Færslur: Erlent

Jón Björgvinsson í Beirút
„Af hverju við? Af hverju við?“
Á annað hundrað létust og margra er enn saknað eftir sprengingarnar miklu í Beirút í fyrradag. Vitað er um nærri fimm þúsund sem slösuðust og nærri þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Jón Björgvinsson fréttaritari RÚV er í Beirút.
06.08.2020 - 18:57
Stefnir í fordæmalausa kosningabaráttu vestanhafs
Joe Biden, verðandi forsetaefni Demókrataflokksins, hefur ákveðið að taka ekki við útnefningu á flokksþingi flokksins í Milwaukee um miðjan mánuðinn. Donald Trump hefur sömuleiðis gefið í skyn að hann ætli að taka við formlegri útnefningu frá heimili sínu- Hvíta húsinu. Trump vill bæta við fjórðu sjónvarpskappræðunum eða flýta þeim fyrstu. Talsmenn Bidens segja að forsetinn ætti að hafa jafnmiklar áhyggjur af COVID-19 og kappræðunum.
Myndskeið
Eiga erfitt með að hemja „Eplis eldinn“ í Kaliforníu
Meira en 2.200 slökkviliðsmenn reyna nú að hemja útbreiðslu gróðurelda sem æða áfram nánast stjórnlaust í suðurhluta Kaliforníu. Þeir eru kallaðir „Eplis-eldurinn“ eftir götunni Apple Tree Lane sem er nálægt upptökunum. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að slökkvistarfið eigi eftir að reynast erfitt.
03.08.2020 - 09:46
Jair Bolsonaro laus við COVID-19
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur náð sér eftir kórónuveirusmit. Hann tilkynnti nú síðdegis að hann hefði hefði greinst neikvæður fyrir COVID-19, tveimur vikum eftir að hann greindist með sjúkdóminn.
25.07.2020 - 14:03
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Spegillinn
COVID-19 og umhverfismálin
Áður en COVID-19 skall á heiminum voru loftslagsbreytingar af mannavöldum víða áhyggjuefni. Umhverfisstefna flestra landa er þó tæplega róttæk. Nú heyrist víða að aðgerðir gegn veirunni sé dæmi um að stjórnir geti tekið afdrifaríkar ákvarðanir þegar mikið liggi við. Sömu kláru tökin þurfi nú í loftslagsmálum því þar liggi ekki síður mikið við.
26.06.2020 - 15:10
 · Erlent · Covid 19 · Umhverfismál
Eldgos felldi Sesar
Rannsókn á borkjarna úr Grænlandsjökli bendir til þess að fall Júlíusar Sesars og lok lýðveldis í Róm og konungsveldis í Egyptalandi fyrir um 2064 árum megi að hluta rekja til atburðar sem varð hinu megin á jarðkringlunni á sama tíma. Kuldi og þurrkar ollu miklum og óvæntum uppskerubresti í Evrópu og í Norður Afríku á þessum tíma og nú er sökudólgurinn loks fundinn samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem fjallað er um í nýjasta tímariti bandarísku vísindaakademíunnar.
25.06.2020 - 17:00
 · Erlent · eldfjöll · vísindi
Spegillinn
Brexit – margt sem þarf að ganga upp
Í skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel hefur COVID-19 veiran skyggt á Brexit. Fátt áþreifanlegt hefur hafst upp úr samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið, sem staðið hafa síðan í byrjun mars, um framtíðarviðskiptasamband. Í síðustu viðræðulotu virðist þó hafa náðst sameiginlegur skilningur sem hægt verður að byggja á. En nýr samningur ætti að taka gildi um áramótinn og tíminn til að klára viðræðurnar er naumur.
24.06.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Bretland · ESB · Boris Johnson
Spegillinn
Frá Guantanamo til Hollywood
Mohamedou Slahi var ranglega vistaður í Guantanamo í meira en 14 ár. Nú er verið að gera kvikmynd í Hollywood, með stórleikurunum Benedict Cumberbatch og Jodie Foster í aðalhlutverkum, um manninn sem segist hafa fyrirgefið kvölurum sínum.
