Færslur: Erlent

Spegillinn
Ferðast yfir hálfan hnöttinn til að tína ber
Á ári hverju ferðast þúsundir Taílendinga til yfir hálfan hnöttinn til að tína ber í skógunum í Norður-Svíþjóð. Vinnan er erfið og slítandi, launin lág og aðstæðurnar minna oft á mansal. Líkt og margar aðrar greinar hagkerfisins, hefur berjaframleiðsla verið í uppnámi vegna heimsfaraldurs COVID-19.
21.08.2020 - 17:00
Spegillinn
Ræða næstu Brexitskref
Þessa vikuna hittast samninganefndir Breta og ESB til að ræða næstu skref Brexit-mála. Sem fyrr fer lítið fyrir fréttum af stórstígum árangri þó flestir búist við einhvers konar samningi. Á endanum.
21.08.2020 - 11:17
 · Erlent · ESB · Brexit
Spegillinn
Norska hvalkjötið rýkur út
Norðmenn vilja meira hvalkjöt. Það er óvænt aukaverkun af kórónuveirunni. Hvalkjöt er þó ekki talið búa yfir lækningamætti heldur hitt að Norðmenn hafa í sumar beint ferðum sínum norður í land á slóðir þeirra fáu hrefnuveiðimanna sem enn eru eftir.
20.08.2020 - 11:32
 · Erlent · Noregur · hvalveiðar
Spegillinn
Einkunnir í pólitísku fárviðri
Þegar breskir nemendur gátu ekki, vegna veirufaraldursins, tekið prófið, sem samsvarar íslenska stúdentsprófinu áttu kennaraeinkunnir að ráða. Á síðustu stundu var svo ákveðið að nota reikniformúla. Þegar heildardæmið var reiknað kom í ljós að um 40 prósent nemenda hafði fengið lægri einkunnir en kennaraeinkunnirnar. Þegar betur var að gáð, var lækkun ekki sérlega réttlát, fól í sér félagslega mismunun. Málið er orðið meiriháttar álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina.
19.08.2020 - 10:26
 · Erlent · Bretland · Menntun
Spegillinn
Brexit, fiskur og þorskastríðin 2
Hugtakið ,,afstæður stöðugleiki“ hljómar eins og hugtak úr heimspólitík kalda stríðsins. Reyndar er hugtakið frá þeim tíma: var, og er enn, lykilhugtak í kvótaúthlutun Evrópusambandsins. Bretar vilja breyttar úthlutunarreglur en saga þessa hugtaks skýrir af hverju Bretum gæti gengið erfiðlega að fá sitt fram. Og ekki auðveldar það Brexit.
18.08.2020 - 12:31
 · Fiskveiðiauðlindin · ESB · Brexit · Erlent
Spegillinn
Varaforsetaefnið Kamala Harris
Ef Kamala Harris og Joe Biden næðu kjöri í forsetakosningunum í haust gegn Donald Trump, yrði hún fyrsti kvenkyns varaforseti landsins, fyrsti svarti varaforsetinn og sá fyrsti af asískum uppruna. Hún bauð sig fram í forvali demókrata, náði talsverðu flugi í upphafi, réðst nokkuð harkalega á Joe Biden í kappræðum en fylgið dalaði og hún dró framboð sitt til baka.
Spegillinn
Osló orðin rauð
Í Osló, höfuðborg Noregs, er stefnt að því að hefja skólastarf með hefðbundnum hætti eftir helgi þrátt fyrir að borgin sé orðin rautt smitsvæði. Kórónuveiran hefur breiðst ört út síðustu daga. Smitbylgjan er rakin til utanlandsferða fólks í sumar og drykkjuskapar skólanema í almenningsgörðum borgarinnar.
14.08.2020 - 17:00
 · Erlent · COVID-19 · Osló · Noregur
Spegillinn
„Þú átt ekki að aka yfir á gulu“
Norðmenn ákváðu í dag að setja Ísland á rauðan lista. Það þýðir að allir sem koma frá Íslandi til Noregs verða að fara í 10 daga sóttkví. Eystrasaltslöndin hafa sett Ísland á rauða listann og sömuleiðis Grænland. Norðmenn hafa hingað til skilgreint smithættu í Evrópulöndum með grænum og rauðum lit. Nú hefur gulur verið settur í stað þess græna.
