Færslur: Enski boltinn

Conte tekur ekki við Tottenham
Enska knattspyrnuliðið Tottenham er enn án knattspyrnustjóra eftir að viðræður félagsins við Ítalann Antonio Conte sigldu í strand í dag. Enskir fjölmiðlar segja félagið hafa haft áhyggjur af þeim kröfum sem Conte gerði. Þar á meðal er hann sagður hafa verið lítt hrifinn af því að byggja upp lið og leyfa yngri leikmönnum félagsins að spila. 
05.06.2021 - 00:29
Úrvalsdeildarsæti Newcastle á næsta ári næstum tryggt
Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, viðureign Leicester og Newcastle. Sigur hefði farið langleiðina með að tryggja Leicester eitt af fjórum efstu sætum deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Svo fór hins vegar ekki en Newcastle hafði betur 4-2.
07.05.2021 - 21:12
Sjöþúsund mörk í efstu deild hjá Liverpool
Eftir dapra frammistöðu í síðustu leikjum náði Liverpool að tryggja sér þrjú dýrmæt stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið sigraði botnlið Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
28.02.2021 - 21:52
Fátt um fína drætti í stórleiknum
Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik dagsins í enska boltanum. Þrátt fyrir ágætis tilburði gekk liðunum illa að skapa sér góð færi í leiknum,
28.02.2021 - 18:26
Bale allt í öllu í öruggum sigri Tottenham
Gareth Bale var í aðalhlutverki þegar Tottenham vann Burnley mjög örugglega í dag. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp annað. Tottenham á því ennþá möguleika að ná Meistaradeildarsæti í lok tímabils eftir brösugt gengi í síðustu leikjum.
28.02.2021 - 16:55
Skytturnar með góðan útisigur gegn Leicester
Tveimur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal kom nokkuð á óvart og vann góðan útisigur á Leicester á meðan að Crystal Palace og Fulham gerðu markalaust jafntefli.
28.02.2021 - 14:04
Aston Villa áfram í baráttunni um Evrópusæti
Astona Villa vann í dag góðan útisigur á Leeds. Anwar El Ghazi skoraði eina mark leiksins strax á 5. mínútu.
27.02.2021 - 19:23
Röð mistaka í ótrúlegum sigri WBA
WBA náði í þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni þegar að liðið sigraði Brighton í dag. Brighton fékk fjölmörg tækifæri til að jafna en liðið klúðraði tveimur vítum auk þess sem mark var dæmt af liðinu með umdeildum hætti.
27.02.2021 - 17:44
Varnarmenn Manchester City sáu um West Ham
Manchester City styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á West Ham í dag. Varnarmenn heimaliðsins sáu um markaskorun en mörk Man City skoruðu þeir Ruben Dias og John Stones
27.02.2021 - 14:21
Þrjú mörk í seinni hálfleik frá Leeds
Leeds komst aftur á beinu brautina með sigri á Southampton í kvöld. Lið Southampton heldur áfram að síga niður töfluna og er nú í 14. sæti eftir að hafa byrjað vel í deildinni.
23.02.2021 - 20:08
Chelsea aftur í Meistaradeildarsæti
Chelsea átti ekki í miklum vandræðum gegn Newcastle í lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er aftur komið í Meistaradeildarsæti eftir fjóra sigurleiki í röð í deildinni.
15.02.2021 - 21:53
West Ham sigraði lánlaust lið Sheffield United
West Ham komst upp í Meistaradeildarsæti með sigri á Sheffield United í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Declan Rice, Issa Diop og Ryan Fredericks skoruðu mörk West Ham í leiknum.
15.02.2021 - 20:01
Man Utd niðurlægði níu leikmenn Southampton
Man Utd jafnaði eigið félagsmet þegar liðið vann stórsigur á Southampton í kvöld. Lokatölur urðu 9-0 en Southampton missti tvo leikmenn af velli með rauð spjöld, þann fyrri strax á 2. mínútu leiksins.
