Færslur: Enski boltinn

Segir leikmenn varning í gróðadrifinni endurræsingu
Tyrone Mings, varnarmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, segir snarpa endurræsingu fótboltans á Englandi í skugga COVID-19 faraldursins vera gróðadrifna. Hann kvartar þó ekki undan ástandinu og hlakkar til að snúa aftur á völlinn.
31.05.2020 - 16:15
Engin jákvæð sýni í fjórðu umferð skimana
Fjórða umferð skimana leikmanna og starfsmanna enskra úrvalsdeildarliða fór fram í gær. Eftir tólf smit alls í fyrstu umferðunum þremur greindist enginn með kórónuveiruna í gær.
31.05.2020 - 09:35
Myndskeið
Leikmenn Liverpool tóku lagið fyrir fertugan Gerrard
Steven Gerrard, goðsögn hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool, er fertugur í dag. Leikmenn Liverpool sendu honum kveðju frá æfingasvæði sínu Melwood í tilefni dagsins.
30.05.2020 - 15:00
Æfingar á næsta stig í skugga fjögurra nýrra smita
Félög í ensku úrvalsdeildinni komust að einróma niðurstöðu í gær að taka æfingar liða deildarinnar upp á næsta stig. Sama dag greindust fjórir einstaklingar á vegum liðanna með kórónuveiruna.
28.05.2020 - 09:15
WTO gæti komið í veg fyrir yfirtöku á Newcastle
Óvíst er hvort verður af yfirtöku konungsfjölskyldunnar í Sádi Arabíu á enska knattspyrnuliðinu Newcastle United eftir úrskurð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Stofnunin segir Sáda standa að ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni í gegnum gervihnött og streymi á vefnum. 
27.05.2020 - 06:06
Leikmenn ensku deildarinnar skimaðir í dag
Allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verða í dag skimaðir fyrir kórónaveirunni.
22.05.2020 - 10:20
Hléið kom ekki á besta tíma
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Everton á Englandi, segir hlé á deildarkeppninni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ekki hafa komið á besta tíma fyrir félagið. Þá segir hann að það verði einkennilegt að leika án áhorfenda þegar keppni fer af stað að nýju.
21.05.2020 - 10:45
Kanté æfir ekki með Chelsea af ótta við veiruna
N'Golo Kanté, miðjumaður Chelsea og franska landsliðsins í fótbolta, var ekki á meðal liðsfélaga sinna hjá er þeir æfðu á Cobham, æfingasvæði Chelsea, í Lundúnum í dag. Kanté er í ótímabundnu leyfi vegna óvissu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.
20.05.2020 - 20:45
Líkt og fyrsti skóladagurinn
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var himinlifandi með að komast aftur á æfingasvæðið með leikmönnum liðsins í dag. Félög í ensku úrvalsdeildinni hófu æfingar á ný í dag eftir nokkra vikna hlé sökum útgöngubanns í Bretlandi vegna COVID-19.
20.05.2020 - 17:00
Telur komu enskra liða til landsins ólíklega
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, telur ólíklegt að ensk úrvalsdeildarfélög komi til æfinga á Íslandi áður en keppnistímabilið í Evrópu hefst á ný í sumar. Fréttablaðið hafði greint frá því í morgun að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað milli fulltrúa ensku úrvalsdeildarinnar, KSÍ og íslenskra stjórnvalda.
14.05.2020 - 10:30
Biðlar til stuðningsmanna Newcastle
Hatice Cengiz, unnusta blaðamannsins Jamals Khasoggi, hefur skrifað opið bréf til stuðningsmanna Newcastle United þar sem hún biður þá um að beita sér gegn yfirtöku fjárfesta frá Sádí-Arabíu.
14.05.2020 - 10:00
Hafa átt í viðræðum um komu enskra liða til landsins
Fulltrúar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa átt í óformlegum viðræðum við íslensk stjórnvöld og Knattspyrnusamband Íslands um að æfa hér á landi fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni. Stefnt er á að deildin hefjist á ný um miðjan júní.
