Færslur: Erdogan

Heimsglugginn: Deilur um útflutning á bóluefni
Deilur um útflutning bóluefna frá ríkjum Evrópusambandsins hafa valdið titringi í sambúð ESB ríkja við granna sína, einkum Breta. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þá flóknu stöðu sem upp er kominn eftir að framkvæmdastjórn ESB lagði til verulegar takmarkanir á útflutningi bóluefna.
Hert löggjöf um samfélagsmiðla í Tyrklandi
Ríkisstjórn Tyrklands hefur aukið tangarhald sitt á samfélagsmiðlum. Ný lög þar að lútandi voru samþykkt í morgun.
Myndskeið
Endurtaka kosningar í Istanbúl á morgun
Borgarstjórnarkosningar verða endurteknar í Istanbúl á morgun. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn sigraði í kosningunum en flokkur Erdogans Tyrklandsforseta kærði niðurstöðuna.
22.06.2019 - 21:00
Myndband
Kúrdar berskjaldaðir fyrir árás Tyrkja
Brotthvarf bandaríska hersins frá Sýrlandi getur haft mikil áhrif á síðasta stóra vígi uppreisnarmanna, segir sérfræðingur í málefnum Sýrlands. Þá séu Kúrdar í landinu orðnir berskjaldaðir fyrir árás, sem Erdogan Tyrklandsforseti lofaði í dag.
21.12.2018 - 20:00
Al-Thani gaf Erdogan lúxusþotu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fékk á dögunum að gjöf einkaþotu af stærstu gerð. Það mun hafa verið Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani, emír af Katar, sem gerðist svo rausnarlegur.
17.09.2018 - 09:38
Óvæntar breytingar á G20: Tyrkir ekki með
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er ekki samstíga flestum leiðtoga G20 ríkjanna í afstöðu sinni til loftslagsmála. Angela Merkel las í dag sameiginlega yfirlýsingu allra G20 ríkja utan Bandaríkjanna um skuldbindingu þeirra við Parísarsáttmálann. Blekið var hinsvegar varla þornað á yfirlýsingunni þegar Erdogan lýsti yfir vissum skilyrðum við þátttöku Tyrkja í Parísarsáttmálanum, eins og sagt er frá á vef Der Spiegel.
08.07.2017 - 20:08
Erlent · G20 · Erdogan
Handtökuskipun gefin út á lífverði Erdogans
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið út handtökuskipun á hendur tólf lífvörðum Recep Tayyip Erdogans. Tólfmenningarnir réðust gegn mótmælendum af kúrdískum og armenskum uppruna þann 16. maí á mótmælum fyrir utan aðsetur sendiherra Tyrklands í Washingtonborg.
15.06.2017 - 19:51
Fréttaskýring
„Tyrkir eru ekki viljalausir sauðir Erdogans“
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi marka ákveðinn lýðræðissigur. Þau sýna að tyrkneskir kjósendur eru ekki viljalausir sauðir Erdogans. Þetta segir Hjörleifur Sveinbjörnsson, þýðandi, sem er nýfluttur heim eftir þriggja ára búsetu í Tyrklandi. Hann segir að framtíð Erdogans í embætti sé ekki endilega trygg. 
18.04.2017 - 17:15
Tyrkland á tímamótum
Samband Tyrklands og ríka Evrópu hefur versnað ótrúlega hratt síðustu daga og vikur. Leiðtogar Tyrklands hafa undanfarið sakað Evrópubúa um fasisma og þjóðarmorð á múslimum, eftir að ekki varð af kosningafundum í nokkrum Evrópuríkjum. Stjórnmálamenn og evrópskar stofnanir hafa á móti varað við vaxandi alræðistilburðum Erdogans forseta. Hann brjóti gegn mannréttindum, ofsæki blaðamenn og minnihlutahópa og grafi undan lýðræði í Tyrklandi.
20.03.2017 - 08:50
Segir siðferði Hollendinga „brotið“
Recep Tayyio Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í dag að siðferði Holldinga sé „brotið“, vegna framgöngu þeirra í Srebrenica í Bosníu, þar sem 8.000 múslímar voru myrtir árið 1995. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sakar Erdogan um viðurstyggilegar sögufalsanir.
14.03.2017 - 15:34
Erlent · Tyrkland · Holland · Erdogan
Hollendingar fari varlega í Tyrklandi
Hollensk stjórnvöld gáfu í dag út ferðaviðvörun til hollenskra ríkisborgara í Tyrklandi. Hollendingar eru hvattir til að gæta varkárni og forðast samkomur og fjölsótta staði. Þá er varað við hættu á hryðjuverkum í landinu öllu, en einkum við landamærin að Sýrlandi og Írak. Deila milli stjórnvalda í ríkjunujm tveimur hefur stigmagnast undanfarna daga, eftir að hollensk yfirvöld vísuðu einum tyrkneskum ráðherra úr landi og meinuðu flugvél annars að lenda. Ráðherrarnir hugðust koma fram á fjöldafun
13.03.2017 - 11:10
Erlent · Tyrkland · Holland · Erdogan
Merkel gagnrýnir ummæli Erdogans um nasista
Angela Merkel kanslari Þýskalands segir ekkert réttlæta þau ummæli Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta að það minnti á stjórnarhætti nasista að aflýsa fjöldafundum í Þýskalandi. Fjórum slíkum fundum hefur verið aflýst, en þar áttu tyrkneskir ráðherrar að koma fram og tala fyrir nýrri stjórnarskrá Tyrklands. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um þessar breytingar í Tyrklandi í apríl, en næstum ein og hálf milljón Tyrkja með kosningarétt býr í Þýskalandi.
06.03.2017 - 19:20
Líkir framkomu Þjóðverja við nasisma
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakaði þýsk stjórnvöld í dag um að hegða sér eins og nasistar. Tyrkir eru reiðir þýskum stjórnvöldum vegna þess að dómsmálaráðherra landsins hefur verið synjað um leyfi til að halda fjöldafundi í nokkrum þýskum borgum. Halda á fundina í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Tyrklands.
05.03.2017 - 18:06
Tyrkir kjósa um nýja stjórnarskrá 16. apríl
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður í Tyrklandi um nýja stjórnarskrá 16. apríl. Fyrir liggja tillögur sem myndu auka mjög völd forseta landsins. Forseti gæti skipað og ráðið ráðherra en embætti forsætisráðherra yrði lagt niður.
11.02.2017 - 12:29
Fréttaskýring: Völdum rænt af Erdogan
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur á undanförnum árum aukið völd sín til muna. Hann hefur kýlt herinn kaldan, en herinn hefur löngum verið mikilvæg áhrifastofnun. Hann hefur ráðist gegn fjölmiðlum og látið fangelsa fréttamenn, hershöfðingja, fræðimenn og aðra sem eru honum ekki að skapi. Tyrkland þótti áratugum saman fyrirmyndarríki og dæmi um land þar sem múslímar væru ráðandi en lýðræði blómstraði. Erdogan þykir í raun hafa snúið þessari þróun við.
15.07.2016 - 23:31
Hið nýja Tyrkland Erdogans
Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, boðar nýtt Tyrkland eftir sigur í forsetakosningunum í fyrradag.
12.08.2014 - 14:27