Færslur: Erna Solberg

Sjónvarpsfrétt
„Hatrið lifir enn meðal okkar“
Norðmenn minntust þess í dag að tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló. Hatrið lifir enn meðal okkar, sögðu núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar Noregs í minningarræðum sínum í dag.
22.07.2021 - 16:30
Bandaríkjastjórn fús að upplýsa um njósnamál
Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Bandaríkjastjórn væri fús að svara öllum spurningum varðandi njósnir um evrópska bandamenn. Þetta er hið fyrsta sem heyrist frá Bandaríkjastjórn um hleranir þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í samvinnu við leyniþjónustu danska hersins. Jean-Pierre, sem er aðstoðarblaðafulltrúi Joe Bidens forseta, svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni Air Force Once í gær. Hún var spurð um hleranir NSA í Evrópu.
Spegillinn
Ekki afglæpavæðing í Noregi
Norðmenn ætla ekki að afglæpavæða minni skammta af eiturlyfjum. Erna Solberg forsætisráðherra lenti í minnihluta með frumvarp sitt í Stórþinginu. Miðað var við fimm grömm af sterkari efnum og 15 grömm af hassi en þingmenn sögðu nei. Norski forsætisráðherrann ætlar að gera málið að kosningamáli í haust og bæta við auknu frjálsræði í sölu á áfengi.
20.05.2021 - 10:13
Lögregla rannsakar afmælisfagnað Solberg
Norska lögreglan ætlar að rannsaka ásakanir um að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefði brotið sóttvarnareglur þegar hún fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. Hún fór þá ásamt ættingjum og vinum til Geilo í tilefni afmælisins.
19.03.2021 - 10:56
Minningarathöfn um þau sem létust í Gjerdrum
Minningarathöfn var haldin í Gjerdrum-kirkju á sunnudagsmorguninn til að minnast þeirra sem létust í náttúruhamförunum í Ask 30. desember síðastliðinn. Jafnframt var tilgangurinn að hugga hvert og eitt þeirra sem á um sárt að binda eftir atburðina.
11.01.2021 - 05:01
Fordæma árasina og minna á virðingu fyrir lýðræðinu
Þjóðarleiðtogar og fyrrverandi Bandaríkjaforsetar fordæma framferði þeirra sem réðust inn í þinghúsið í gær. Mikilvægi þess að úrslit lýðræðislegra kosninga séu virt er flestum þeirra hugleikið.
Spegillinn
„Þú átt ekki að aka yfir á gulu“
Norðmenn ákváðu í dag að setja Ísland á rauðan lista. Það þýðir að allir sem koma frá Íslandi til Noregs verða að fara í 10 daga sóttkví. Eystrasaltslöndin hafa sett Ísland á rauða listann og sömuleiðis Grænland. Norðmenn hafa hingað til skilgreint smithættu í Evrópulöndum með grænum og rauðum lit. Nú hefur gulur verið settur í stað þess græna.
12.08.2020 - 16:46
 · Erlent · COVID-19 · Noregur · Erna Solberg
Katrín ræddi við forsætisráðherra Noregs á fjarfundi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og  Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, ræddust við á fjarfundi í dag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrst og fremst hafi verið rætt um baráttuna gegn COVID-19 og sóttvarnaráðstafanir sem löndin hafa gripið til.
16.04.2020 - 17:36
Katrín fundaði með leiðtogum EFTA um Brexit
Leiðtogafundur EFTA-ríkjanna var haldinn í Osló í morgun. Þar fundaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Adrian Hasler, forsætisráherra Liechtenstein.
03.02.2020 - 12:04
Fréttaskýring
Óviss framtíð norsku stjórnarinnar
Óvíst er um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg í Noregi vegna deilna um heimferð norskrar konu sem er tengd hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Ríkisstjórnin samþykkti að konan og tvö börn hennar verði flutt heim frá Sýrlandi í andstöðu við vilja Framfaraflokksins, sem á sæti í stjórninni.
16.01.2020 - 14:52
Fréttaskýring
Solberg biður „tyskerjentene“ afsökunar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur beðist afsökunar á framkomu norskra stjórnvalda við konur sem áttu í sambandi við Þjóðverja í hernámsliðinu í Noregi í síðari heimsstyrjöldinni. Margar voru sviptar borgaralegum réttindum og sumar sviptar ríkisfangi og reknar úr landi.
18.10.2018 - 18:09
Hægri flokkurinn stærstur í Noregi
Kosningar verða í Noregi 11. september og er mjög mjótt á mununum á milli borgaraflokkanna, sem verið hafa í stjórn í fjögur ár, og vinstri flokkanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska ríkisútvarpið, NRK, er Hægri flokkurinn nú stærsti flokkur landsins með 25,7 prósent. Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkurinn í nærri heila öld, nýtur nú einungis stuðnings 24,4 prósent kjósenda.
29.08.2017 - 22:48