Færslur: Erlent starfsfólk

Kastljós
Endurskoða þarf verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu
„Það má alltaf gera betur, eitt af því sem þarf að skoða er verkaskipting í heilbrigðiskerfinu og tilfærsla verkefna milli fagstétta,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en að ekki sé að ástæðulausu að hjúkrunarfræðingar sinni ýmsum stjórnunarstörfum.
Starfandi innflytjendum fækkaði um tæp 14% milli ára
Fjöldi starfandi innflytjenda hér á landi dróst saman um tæplega 14 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 miðað við sama tímabil í fyrra. Starfsmönnum með íslenskan bakgrunn hefur fækkað um tæp fjögur prósent. Í heild dróst fjöldi starfandi samkvæmt skrám um 5,6 prósent milli ára. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
24.08.2020 - 13:18
Myndskeið
Segir atvinnuleysi bitna mest á erlendum ríkisborgurum
Nær fjórir af hverjum tíu atvinnulausum hér eru erlendir ríkisborgarar. Formaður Eflingar segir útlendinga ekki sitja við sama borð og Íslendingar. Forstjóri Vinnusmálastofnunar hefur áhyggjur af þróuninni.
19.12.2019 - 23:26
Viðtal
Þvinga fólk í vinnu þrátt fyrir veikindaleyfi
Mörg dæmi eru um að atvinnurekendur meini starfsfólki að nýta veikinda- og slysarétt sinn og geri nýja samninga við þungaðar konur. Þetta segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, doktor í heimilislækningum og meðlimur í stjórn félags íslenskra heimilislækna. Erlendir starfsmenn eigi oft allt undir vinnuveitanda og í sumum tilfellum fari yfirmaðurinn með þeim til læknis, oft í því skyni að hjálpa en stundum virðist tilgangurinn annarlegur.
Telur launamun vera að festa sig í sessi
Á síðasta ári fjölgaði erlendum ríkisborgurum hér á landi um 25%. Þeir hafa aldrei verið fleiri. Vinnumálastofnun áætlar að þeir séu nú um 38000 og að þeim fjölgi enn frekar á næstu árum. Framkvæmdastjóri Samiðnar óttast að launamunur milli erlendra og innlendra starfsmanna sé að festa sig í sessi. 
23.01.2018 - 17:00
„Á bara að viðurkenna misnotkun á vinnuafli?“
Ferðaþjónusta hefur verið í miklum vexti á Suðurlandi. Áður var mikill meirihluti félagsmanna í Verkalýðsfélaginu Bárunni á Selfossi í störfum tengdum landbúnaði en nú er svo komið að yfir 40% þeirra starfa við ferðaþjónustu. Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar segir að undanfarið hafi það færst mjög í vöxt að erlendir starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja leiti til félagsins.