Færslur: erlendir ríkisborgarar
Úkraínskum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað um 90%
Úkraínskum ríkisborgurum með búsetu hér á landi hefur fjölgað um 90,4% frá 1. desember síðastliðnum. Þann 1. apríl voru 455 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang skráðir samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.
20.04.2022 - 08:10
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
20.01.2022 - 09:12
Upplýsingaleki hjá Vinnumálastofnun öðru sinni á árinu
Persónuvernd hefur borist erindi vegna öryggisbrests í meðferð persónuuppplýsinga hjá Vinnumálastofnun. Það er í annað sinn það gerist á þessu ári.
01.12.2021 - 05:23
Ferðamaður villtist illa með fulltingi kortaforrits
Erlendur ferðamaður á smábíl fór mjög villur vegar þegar hann með fulltingi smáforritsins Google maps ætlaði að aka að Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann þurfti að leita ásjár lögreglunnar á Suðurnesjum sem leysti úr vanda hans.
04.09.2021 - 08:15
Pólverjum fækkar hér á landi en Rúmenum fjölgar
Alls voru 51.820 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí 2021 og fjölgaði þeim samanlagt um 442 frá 1. desember 2020. Pólverjar eru sem fyrr langfjölmennasti hópurinn en þeim fækkar þó frá 1. desember 2020.
19.07.2021 - 16:17
Erlendum ríkisborgurum fjölgar lítillega
Alls voru 51.623 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júní 2021 og fjölgaði þeim um 245 frá 1. desember 2020, að því er kemur fram á vef Þjóðskrár.
14.06.2021 - 17:09
Hlutfall erlendra ríkisborgara að jafnaði 14%
Alls eru 47,3% íbúa Mýrdalshrepps erlendir ríkisborgarar, 361 af 764 íbúum hreppsins. Það er hæsta hlutfall fólks af erlendum uppruna í nokkru sveitarfélagi á landinu. Fjöldi erlendra ríkisborgara á Íslandi er 51.367 eða að jafnaði 14% þegar horft er til allra sveitarfélaga landsins.
25.01.2021 - 13:29
Útlendingum gengur verr að fá vinnu en Íslendingum
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi í nóvember. Þá búa ríflega tvö þúsund fleiri útlendingar hér en gerðu fyrir ári. Næstum fjórði hver útlendingur búsettur hér á landi er án vinnu en þegar litið er til allra landsmanna er einn af hverjum átta án vinnu. Útlendingum hér gengur verr að fá vinnu en Íslendingum.
14.12.2020 - 18:15
Telur fólk eiga rétt á að skilja stjórnvöld
Dæmi eru um að fólk sem talar ekki íslensku átti sig ekki á því að það geti kært ákvarðanir stjórnvalda. Ástæðan er sú að það fær ekki upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta segir Umboðsmaður Alþingis. Hann telur að stjórnsýslulög veiti fólk rétt til að fá þessar upplýsingar.
22.07.2020 - 11:45