Færslur: Enski boltinn

Barkley kom í veg fyrir fyrsta markalausa jafnteflið
Allt stefndi í fyrsta markalausa jafntefli deildarinnar þegar að Ross Barkley skoraði sigurmark Aston Villa þegar að liðið sigraði Leicester í lokaleik dagins í ensku úrvalsdeildinni.
18.10.2020 - 20:34
Van Dijk á leið í aðgerð - Mögulega frá út tímabilið
Knattspyrnuliðið Liverpool hefur staðfest að Virgil van Dijk, varnarmaður liðsins, þurfi að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Van Dijk meiddist eftir að Jordan Pickford tæklaði van Dijk illa.
18.10.2020 - 18:28
Endurkoma Bale eyðilögð með einu af mörkum ársins
Dramað í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag þegar að Tottenham tók á móti West Ham í Lundúnum. Allt stefndi í öruggan sigur Tottenham en eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik náði West Ham að snúa leiknum við og jafna undir lokin.
18.10.2020 - 17:40
Sögulegt mark í stórsigri Arsenal
Arsenal er á toppi ensku kvennadeildarinnar eftir 6 - 1 stórsigur á nágrönnum sínum í Tottenham. Leikurinn í dag fer í sögubækurnar þar sem Vivianne Miedema varð sú fyrsta til að skora 50 mörk í deildinni með sínu fyrsta marki í leik dagsins.
18.10.2020 - 15:48
Fjörugar lokamínútur í jafnteflisleik
Crystal Palace tók á móti Brighton á heimavelli sínum í dag. Lengi vel stefndi í sigur Crystal Palace en jöfnunarmark á lokamínútu leiksins tryggði Brighton eitt stig.
18.10.2020 - 15:21
Fengu sín fyrstu stig í botnslag
Sheffield United og Fulham fengu sín fyrstu stig í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar að liðin gerðu 1 - 1 jafntefli í fyrsta leik dagsins.
18.10.2020 - 13:50
Reiði í Liverpool eftir umdeilda dóma
Nágrannaslagur Everton og Liverpool í gær virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Umræða um leikinn og umdeilda dóma hefur verið áberandi á meðal spekinga eftir að flautað var til leiksloka og nú hefur Liverpool sent formlega beiðni að notkun myndbandsdómgæslu í leiknum verði skoðuð.
18.10.2020 - 13:15
Man Utd aftur á beinu brautina
Frábær lokakafli tryggði Man Utd nokkuð öruggan 4 - 1 sigur á Newcastle í lokaleik dagsins. Síðustu þrjú mörk Man Utd í leiknum komu á síðustu fjórum mínútunum.
17.10.2020 - 21:01
Sigurmark Sterling tryggði Man City þrjú stig
Manchester City vann góðan sigur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins. Er þetta annar sigur Man City á tímabilinu á meðan að leikurinn var annar tapleikur Arsenal á yfirstandandi tímabili.
17.10.2020 - 18:34
Dýrkeypt mistök í sex marka leik
Markasúpan i ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag þegar Chelsea tók á móti Southampton í öðrum leik dagsins. Alls voru sex mörk skoruð í leiknum sem endaði 3 - 3.
17.10.2020 - 16:04
Fjögur mörk og umdeildir dómar í Bítlaborginni
Líkt og áður í vetur var myndbandsdómgæslan í aðalhutverki í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Everton og Liverpool gerðu jafntefli. Mark Jordan Henderson á 92. mínútu leiksins var þá dæmt af vegna rangstöðu.
17.10.2020 - 14:01
Leicester skoraði fimm mörk á móti Man City
Varnarleikur Man City var í molum gegn Leicester í dag en liðið fékk á sig fimm mörk. Varnarleikur Wolves var ekki mikið betri þegar að liðið fékk á sig fjögur mörk gegn West Ham.
27.09.2020 - 20:44
VAR áfram í aðalhlutverki á Englandi
Fyrir leik dagsins voru bæði Tottenham og Newcastle með þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni. Eins og í mörgum leikjum það sem af er móti réðust úrslitin á vítaspyrnudómi eftir hendi.
27.09.2020 - 15:13
Annar sigur Leeds í röð
Sheffield United tók á móti Leeds í stáliðnaðarborginni í dag og var þetta fyrsta viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í 26 ár.
27.09.2020 - 13:04
Mögnuð endurkoma Chelsea
Nýliðar WBA tóku á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í miklum markaleik. WBA var þremur mörkum yfir í hálfleik en Chelsea jafnaði í uppbótartíma.
26.09.2020 - 20:58
Everton með fullt hús stiga
Crystal Palace tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og kom sigurmark Everton eftir umdeilda vítaspyrnu. Gylfi Sigurðsson byrjaði á varamannabekknum í dag.
26.09.2020 - 17:01
Sigurmark Man Utd á tíundu mínútu uppbótartíma
Brighton tók á móti Man Utd í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokamínútur leiksins buðu upp á mikla dramatík og sigurmark Man Utd í þessum 3-2 sigri leit dagsins ljós á 100. mínútu.
26.09.2020 - 13:37
Hætta við að leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum
Hætt hefur verið við áætlanir um að leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum í Bretlandi í október. Þetta kemur í kjölfar fjölgunar kórónaveirutilfella í landinu.
22.09.2020 - 09:08
Aubameyang tryggði Arsenal fyrsta titil tímabilsins
Í dag var leikið um Samfélagsskjöldin á Englandi en leikurinn markar upphaf nýrrar leiktíðar á Englandi. Í leik dagsins mættust Englandsmeistararnir í Liverpool og bikarmeistararnir í Arsenal. Leikurinn fór fram á Wembley en þó að sjálfsögðu án áhorfenda.
29.08.2020 - 17:54
Sóttkví setur undirbúning Chelsea í uppnám
Þónokkrir leikmenn enska fótboltaliðsins Chelsea eru í sóttkví eftir að hafa snúið heim til Lundúna í kjölfar sumarfrís. Óvitað er hvort einhver leikmannana sé smitaður af kórónuveirunni.
27.08.2020 - 16:15
Leeds hefur leik gegn Liverpool
Leikjaplan fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni var gefið út í morgun. Keppni í deildinni hefst þann 12. september.
20.08.2020 - 09:10
De Bruyne valinn leikmaður tímabilsins
Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, var í dag útnefndur leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hlýtur verðlaunin í fyrsta sinn.
16.08.2020 - 10:00
Klopp valinn þjálfari ársins
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var í dag útnefndur þjálfari tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin.
15.08.2020 - 14:00
Fulham í úrvalsdeildina eftir stutt stopp
Fulham vann 2-1 sigur á Brentford í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fulham er því komið í deild þeirra bestu á ný eftir aðeins eitt tímabil í B-deildinni.
04.08.2020 - 21:25
Fengu bikarinn afhentan eftir tveggja mánaða bið
Chelsea, Englandsmeistarar kvenna í fótbolta, fengu loks afhentan bikar fyrir afrek sitt, tveimur mánuðum eftir að titillinn var tryggður. Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir lyfti titlinum ásamt liðfélögum sínum á æfingasvæði liðsins í dag.
04.08.2020 - 18:40