02.02.2021 - 22:17
Rúnar Alex kom við sögu í tapi Arsenal
Rúnar Alex Rúnarsson varð í kvöld fyrsti íslenski markvörðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á í liði Arsenal eftir að Bernd Leno fékk rautt spjald. Rúnar Alex gat þó ekki komið í veg fyrir tap Arsenal sem voru tveimur leikmönnum færri.
02.02.2021 - 20:09
Brighton með óvæntan sigur á Tottenham
Brighton vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Tottenham í kvöld. Tottenham var án Harry Kane sem meiddist í síðasta leik en allan brodd vantaði í sóknarleik liðsins í kvöld.
31.01.2021 - 21:29
Frábær útisigur hjá Leeds
Leicester átti möguleika á að fara í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Leeds í dag. Eftir jafnan og fjörugan fyrri hálfleik voru leikmenn Leeds öflugri í lokin og tryggðu sér 3-1 sigur.
31.01.2021 - 16:03
Bakverðir Chelsea tryggðu liðinu sigur gegn Burnley
Chelsea vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Thomas Tuchel þegar liðið sigraði Burnley 2-0 í dag. Sigur liðsins var aldrei í hættu og Burnley náði ekki einu skoti á mark heimamanna.
31.01.2021 - 13:54
Arsenal náði fram hefndum - Man City aftur á toppinn
Seinni tveimur leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Manchester City tyllti sér á topp deildarinnar með því að niðurlægja WBA og sigurganga Arsenal heldur áfram í deildinni en liðið náði fram hefndum gegn Southampton.
26.01.2021 - 22:10
West Ham í Meistaradeildarsæti - Enn tapar Newcastle
20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst í kvöld með tveimur leikjum. Gott gengi West Ham heldur áfram en liðið sigraði Crystal Palace á útivelli og er West Ham komið í Meistaradeildarsæti. Newcastle er hins vegar í vondum málum eftir tap gegn Leeds.
26.01.2021 - 20:35
Stjórnsamur skaphundur en frábær þjálfari
Enska knattspyrnuliðið Chelsea hefur ráðið Thomas Tuchel sem þjálfara sinn, en þetta var tilkynnt fyrr í kvöld. Tuchel er einn áhugaverðasti þjálfari heims um þessar mundir en hann þykir vera nokkuð erfiður í samskiptum og hefur ítrekað lent upp á kant við leikmenn sína og stjórnarmeðlimi.
26.01.2021 - 19:46
Thomas Tuchel nýr þjálfari Chelsea
Thomas Tuchel hefur verið ráðinn nýr þjálfari Chelsea, þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hann tekur við af Frank Lampard sem var sagt upp störfum fyrr í vikunni eftir slæmt gengi að undanförnu.
26.01.2021 - 18:32
„Stóri" Sam byrjar á stóru tapi gegn Aston Villa
Aston Villa vann þægilegan 3-0 sigur á WBA í dag. Aston Villa komst snemma yfir í leiknum og eftir að WBA missti fyrirliða sinn af velli með rautt spjald var sigur gestanna aldrei í hættu.
20.12.2020 - 21:20
Átta marka veisla þegar Man Utd fór illa með nýliðanna
Margir biðu spenntir eftir fyrsta leik Manchester United og Leeds í úrvalsdeildinni í sextán ár. Leikurinn í dag var þó aldrei spennandi þar sem heimamenn voru komnir í 2-0 eftir þriggja mínútna leik. Lokatölur urðu 6-2 fyrir Man Utd.
20.12.2020 - 18:30
Sheffield United þremur mínútum frá fyrsta sigrinum
Erfið fallbarátta virðist vera framundan hjá bæði Brighton og Sheffield United eftir að liðin gerðu jafntefli í dag. Þrátt fyrir að missa mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik náði Sheffield United forystunni en Brighton jafnaði undir lok leiks.
20.12.2020 - 14:00
Arsenal gæti fallið að mati Shearer
Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, er ekki viss um að Arsenal geti bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
20.12.2020 - 09:55