12.08.2020 - 16:46
 · Erlent · COVID-19 · Noregur · Erna Solberg
Trump yfirgaf blaðamannafund í skyndi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirgaf skyndilega blaðamannafund í Hvíta húsinu í kvöld eftir að öryggisvörður kallaði á hann og hvíslaði einhverju að honum. Hann sneri síðan aftur nokkrum mínútum síðar og sagði að maður hefði verið skotinn fyrir utan Hvíta húsið.
10.08.2020 - 22:16
Jón Björgvinsson í Beirút
„Af hverju við? Af hverju við?“
Á annað hundrað létust og margra er enn saknað eftir sprengingarnar miklu í Beirút í fyrradag. Vitað er um nærri fimm þúsund sem slösuðust og nærri þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er í Beirút.
06.08.2020 - 18:57
Stefnir í fordæmalausa kosningabaráttu vestanhafs
Joe Biden, verðandi forsetaefni Demókrataflokksins, hefur ákveðið að taka ekki við útnefningu á flokksþingi flokksins í Milwaukee um miðjan mánuðinn. Donald Trump hefur sömuleiðis gefið í skyn að hann ætli að taka við formlegri útnefningu frá heimili sínu- Hvíta húsinu. Trump vill bæta við fjórðu sjónvarpskappræðunum eða flýta þeim fyrstu. Talsmenn Bidens segja að forsetinn ætti að hafa jafnmiklar áhyggjur af COVID-19 og kappræðunum.
Myndskeið
Eiga erfitt með að hemja „Eplis eldinn“ í Kaliforníu
Meira en 2.200 slökkviliðsmenn reyna nú að hemja útbreiðslu gróðurelda sem æða áfram nánast stjórnlaust í suðurhluta Kaliforníu. Þeir eru kallaðir „Eplis-eldurinn“ eftir götunni Apple Tree Lane sem er nálægt upptökunum. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að slökkvistarfið eigi eftir að reynast erfitt.
03.08.2020 - 09:46
Jair Bolsonaro laus við COVID-19
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur náð sér eftir kórónuveirusmit. Hann tilkynnti nú síðdegis að hann hefði hefði greinst neikvæður fyrir COVID-19, tveimur vikum eftir að hann greindist með sjúkdóminn.
25.07.2020 - 14:03
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Spegillinn
COVID-19 og umhverfismálin
Áður en COVID-19 skall á heiminum voru loftslagsbreytingar af mannavöldum víða áhyggjuefni. Umhverfisstefna flestra landa er þó tæplega róttæk. Nú heyrist víða að aðgerðir gegn veirunni sé dæmi um að stjórnir geti tekið afdrifaríkar ákvarðanir þegar mikið liggi við. Sömu kláru tökin þurfi nú í loftslagsmálum því þar liggi ekki síður mikið við.
26.06.2020 - 15:10
 · Erlent · Covid 19 · Umhverfismál
Eldgos felldi Sesar
Rannsókn á borkjarna úr Grænlandsjökli bendir til þess að fall Júlíusar Sesars og lok lýðveldis í Róm og konungsveldis í Egyptalandi fyrir um 2064 árum megi að hluta rekja til atburðar sem varð hinu megin á jarðkringlunni á sama tíma. Kuldi og þurrkar ollu miklum og óvæntum uppskerubresti í Evrópu og í Norður Afríku á þessum tíma og nú er sökudólgurinn loks fundinn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem fjallað er um í nýjasta tímariti bandarísku vísindaakademíunnar.
25.06.2020 - 17:00
 · Erlent · eldfjöll · vísindi
Spegillinn
Brexit – margt sem þarf að ganga upp
Í skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur COVID-19 veiran skyggt á Brexit. Fátt áþreifanlegt hefur hafst upp úr samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið, sem staðið hafa síðan í byrjun mars, um framtíðarviðskiptasamband. Í síðustu viðræðulotu virðist þó hafa náðst sameiginlegur skilningur sem hægt verður að byggja á. En nýr samningur ætti að taka gildi um áramótinn og tíminn til að klára viðræðurnar er naumur.
