Færslur: Erna Solberg

Myndskeið
Hugur Solberg er hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra
Ernu Solberg fráfarandi forsætisráðherra Noregs er afar brugðið eftir að fimm féllu og tveir særðust í árás bogamanns í bænum Kongsberg í suðausturhluta landsins í dag. Solberg segir hug sinn vera hjá hinum látnu og aðstandendum þeirra. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.
13.10.2021 - 22:41
Erna Solberg hefur beðist lausnar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á ríkisráðsfundi í Ósló. Stefnt er að því að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag.
12.10.2021 - 12:04
Langar raðir við næturklúbba í borgum Noregs
Langar raðir mynduðust við næturklúbba í Osló í kvöld en klukkan fjögur í dag tóku miklar tilslakanir á samkomutakmörkunum gildi í Noregi. Líf, gleði og fjör ríkir víða að sögn lögreglu en sumstaðar hafa komið upp erfiðar aðstæður.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Stjórnmál í Noregi og Bretlandi
Vinstriflokkar unnu sigur í kosningum til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn. Jonas Gahr Støre tekur því að öllum líkindum við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg. Hún hefur verið forsætisráðherra síðan 2013. Støre hefur hafið viðræður um stjórnarmyndun við leiðtoga SV, Sósíalíska vinstriflokksins, og Senterpartiet, Miðflokksins. Þetta var aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1.
Vinstrimönnum enn spáð sigri í Noregi
Norðmenn ganga til Stórþingskosninga á mánudag og skoðanakannanir benda til þess að níu flokkar fái menn kjörna. Allt virðist benda til þess að Erna Solberg, sem verið hefur forsætisráðherra síðastliðin átta ár, þurfi að láta af embætti. Bæði flokkur hennar, Hægriflokkurinn, Høyre, og Framfaraflokkurinn, sem lengst af var í stjórn með Høyre, missa umtalsvert fylgi ef marka má niðurstöður kannana
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem var rætt í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kosningabaráttan í Noregi
Norðmenn ganga til kosninga 13. september og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Þetta var umfjöllunarefni í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 í morgun og rætt var við Herdísi Sigurgrímsdóttur. Hún er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttamaður RÚV en er búsett í Noregi.
Vinstrimönnum spáð sigri í Noregi
Kannanir í Noregi benda til þess að mið- og vinstriflokkar fái meirihluta á Stórþinginu í kosningunum 13. september. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg. 
Sjónvarpsfrétt
„Hatrið lifir enn meðal okkar“
Norðmenn minntust þess í dag að tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló. Hatrið lifir enn meðal okkar, sögðu núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar Noregs í minningarræðum sínum í dag.
22.07.2021 - 16:30
Bandaríkjastjórn fús að upplýsa um njósnamál
Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Bandaríkjastjórn væri fús að svara öllum spurningum varðandi njósnir um evrópska bandamenn. Þetta er hið fyrsta sem heyrist frá Bandaríkjastjórn um hleranir þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í samvinnu við leyniþjónustu danska hersins. Jean-Pierre, sem er aðstoðarblaðafulltrúi Joe Bidens forseta, svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni Air Force Once í gær. Hún var spurð um hleranir NSA í Evrópu.
Spegillinn
Ekki afglæpavæðing í Noregi
Norðmenn ætla ekki að afglæpavæða minni skammta af eiturlyfjum. Erna Solberg forsætisráðherra lenti í minnihluta með frumvarp sitt í Stórþinginu. Miðað var við fimm grömm af sterkari efnum og 15 grömm af hassi en þingmenn sögðu nei. Norski forsætisráðherrann ætlar að gera málið að kosningamáli í haust og bæta við auknu frjálsræði í sölu á áfengi.
20.05.2021 - 10:13
Lögregla rannsakar afmælisfagnað Solberg
Norska lögreglan ætlar að rannsaka ásakanir um að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefði brotið sóttvarnareglur þegar hún fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. Hún fór þá ásamt ættingjum og vinum til Geilo í tilefni afmælisins.
19.03.2021 - 10:56
Minningarathöfn um þau sem létust í Gjerdrum
Minningarathöfn var haldin í Gjerdrum-kirkju á sunnudagsmorguninn til að minnast þeirra sem létust í náttúruhamförunum í Ask 30. desember síðastliðinn. Jafnframt var tilgangurinn að hugga hvert og eitt þeirra sem á um sárt að binda eftir atburðina.
11.01.2021 - 05:01
Fordæma árasina og minna á virðingu fyrir lýðræðinu
Þjóðarleiðtogar og fyrrverandi Bandaríkjaforsetar fordæma framferði þeirra sem réðust inn í þinghúsið í gær. Mikilvægi þess að úrslit lýðræðislegra kosninga séu virt er flestum þeirra hugleikið.
Spegillinn
„Þú átt ekki að aka yfir á gulu“
Norðmenn ákváðu í dag að setja Ísland á rauðan lista. Það þýðir að allir sem koma frá Íslandi til Noregs verða að fara í 10 daga sóttkví. Eystrasaltslöndin hafa sett Ísland á rauða listann og sömuleiðis Grænland. Norðmenn hafa hingað til skilgreint smithættu í Evrópulöndum með grænum og rauðum lit. Nú hefur gulur verið settur í stað þess græna.
12.08.2020 - 16:46
 · Erlent · COVID-19 · Noregur · Erna Solberg
Katrín ræddi við forsætisráðherra Noregs á fjarfundi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og  Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, ræddust við á fjarfundi í dag. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að fyrst og fremst hafi verið rætt um baráttuna gegn COVID-19 og sóttvarnaráðstafanir sem löndin hafa gripið til.
16.04.2020 - 17:36
Katrín fundaði með leiðtogum EFTA um Brexit
Leiðtogafundur EFTA-ríkjanna var haldinn í Osló í morgun. Þar fundaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Adrian Hasler, forsætisráherra Liechtenstein.
03.02.2020 - 12:04
Fréttaskýring
Óviss framtíð norsku stjórnarinnar
Óvíst er um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg í Noregi vegna deilna um heimferð norskrar konu sem er tengd hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Ríkisstjórnin samþykkti að konan og tvö börn hennar verði flutt heim frá Sýrlandi í andstöðu við vilja Framfaraflokksins, sem á sæti í stjórninni.
16.01.2020 - 14:52
Fréttaskýring
Solberg biður „tyskerjentene“ afsökunar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur beðist afsökunar á framkomu norskra stjórnvalda við konur sem áttu í sambandi við Þjóðverja í hernámsliðinu í Noregi í síðari heimsstyrjöldinni. Margar voru sviptar borgaralegum réttindum og sumar sviptar ríkisfangi og reknar úr landi.
18.10.2018 - 18:09
Hægri flokkurinn stærstur í Noregi
Kosningar verða í Noregi 11. september og er mjög mjótt á mununum á milli borgaraflokkanna, sem verið hafa í stjórn í fjögur ár, og vinstri flokkanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska ríkisútvarpið, NRK, er Hægri flokkurinn nú stærsti flokkur landsins með 25,7 prósent. Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkurinn í nærri heila öld, nýtur nú einungis stuðnings 24,4 prósent kjósenda.
29.08.2017 - 22:48