14.05.2020 - 09:20
Tæklingar bannaðar á æfingum á Englandi
Stefnt er á að æfingar hefjist hjá öllum enskum úrvalsdeildarliðum á næstu dögum. Félögin þurfa að fylgja ströngum reglum svo æfingarnar geti farið fram.
12.05.2020 - 19:00
Leikið fyrir luktum dyrum en leikir sýndir í sjónvarpi
Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti í dag að engar íþróttir fari af stað í landinu fyrir 1. júní. Þegar íþróttir hefjist verði leyfilegt að sjónvarpa þeim.
11.05.2020 - 15:06
Þriðji leikmaður Brighton greinist með veiruna
Ónefndur leikmaður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 í dag. Hann er þriðji leikmaður félagsins til að greinast.
10.05.2020 - 11:20
Milliríkjadeila gæti haft áhrif á yfirtöku Newcastle
Milliríkjadeila í Miðausturlöndum gæti haft veruleg áhrif á hugsanlega yfirtöku á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Til stendur að konungsfjölskyldan í Sádi Arabíu eignist 80 prósenta hlut í félaginu. Katarska sjónvarpsstöðin beIN Sports krefst þess að enska úrvalsdeildin og stjórnendur félaga í deildinni komi í veg fyrir yfirtökuna.
23.04.2020 - 07:39
Heilu félögin og deildirnar í hættu
Hætta er á að enskur fótbolti tapi félögum og jafnvel heilu deildunum vegna fjárhagsvandræða sem fylgja COVID-19 veirunni. Þetta segir forseti Enska knattspyrnusambandsins.
07.04.2020 - 18:00
Liverpool sendir starfsfólk í leyfi
Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, er fimmta félagið í ensku úrvalsdeildinni til að senda starfsfólk í leyfi vegna hlés sem er fótboltanum þar í landi. Félagið nýtir sér þannig neyðarúrræði stjórnvalda sem borga 80% launa starfsfólksins.
04.04.2020 - 15:00
Fundað um launalækkun á Englandi í dag
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar munu funda með leikmannasamtökum á Englandi í dag varðandi fyrirhugsaða launalækkun leikmanna í deildinni. Félög í deildinni féllust í gær á 30% lækkun launa leikmanna.
04.04.2020 - 10:15
Mikil óvissa í enska boltanum
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta gáfu út í dag að frestun deildarinnar til 30. apríl gildi nú ótímabundið. Ekki liggur því fyrir hvort eða hvenær keppni geti hafist á Englandi á ný. Tvennum sögum fer af framhaldinu í breskum miðlum.
27.03.2020 - 21:00
Enski boltinn frestast til 30. apríl
Knattspyrnuyfirvöld á Englandi sendu frá sér tilkynningu eftir fundarhöld forráðamanna í dag. Þar kemur fram að keppni hefjist ekki í deildum karla og kvenna fyrr en í lok apríl.
19.03.2020 - 13:35
Fundað hjá ensku úrvalsdeildinni í dag
Stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta setjast niður að allsherjar fjarfundi með fulltrúum liðanna 20 í deildinni í dag þar sem mögulegar lausnir á yfirstandandi tímabili verða ræddar. Keppni í deildinni hefur verið frestað til 4. apríl hið minnsta.
19.03.2020 - 09:25
Leikmaður Chelsea með COVID-19 - Úrvalsdeildin fundar
Callum Hudson-Odoi, leikmaður Chelsea, er fyrsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem er greindur með COVID-19 veikina. Félagið greindi frá þessu seint í gærkvöld. Allir leikmenn og þjálfarar Chelsea verða í sóttkví næstu daga vegna þessa, auk annarra starfsmanna félagsins sem áttu í nánum samskiptum við leikmanninn.
13.03.2020 - 06:19
Aston Villa steinlá gegn Leicester
Leicester City vann öruggan 4-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Aston Villa er því áfram í fallsæti, tveimur stigum frá liðunum þremur fyrir ofan þá en Leicester færist nær Manchester City í öðru sætinu.
09.03.2020 - 22:02
United vann Manchester-slaginn
Manchester United vann 2-0 sigur á grönnum sínum Manchester City í baráttunni um Manchester-borg á Old Trafford í dag. Sigurinn er liðinu mikilvægur í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni að ári.
08.03.2020 - 18:25