13.06.2020 - 08:22
Spegillinn
COVID-19 herjar líka á heilbrigðisstarfsfólk
Tölur um COVID-19 smit og dauðsföll meðal heilbrigðisstarfsfólks er eitt af því sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin þurfi að kanna og draga lærdóm af, meðal annars til að draga úr smithættu og efla öryggi heilbrigðisstarfsfólks. Upplýsingum um smit í þessum hópi er ekki safnað á Íslandi.
08.06.2020 - 17:20
Spegillinn
COVID-19 og stéttaskipting í Brasilíu
Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Sægur vinnukvenna ferðast daglega á milli hverfa fátæklinga og hinna betur stæðra. Stéttaskipting og félagslegt misrétti eru meðal ástæðna þess að Brasilía hefur farið mjög illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Sægur vinnukvenna ferðast daglega á milli hverfa fátæklinga og hinna betur stæðra. Nú hafa 618 þúsund greinst smitaðir í Brasilíu og 34 þúsund er skráðir látnir.
05.06.2020 - 16:30
Spegillinn
Breska stjórnin í talnaleik
Breska stjórnin var sein að setja á samkomubann vegna COVID-19 veirunnar. Eftir misvísandi upplýsingar hika breskir foreldrar við að senda krakkana í skólana en samt flykkist fólk á strendur og útisvæði í góða veðrinu. Og hagstofustjóri Breta telur ríkisstjórnina beita tölfræðiblekkingum.
03.06.2020 - 19:21
 · Erlent · COVID-19 · Bretland
Spegillinn
„Virðir ekki leikreglur lýðræðisins“
Donald Trump er erkitýpa af þjóðernispopúlískum stjórnmálamanni sem virðir ekki endilega leikreglur lýðræðisins, segir Eiríkur Bergmann stórnmálafræðiprófessor. Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hika við að beita hervaldi til að binda enda á óeirðirnar í landinu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað út í meira en tuttugu ríkjum Bandaríkjanna til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu.
Spegillinn
Umskurður kvenna í Kenya
Limlesting á kynfærum kvenna hefur verið bönnuð árum saman í Kenya en þessari blóðugu hefð er enn viðhaldið í dreifðari byggðum landsins. Samtök sem berjast gegn umskurði kvenna boða breyttar hefðir við vígsluathafnir stúlkna og baráttan skilar árangri. Tvö hundruð milljónir kvenna í heiminum hafa verið limlestar á kynfærum og á ári hverju bætast við þrjár milljónir ungra stúlkna.
29.05.2020 - 17:30
Fréttaskýring
Breska stjórnin hrekst undan erfiðum málum
Síðdegis kynnti breska stjórnin ný áfrom um léttingu veirubanna. Stjórnin hrekst þó undan erfiðum málum, bæði sjálfsköpuðum vanda eins og broti nánasta ráðgjafa forsætisráðherra á ferðabanni og svo hvernig eigi að vinda ofan af ferða- og samkomubanni. Og svo er það Brexit.
28.05.2020 - 16:55
 · Bretland · Erlent · Brexit · COVID-19
Réttarhöldum yfir Netanyahu frestað
Fyrsta degi réttarhalda yfir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels lauk eftir tæplega klukkustund síðdegis í dag. Netanyahu tjáði sig ekkert í réttarhöldunum að öðru leyti en því að segja til nafns. Verjendur hans kröfðust þess að réttarhöldunum yrði frestað til þess að þeir gætu farið betur ofan í gögn málsins. Það var gert og ekki var tilkynnt hvenær málinu verður fram haldið.
24.05.2020 - 14:42
Erlent · Erlent · Ísrael · Netanyahu
Spegillinn
Brexit með COVID-19 smit
Þriðju lotu samningaviðræðna Breta og Evrópusambandsins um framtíðarviðskipti samningsaðila lauk fyrir helgi með litlum árangri og hvassyrðum á báða bóga. COVID-19 veiran hindrar að samningamenn hittist en veiran smitar líka Brexit með ýmsum hætti.
19.05.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · ESB
Spegillinn
Hrísgrjónaréttur gegn Covid-19
Þegar plágan herjaði á Yogyakarta á Jövu í Indónesíu segir þjóðsagan að soldáninn hafi fyrirskipað þegnum sínum að elda sayur lodeh og halda sig heima í 49 daga. Það virkaði þá og hefur oft virkað síðan. Enn á ný hefur verið gripið til þessa ráðs í COVID-faraldrinum, að fyrirskipan sóldánsins sem enn ræður ríkjum í Yogyakarta.
