Færslur: Enski boltinn

Fulham í úrvalsdeildina eftir stutt stopp
Fulham vann 2-1 sigur á Brentford í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fulham er því komið í deild þeirra bestu á ný eftir aðeins eitt tímabil í B-deildinni.
04.08.2020 - 21:25
Fengu bikarinn afhentan eftir tveggja mánaða bið
Chelsea, Englandsmeistarar kvenna í fótbolta, fengu loks afhentan bikar fyrir afrek sitt, tveimur mánuðum eftir að titillinn var tryggður. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir lyfti titlinum ásamt liðfélögum sínum á æfingasvæði liðsins í dag.
04.08.2020 - 18:40
Aubameyang tryggði Arsenal bikarinn
Gabonmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang var hetja Arsenal er liðið vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í Lundúnum í dag. Með sigrinum tryggir Arsenal sæti sitt í Evrópukeppni að ári.
01.08.2020 - 18:35
Bikar og Evrópusæti undir á Wembley
Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í fótbolta fer fram á Wembley í Lundúnum í dag. Tvö lið frá bresku höfuðborginni munu þar eigast við; Arsenal og Chelsea.
01.08.2020 - 10:05
Vardy elstur til að verða markakóngur
Þrátt fyrir að komast ekki á blað í 2-0 tapi Leicester City fyrir Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag er Jamie Vardy, framherji Leicester, markahæstur á leiktíðinni. Hann hlýtur gullskóinn í fyrsta sinn og er sá elsti sem hefur unnið hefur markakóngstitilinn.
26.07.2020 - 19:00
Chelsea og United í Meistaradeild - Aston Villa uppi
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag með tíu leikjum. Manchester United og Chelsea tryggðu sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þá hélt Aston Villa sæti sínu í deildinni.
26.07.2020 - 17:00
Spennandi lokaumferð á Englandi í dag
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fer fram klukkan 15:00 í dag. Spennan er mikil í keppni um Meistaradeildarsæti sem og á botni töflunnar.
26.07.2020 - 11:15
Nýtt tímabil á Englandi hefst 12. september
Enska úrvalsdeildin í fótbolta sendi frá sér tilkynningu í dag þess efnis að nýtt tímabil hæfðist 12. september næstkomandi. Yfirstandandi leiktíð lýkur með lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Það verður því 48 daga hlé á milli tímabila.
24.07.2020 - 17:30
Púlarar í skýjunum
Leikmenn Liverpool lyftu enska meistaratitlinum eftir 30 ára bið í gærkvöld í kjölfar 5-3 sigurs liðsins á Chelsea í síðasta heimaleik tímabilsins á Anfield í Liverpool-borg. Leikmenn liðsins auk fyrrum leikmanna fögnuðu titlinum vel innan vallar sem utan.
23.07.2020 - 09:35
Myndskeið
Bikarinn á loft eftir 30 ára bið
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, lyfti í kvöld enska úrvalsdeildarbikarnum fyrir hönd félags síns. Þar með var 30 ára bið stuðningsmanna Liverpool eftir að sjá bikarinn í höndum liðs síns á enda.
22.07.2020 - 21:55
Flugaeldasýning á Anfield
Liverpool vann 5-3 sigur á Chelsea í stórskemmtilegum leik í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildinnar í fótbolta í kvöld. Englandsmeistaratitillinn verður reistur á loft á Anfield í kvöld.
22.07.2020 - 21:10
United skrefi nær Meistaradeild eftir jafntefli
Manchester United og West Ham United gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir fyrrnefndu mæta Leicester City í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferð deildarinnar á sunnudag.
22.07.2020 - 18:55
Stórsigur City jók á fallhættu Watford
Manchester City vann öruggan 4-0 sigur á Watford í fyrri leik dagsins í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Manchester City er þegar öruggt með annað sæti deildarinnar en Watford á í hættu að falla.
21.07.2020 - 19:05
Mikilvægur sigur Úlfanna í Evrópubaráttunni
Wolverhampton Wanderers tók skref í átt að Evrópukeppni með 2-0 sigri á Crystal Palace er liðin áttust við á Molineux-vellinum í Wolverhampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
20.07.2020 - 21:20
Fyrirliðinn Gylfi lagði upp sigurmark Everton
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, lagði upp sigurmark Everton í 1-0 sigri á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann bar þá einnig fyrirliðaband þeirra bláklæddu.
20.07.2020 - 18:55
United vann mikilvægan sigur á Crystal Palace
Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace og jafnar með sigrinum Leicester að stigum í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Þá skildu Southhampton og Brighton jöfn í grannaslag.
16.07.2020 - 21:31
Leicester vann Sheffield og Leeds nánast komið upp
Leeds vann mikilvægan sigur á Barnsley í ensku fyrstu deildinni. Liðið þarf nú aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að komast upp í deild hinna bestu.
16.07.2020 - 18:32
Mistök lykilmanna kostuðu stigamet
Arsenal vann 2-1 sigur á Englandsmeisturum Liverpool í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld. Vonir Liverpool um að slá stigamet í deildinni eru úr sögunni.
15.07.2020 - 21:20
Mikilvægur sigur Tottenham - Jafnt hjá Jóhanni
Barátta liða í ensku úrvalsdeildinni um sæti í Evrópukeppnum á næsta tímabili var áberandi í leikjum dagsins. Þrír leikir voru á dagskrá síðdegis.
15.07.2020 - 19:00
Banna einu löglegu leiðina til að horfa á enska boltann
Sádi Arabía hefur bannað sjónvarpsstöðina beIN Sport í landinu. Þetta kemur í kjölfar þess að katarska sjónvarpsstöðin krafðist þessað enska úrvalsdeildin kæmi í veg fyrir yfirtöku konungsfjölskyldunnar í Sádi Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle.
15.07.2020 - 09:06
Giroud hetja Chelsea
Olivier Giroud var hetja Chelsea er liðið vann nauman 1-0 sigur á föllnu liði Norwich á heimavelli sínum Stamford Bridge í Lundúnum. Chelsea er með Meistaradeildarsæti í eigin höndum.
14.07.2020 - 21:45
Tottenham vann Norður-Lundúnaslaginn
Tottenham Hotspur vann 2-1 sigur á Arsenal í nágrannaslag liðanna á heimavelli þeirra fyrrnefndu í Norður-Lundúnum í dag. Með sigrinum fara þeir hvítklæddu upp fyrir granna sína í töflunni.
12.07.2020 - 17:25
Gylfi spilaði í tapi fyrir Úlfunum
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton er liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Wolves vann þar með mikilvægan sigur í Evrópubaráttu deildarinnar.
12.07.2020 - 12:55
Meistaradeildarsæti Chelsea í hættu
Chelsea tapaði óvænt 3-0 fyrir Sheffield United á Bramall Lane, heimavelli þeirra síðarnefndu, í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Eftir tapið á Chelsea á hættu að falla niður úr Meistaradeildarsæti að umferðinni lokinni.
11.07.2020 - 18:25
Töpuðu stigum á heimavelli í fyrsta sinn í 18 mánuði
Liverpool og Burnley skildu jöfn 1-1 á Anfield í Liverpool-borg í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Burnley er í mikilli baráttu um sæti í Evrópukeppni að ári en Liverpool eltir stigamet.
11.07.2020 - 16:10