Færslur: ESA

Hlakkar til að senda Evrópumann til tunglsins
Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu áttu í viðræðum í dag um frekara samstarf við rannsóknir á tunglinu. Stefnt er að því að senda fyrsta Evrópumanninn til tunglsins.
15.06.2022 - 15:51
EFTA-dómur stöðvar ekki lagningu sæstrengs
Eftirlitsstofnun EFTA hefur verið gert skylt að ráðast í rannsókn á því hvort hlutafjáraukning íslenska ríkisins til Farice ehf. vegna lagningar nýs sæstrengs standist reglur um ríkisaðstoð. Þessi niðurstaða EFTA-dómstólsins hefur ekki áhrif á langingu sæstrengsins sem hófst í síðustu viku. Sýn kvartaði til ESA og taldi ríkisaðstoð til Farice vera ólögmæta og ekki í samræmi við þjónustusamning milli Farice og Fjarskiptasjóðs.
01.06.2022 - 11:36
Árlegar losunarúthlutanir Íslands samþykktar af ESA
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt útfærslu að árlegum losunarúthlutunum fyrir EFTA-ríkin Ísland og Noreg fyrir tímabilið 2021 til 2030 í samræmi við reglugerð. Í tilkynningu frá ESA segir að tekið hafi verið mikilvægt skref í að tryggja að löndin nái settum markmiðum í takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030.
21.07.2021 - 09:45
ESA áminnir Ísland vegna leigubílalöggjafar
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, tók í dag fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi fyrir að virða ekki EES reglur um staðfesturétt á leigubílamarkaði með því að senda samgönguráðuneytinu áminningu. Þar kemst ESA að þeirri niðurstöðu að löggjöf um leigubíla á Íslandi feli í sér óréttmæta takmörkun á staðfesturétti og brjóti því í bága við EES samninginn.
20.01.2021 - 17:22
ESA gefur grænt ljós á Ferðaábyrgðasjóð
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur gefið grænt ljós á Ferðaábyrgðasjóð. Lagabreyting til stofnunar sjóðsins var samþykkt á Alþingi á þriðjudag. Tilgangur sjóðsins er að auðvelda ferðaskrifstofum og skipuleggjendum pakkaferða að endurgreiða viðskiptavinum vegna ferða sem voru afpantaðar eða blásnar af vegna heimsfaraldursins.
05.07.2020 - 12:50
Áfengissala í Fríhöfninni ekki samkvæmt EES-reglum
Smásala áfengis í Fríhöfnini samræmist ekki EES-samningnum. Nauðsynlegt er að tryggja að kerfið við val á áfengum drykkjum til sölu þar sé gagnsætt og án mismununar. Þetta er niðurstaða rökstudds álits sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, gaf út í dag.
22.04.2020 - 10:51
Fiskeldi: ESA telur ríkið hafa brotið lög
Íslenska ríkið braut reglur EES um mat á umhverfisáhrifum þegar það breytti lögum um fiskeldi í október 2018, samkvæmt bráðabirgðaákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að niðurstaðan sýni gildi þes að haft sé samráð um mikilvægar ákvarðanir um umhverfið.
17.04.2020 - 08:20
Innlent · fiskeldi · Landvernd · Náttúra · ESA
Kvarta til EFTA vegna brotalama á framkvæmd hópuppsagna
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa sent kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA. Þau telja að framkvæmd hópuppsagna á Íslandi sé verulega ábótavant, sem hafi sýnt sig þegar Arion banki sagði upp rúmlega 100 manns í haust.
10.02.2020 - 12:24
ESA gerir athugasemdir við íslenskt eftirlit
Eftirlitsstofnun EFTA gerir athugasemdir við eftirlit með framleiðslu mjólkur og kjöts hérlendis. Skerpa þurfi á athugunum í mjólkurvinnslum og sláturhúsum. Eftirlitsaðilar hérlendis vinna að úrbætum.
04.02.2020 - 15:15
Á eftir að innleiða innan við 1% EES-gerða
Svokallaður innleiðingarhalli Íslands vegna EES-gerða, það er, tilskipana og reglugerða, er innan við eitt prósent, í þriðja sinn í röð. Þetta hefur aldrei gerst áður samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Í nýbirtu frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að það eigi eftir að innleiða 0,7 prósent EES-gerða hér á landi, sex tilskipanir og 38 reglugerðir.
16.07.2019 - 19:11
Innlent · EFTA · ESA · EES
Faggildingarvottorð ekki fullgild innan EES
Faggildingarvottorð, gefin út hér á landi, teljast ekki jafngild sams konar vottorðum frá öðrum ríkjum EES og njóta ekki endilega virðingar á Evrópska efnahagssvæðinu eins og staðan er nú. Þeir sem hafa fengið faggildingarvottorð hér á landi, og vilja veita þjónustu í öðru EES-ríki, geta því ekki reitt sig á að vottorðin séu fullgild þar.
15.07.2019 - 16:47
Alþýðusambandið kærir íslenska ríkið
Alþýðusambandið hefur kært íslenska ríkið til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögmaður ASÍ segir að nýlegur dómur Evrópudómstólsins hnykki á því að það sé á ábyrgð vinnuveitenda en ekki launafólks að passa að það njóti daglegrar hvíldar og vikulegra frídaga.
17.05.2019 - 16:43
Taka ekki afstöðu til kvörtunar um neytendalán
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, tekur ekki afstöðu til kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna síðan í nóvember 2016 um framkvæmd verðtryggðra neytendalána á Íslandi. Lögin, sem kvörtunin sneri að, eru ekki lengur í gildi og því tekur stofnunin ekki afstöðu til þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA.
27.03.2018 - 10:24
Innlent · Neytendamál · EFTA · ESA
Eftirliti með innflutningi ábótavant
Ísland þarf að bæta eftirlit með innflutningi afurða úr dýraríkinu og lifandi lagardýra. Þetta er niðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í framhaldi af eftirlitsferð hingað í júní.
29.09.2017 - 09:38
Cassini leiðangri lýkur á föstudag
Etir tvo áratugi í geimnum er komið að leiðarlokum hjá Cassini-Huygens geimfarinu sem NASA skaut á loft árið 1997, í samvinnu við Evrópsku geimferðastofnunina ESA og Ítölsku geimferðastofnunina ASI. Lýkur þar með samnefndum leiðangri sem alið hefur af sér merkar uppgötvanir í rannsóknum á sólkerfinu.
12.09.2017 - 15:49