Færslur: Erítrea

Setja ströng skilyrði fyrir vopnahléi
Uppreisnarsveitir í Tigray-héraði Eþíópíu kveðast reiðubúnar að gangast við vopnahlé að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal þess sem þeir krefjast er að Erítreuher hafi sig á brott. Að auki vilja þeir að vopnaðar sveitir úr Amhara-héraði Eþíópíu láti sig hverfa, en þær hafa stutt stjórnarherinn í bardögum við uppreisnarhreyfingar undanfarna átta mánuði. 
05.07.2021 - 04:09
Búist er við að Abiy Ahmed haldi velli í Eþíópíu
Kosningar til ríkis- og svæðisþinga í Eþíópíu eru hafnar, þær fyrstu frá því að Abiy Ahmed komst til valda. Hann tók við embætti forsætisráðherra í apríl árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið eftir, einkum fyrir að koma á friði við nágrannaríkið Erítreu.
Bandaríkin refsa fyrir stríðið í Tigray
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gærkvöld að eþíópískir og erítreskir ráðherrar, herforingjar og aðrir sem kyntu undir ófriðarbálinu í Tigray-héraði sæti refsingum. Þeim sem gerðust sekir um það verður neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, að sögn AFP fréttastofunnar.
24.05.2021 - 03:54
Engin sátt í Öryggisráðinu um stöðuna í Tigray
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna féll í gær frá öllum áætlunum um ályktun, þar sem kallað yrði eftir því að deiluaðilar í Eþíópíu legðu niður vopn og létu af öllum átökum í Tigray-héraði. Ástæðan er sögð andstaða Kínverja og Rússa við slíka ályktun, eftir tveggja daga viðræður. „Það náðist ekkert samkomulag," hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni, „og það eru engin áform um að halda áfram viðræðum."
Ásakanir um fjöldamorð í Tigray
Tvenn mannréttindasamtök saka hersveitir frá Erítreu um  fjöldamorð á almennum borgurum í Tigray-héraði í Eþíópíu í nóvember.
05.03.2021 - 09:25
Segja Erítreu seka um glæpi gegn mannkyninu
Her Erítreu er sagður hafa orðið hundruðum að bana í Tigray-héraði Eþíópíu í nóvember í fyrra. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja aðgerðir hersins líklega glæp gegn mannkyninu.
26.02.2021 - 03:25
Erítrear sækja mál í Kanada vegna þrælahalds
Þrír menn frá Erítreu mega kæra kanadískt námufyrirtæki fyrir mannréttindabrot fyrirtækisins utan Kanada. Mennirnir saka fyrirtækið meðal annars um nútíma þrælahald. 
29.02.2020 - 07:53