24.06.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Boris Johnson
Spegillinn
Frá Guantanamo til Hollywood
Mohamedou Slahi var ranglega vistaður í Guantanamo í meira en 14 ár. Nú er verið að gera kvikmynd í Hollywood, með stórleikurunum Benedict Cumberbatch og Jodie Foster í aðalhlutverkum, um manninn sem segist hafa fyrirgefið kvölurum sínum.
13.06.2020 - 08:22
Spegillinn
COVID-19 herjar líka á heilbrigðisstarfsfólk
Tölur um COVID-19 smit og dauðsföll meðal heilbrigðisstarfsfólks er eitt af því sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin þurfi að kanna og draga lærdóm af, meðal annars til að draga úr smithættu og efla öryggi heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsingum um smit í þessum hópi er ekki safnað á Íslandi.
08.06.2020 - 17:20
Spegillinn
COVID-19 og stéttaskipting í Brasilíu
Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Sægur vinnukvenna ferðast daglega á milli hverfa fátæklinga og hinna betur stæðra. Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Sægur vinnukvenna ferðast daglega á milli hverfa fátæklinga og hinna betur stæðra. Nú hafa 618 þúsund greinst smitaðir í Brasilíu og 34 þúsund er skráðir látnir.
05.06.2020 - 16:30
Spegillinn
Breska stjórnin í talnaleik
Breska stjórnin var sein að setja á samkomubann vegna COVID-19 veirunnar. Eftir misvísandi upplýsingar hika breskir foreldrar við að senda krakkana í skólana en samt flykkist fólk á strendur og útisvæði í góða veðrinu. Og hagstofustjóri Breta telur ríkisstjórnina beita tölfræðiblekkingum.
03.06.2020 - 19:21
 · Erlent · COVID-19 · Bretland
Spegillinn
„Virðir ekki leikreglur lýðræðisins“
Donald Trump er erkitýpa af þjóðernispopúlískum stjórnmálamanni sem virðir ekki endilega leikreglur lýðræðisins, segir Eiríkur Bergmann stórnmálafræðiprófessor. Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hika við að beita hervaldi til að binda enda á óeirðirnar í landinu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað út í meira en tuttugu ríkjum Bandaríkjanna til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu.
Spegillinn
Umskurður kvenna í Kenya
Limlesting á kynfærum kvenna hefur verið bönnuð árum saman í Kenya en þessari blóðugu hefð er enn viðhaldið í dreifðari byggðum landsins. Samtök sem berjast gegn umskurði kvenna boða breyttar hefðir við vígsluathafnir stúlkna og baráttan skilar árangri. Tvö hundruð milljónir kvenna í heiminum hafa verið limlestar á kynfærum og á ári hverju bætast við þrjár milljónir ungra stúlkna.
29.05.2020 - 17:30
Fréttaskýring
Breska stjórnin hrekst undan erfiðum málum
Síðdegis kynnti breska stjórnin ný áfrom um léttingu veirubanna. Stjórnin hrekst þó undan erfiðum málum, bæði sjálfsköpuðum vanda eins og broti nánasta ráðgjafa forsætisráðherra á ferðabanni og svo hvernig eigi að vinda ofan af ferða- og samkomubanni. Og svo er það Brexit.
28.05.2020 - 16:55
 · Bretland · Erlent · Brexit · COVID-19
Réttarhöldum yfir Netanyahu frestað
Fyrsta degi réttarhalda yfir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels lauk eftir tæplega klukkustund síðdegis í dag. Netanyahu tjáði sig ekkert í réttarhöldunum að öðru leyti en því að segja til nafns. Verjendur hans kröfðust þess að réttarhöldunum yrði frestað til þess að þeir gætu farið betur ofan í gögn málsins. Það var gert og ekki var tilkynnt hvenær málinu verður fram haldið.
24.05.2020 - 14:42
Erlent · Erlent · Ísrael · Netanyahu