekki kosið um ESB samhliða þingkosningum
Utanríkisráðherra segir að ríkistjórnin líti svo á að aðildarumsókn að ESB sé lokið, með bréfinu sem hann afhenti forsvarsmönnum sambandsins á föstudag. Hann segir eðlilegt að ekki verði sótt um aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, hún fari þó ekki fram samhliða þingkosningum 2017.
17.03.2015 - 08:12
Vigdís: Búið að flækja þetta alltof mikið
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ESB-málinu sé lokið af hálfu Íslendinga og sokkið. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarflokkkana ætla að sniðganga þingið eftir að hafa klúðrað málinu á síðasta ári - þetta sé aðför að þingræðinu.
16.03.2015 - 20:33
Mun lita þingstörf fram á vor
Hafi það verið markmið utanríkisráðherra að eyða óvissu um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB hefur það mistekist fullkomlega, segja Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingfréttaritari Fréttablaðsins, og Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans.
16.03.2015 - 19:04
Nokkur hundruð mótmæltu ríkisstjórninni
Hávær mótmæli voru gegn ríkisstjórninni á Austurvelli síðdegis en mun færri mótmæltu þó en í gær. Lögreglan giskar á að ríflega 300 manns hafi verið fyrir framan Alþingishúsið þegar mest var í dag.
16.03.2015 - 18:46
Einar K: Alþingis að ákveða um framhaldið
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis steig í pontu í umræðum um ESB málið í dag og sagði að það væri í höndum Alþingis að ákveða um framhald ESB málsins, kjósi það svo.
16.03.2015 - 17:14
„Óskaplega skýrt - meirihlutinn ræður“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina og forseta Alþingis þegar taka átti stöðu Alþingis og yfirlýsingu forseta Alþingis til umræðu vegna ESB-málsins.. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði málið óskaplega skýrt - meirihlutinn ræður.
16.03.2015 - 16:22
Málið til vansa fyrir Alþingi
Alþingi kom saman klukkan þrjú í fyrsta sinn eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti Evrópusambandinu bréf þess efnis að ríkisstjórnin teldi Ísland ekki lengur umsóknarríki að sambandinu.
16.03.2015 - 15:28
Stjórnarandstaðan samstíga í ESB máli
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar stilla nú saman strengi sína vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.
16.03.2015 - 12:09
Viðskiptaráð: hættulegt fordæmi
Viðskiptaráð Íslands telur að staða aðildarumsóknar Íslands að ESB sé óbreytt eftir tilkynningu utanríkisráðherra um landið sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu. Það gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu og segir þau skapa hættulegt fordæmi.
16.03.2015 - 10:26
Mótmæli annan daginn í röð
Boðað hefur verið til fundar á Austurvelli klukkan 17.00 í dag, þar sem mótmælt verður aðförum ríkisstjórnarinnar í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Er þetta annar dagurinn í röð, sem bréfaskriftum utanríkisráðherra til embættismanna ESB er mótmælt með þessum hætti.
16.03.2015 - 01:36
Segir umsókn í gildi, bréfið breyti engu
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að bréf ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins sé meiriháttar stefnubreyting hjá ríkisstjórninni því hún hafi hætt við að slíta formlega umsókn um aðild að ESB. Eina leiðin til slita sé sama formlega leiðin og farin var 2009.
15.03.2015 - 19:26
Pólitískt gildi - ekki lagalegt
Í bréfi utanríkisráðherra til ESB kemur ekkert fram sem breytir lagalegri stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, nema að sambandið bregðist þannig við, segir lagaprófessor. Merking bréfs utanríkisráðherra til Evrópusambandsins hefur valdið miklum vangaveltum í dag.
13.03.2015 - 19:35
„Þjóð í ofbeldissambandi við ríkisstjórn“
„Það sem gerir fólk ósáttast er að það sé verið að gefa því hinn metaforíska fingur aftur og aftur,“ segir Hrafn Jónsson pistlahöfundur um slit ríkisstjórnar á aðildarviðræður við ESB. Hrafn tók saman helstu fréttir vikunnar ásamt Braga Páli Sigurðarsyni í Morgunútgáfunni.
13.03.2015 - 14:37
Synjaði beiðni um að kalla saman þing
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkana eru æfir yfir því að þingforseti hafnaði á formannafundi í morgun að þing yrði kallað saman til að ræða bréf ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins um Ísland sé ekki lengur í umsóknarferli að sambandinu.
13.03.2015 - 13:40
Þingsályktun sé ekki bindandi
Þingsályktun frá 2009 skuldbindur ekki sitjandi ríkisstjórn segir Björg Thorarensen lagaprófessor. Hún segir mjög sérstakt að ríkisstjórnin hafi ekki haft samráð við utanríkismálanefnd um að tilkynna ætti Evrópusambandinu að Ísland sæktist ekki lengur eftir aðild.
13.03.2015 - 12:38