19.05.2020 - 14:08
Spegillinn
Milljarðar til norrænna fjölmiðla
Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið veita fjölmiðlum stuðning vegna COVID-19 sem nemur sjö og hálfum milljarði íslenskra króna. Stuðningur Dana er tæpir fjórir milljarðar og Norðmanna um fjórir komma þrír milljarðar. Alþingi hefur samþykkt að varið verði 400 milljónum króna til að styrkja einkarekna fjölmiðla hér á landi.
14.05.2020 - 11:57
 · Erlent · Innlent · Fjölmiðlar
COVID-19 þyngir Brexit-róðurinn
Það væri undir öllum kringumstæðum pólitískt grettistak fyrir bresku ríkisstjórnina að ljúka útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir árslok eins og til stendur. En Brexit á tímum COVID-19 veirunnar er hálfu erfiðara verk en ella. Inn í þetta fléttast samband Breta við Bandaríkin og umheiminn.
13.05.2020 - 17:00
 · Erlent · Brexit · Boris Johnson · Bretland · ESB
Spegillinn
Ragnarök fótboltans
Fótboltavellir heimsins hafa verið tómir í faraldrinum sem nú geisar og fjárhagslegt tjón vegna þess er gríðarlegt. Allra leiða er leitað til að koma sirkusnum af stað að nýju svo peningarnir fari aftur að flæða í galtómar fjárhirslur félaganna. Enska knattspyrnan er krúnudjásn fótboltans og þar er allsendis óvíst um framhaldið. Hvert lið gæti tapað um 100 milljónum punda eða 18 milljörðum króna.
12.05.2020 - 15:41
Spegillinn
Vinsælasta sjónvarpsefni veraldar
170 milljónir Indverja horfa á 40 ára gamla sjónvarpsseríu, 10 sinnum fleiri en horfðu lokaþættina af The Big Bang Therory og Game of Thrones. Útgöngubann hefur verið í Indlandi í tvo mánuði og fátt sameinar kynslóðirnar meira en eldgamalt og endursýnt trúarlegt sjónvarpsefni.
12.05.2020 - 07:20
Breskar tilslakanir og óskýr skilaboð
Eftir ummæli Borisar Johnson forsætisráðherra í síðustu viku um tilslakanir á samkomubanni vegna COVID-19 veirunnar var búist við tilkynningum í þá veruna í ávarpi forsætisráðherra til þjóðarinnar á sunnudagskvöld. Það er þó fátt nýtt í uppsiglingu, skilaboðin heldur óskýr en eitt er þó nýtt: ný slagorð gegn veirunni.
12.05.2020 - 07:08
Fréttaskýring
Ólöglegir innflytjendur allt í einu ómissandi
Í Bandaríkjunum hafa kjötpökkunarstöðvar orðið sérstaklega illa úti í heimsfaraldrinum. Af þeim 500 þúsund verkamönnum sem starfa í pakkhúsum stórfyrirtækja er talið að um 5000 hafi veikst, eða einn af hverjum hundrað. Að minnsta kosti tuttugu hafa látist. Kórónuveiran hefur varpað ljósi á bág starfsskilyrði verkamanna. Hún hefur líka afhjúpað hvernig matvælaframleiðsla í Bandaríkjunum hvílir að stórum hluta á herðum ólöglegra innflytjenda frá Rómönsku-Ameríku.
08.05.2020 - 16:12
Spegillinn
COVID-19 og utanríkisstefna Trumps
Það er víða verið að ræða þörfina á alþjóðlegu átaki gegn COVID-19 farsóttinni, bæði hvað varðar fjárfestingu í bóluefni, lyfjum gegn veirunni og eins aðgerðum til að læra af reynslunni hingað til og hindra útbreiðslu veirusóttarinnar. Viðleitni í þessa veruna er einnig í uppsiglingu en andstætt því sem hefur oft verið áður er enginn vilji í Hvíta húsi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að taka forystuna.
05.05.2020 - 17:00
 · Erlent · COVID-19 · Trump