Færslur: erfðafræði

Áhrif erfðaefnis móður meiri en talið var
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa kortlagt 243 erfðabreytileika sem tengjast fæðingarþyngd, annars vegar í erfðamengi fósturs og hins vegar móður.
Raðgreiningar eru að gjörbreyta læknisfræðinni
Raðgreiningar eiga eftir að gjörbreyta læknisfræðinni og koma nú í auknum mæli inn í til dæmis krabbameinslækningar. Þetta segir Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar LSH. Hann spáir því að eftir tíu ár verði allir raðgreindir.
28.04.2021 - 16:00
Neanderdalsgen valda meiri COVID-einkennum
Erfðir frá neanderdalsmanninum hafa áhrif á einkenni COVID-19 á fólk. Ný rannsókn sýnir að fólk, sem er með tiltekna breytileika á svæði á litningi 3, fær alvarlegri sýkingu og einkenni en aðrir. Þetta svæði er talið vera komið frá neanderdalsmönnum. 
Menn áttu ekki þátt í útdauða loðinna nashyrninga
Loðnir, tveggja tonna þungir, brúnir nashyrningar flökkuðu forðum um norð-austanverða Síberíu. Fyrir fjórtán þúsund árum hurfu þeir svo með dularfullum hætti. Mannkynið lá lengi undir grun vísindamanna um að hafa valdið útdauða nashyrninganna.
13.08.2020 - 18:15
Allir eru sömu gerðar bæði yst og innst
„Ég á efðaefni sameiginleg með íbúum, innfluttum eða innfæddum, Evrópu, Asíu, Afríku og Eyjaálfu. Formæður mínar hafa verið kolsvartar, svartar, dökkbrúnar, brúnar, ljósbrúnar og hvítar svo nokkuð sé nefnt.“ Að gefnu og augljósu tilefni hugleiðir Ragnheiður Gyða Jónsdóttir litbrigði mannkyns í öðrum pistli sínum í Tengivagninum á Rás 1.
Útdauð manntegund uppgötvuð í Afríku
Vísindamenn við Kaliforníu-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa uppgötvað áður óþekkta manntegund sem uppi var í Afríku fyrir meira en 40.000 árum. Þeir telja þessa tegund hafa erfðablandast nútímamanninum.
16.02.2020 - 18:12
Pússlar saman líffærum með genum
Sigríður Rut Franzdóttir, lektor í þroskunarerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, stundar athyglisverðar grunnrannsóknir á því hvernig einstök gen stýra þroskun mismunandi líffæra og líkamshluta lífvera.