Færslur: Erfðatækni

Stefna að því að vekja loðfíla upp frá dauðum
Líftæknifyrirtækið Colossal, í samstarfi við erfðavísindamann úr Harvard-háskóla, ætlar að freista þess að endurvekja loðfíla og koma þeim fyrir í freðmýri Norðurslóða. Fyrirtækið segir tækni sína geta nýst til að styrkja lífkerfi sem ýmist eru í bráðri hættu eða ónýt. Jafnvel telja vísindamenn þess að tæknin nýtist til þess að hefta áhrif loftslagsbreytinga. 
14.09.2021 - 03:43
Tilraun vísindamanna til að ákvarða útlit Jesú Krists
Útliti Jesú Krists er hvergi lýst í Nýja Testamentinu né hafa fundist samtímateikningar af honum. Um aldir hafa listamenn af ýmsu tagi, um víða veröld varpað fram hugmyndum sínum um útlit Krists.
12.09.2020 - 18:38
Allir eru sömu gerðar bæði yst og innst
„Ég á efðaefni sameiginleg með íbúum, innfluttum eða innfæddum, Evrópu, Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Formæður mínar hafa verið kolsvartar, svartar, dökkbrúnar, brúnar, ljósbrúnar og hvítar svo nokkuð sé nefnt.“ Að gefnu og augljósu tilefni hugleiðir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir litbrigði mannkyns í öðrum pistli sínum í Tengivagninum á Rás 1.
Ekki einfalt að splæsa gen í bílskúrnum
Í nýlegri samantekt Sameinuðu þjóðanna er til þess tekið að umhverfinu geti stafað hætta af óvarlegri umgengni við nýja erfðatækni. Henni hefur fleygt fram á síðustu árum og nú er hægt að erfðabreyta lífverum af mikilli nákvæmni og miklu hraðar en áður var mögulegt. Því sé nauðsynlegt að gæta að regluverki og samræmi á alþjóðavísu og stíga varlega til jarðar. Mögulega sjái menn hvorki fyrir hvaða áhrif verða af stórtækum inngripum með líftækni né að hún sé í höndum áhugamanna.
18.04.2019 - 09:26
Vilja hætta tilraunum með erfðabreytingar
17 af fremstu erfðavísindamönnum heims kalla eftir alþjóðlegu banni á notkun aðferða til að búa til erfðabreytt börn. Vonast þeir til þess að hægt sé að binda enda á allar tilraunir til þess að endurrita erfðamengi sæðis, eggja og fósturvísa, auk þess sem ríki setji einhvers konar reglur og leiðbeiningar um áform vísindamanna í framtíðinni. Best væri ef fyrst færi fram umræða í alþjóðasamfélaginu, helst fyrir tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO.
14.03.2019 - 05:57
Fréttaskýring
Óábyrgt að eignast börn upp á gamla mátann?
Klónaða kindin Dollý var kynnt fyrir umheiminum í febrúar árið 1997, þótt hún hefði reyndar fæðst sumarið áður. Vísindamenn Rosling-stofnunarinnar vildu fylgjast með henni fyrstu mánuðina, því hún var tilraun númer 277 til klónunar hjá þeim, og sú fyrsta sem heppnaðist.
26.02.2019 - 20:00
Fyrstu glasahvolparnir fæddir
Bandarískir vísindamenn tilkynntu í gær að eftir áratugatilraunir hafi fyrstu glasahvolparnir fæðst. Hvolparnir sjö fæddust í júlí og eru allir við góða heilsu. 19 fósturvísum var komið fyrir í tík að sögn vísindamanna við Cornell háskóla. Úr varð að tveir blendingshvolpar beagle-tíkur og Cocker Spaniel-hunds og fimm beagle-hvolpar fæddust í goti tíkarinnar.
10.12.2015 - 05:32
Ný erfðatækni gæti útrýmt sjúkdómum
Erfðatæknin stendur á tímamótum. Ný tækni sem nefnist Crispr gerir vísindamönnum kleift að erfðabreyta lífverum á miklu nákvæmari og skilvirkari hátt en áður. Ávinningurinn gæti verið stórkostlegur en það er líka hætta til staðar. Erna Magnúsdóttir hefur notað Crispr-tæknina til að rannsaka mýs.
11.08.2015 - 11:57