Færslur: Enski boltinn

Liverpool og Chelsea mætast í úrslitum deildarbikarsins
Það verða Liverpool og Chelsea sem mætast í úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir 2-0 sigur Liverpool á Arsenal í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureigninni í gærkvöld.
21.01.2022 - 09:25
Benitez rekinn frá Everton
Enska knattspyrnuliðið Everton rak í dag knattspyrnustjórann Rafa Benitez út starfi. Benitez stýrði liðnu í sex mánuði, en undanfarið hefur gengi liðsins verið afleitt. Everton hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum. Tvö-eitt tap gegn botnliði Norwich í gær var kornið sem fyllti mæli stjórnar Everton. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um eftirmann hans. Aðstoðarstjórinn Duncan Ferguson tekur að líkindum við á meðan leitað verður að nýjum stjóra.
16.01.2022 - 16:02
City jók forskotið - United gerði jafntefli við Villa
Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Risaleikur dagsins var án efa toppslagur Manchester City og Chelsea en eftir 1-0 sigur þar eru City-menn nú með 13 stiga forystu á toppi deildarinnar.
15.01.2022 - 19:52
Chelsea komið í úrslit enska deildarbikarsins
Chelsea er komið í úrslit enska deildarbikarsins eftir 1-0 sigur á Tottenham í seinni leik liðanna sem fór fram á heimavelli Tottenham í kvöld.
12.01.2022 - 22:29
Úlfarnir höfðu betur gegn United
Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Manchester United og Wolves áttust þá við á Old Trafford. Eftir tíðindalítinn leik voru það Úlfarnir sem höfðu að lokum 1-0 sigur.
03.01.2022 - 19:43
Enska úrvalsdeildin frestar tveimur jólaleikjum
Enska úrvalsdeildin hefur neyðst til að fresta tveimur leikjum sem fara áttu fram annan dag jóla, viðureignum Liverpool og Leeds og Wolves og Watford. Ástæðan er fjöldi kórónuveirusmita í liðum Leeds og Watford.
23.12.2021 - 12:59
Liverpool skellti Everton í grannaslagnum
Sex leikir voru spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liverpool-menn reyndust sterkari aðilinn í slagnum um Liverpool-borg en liðið mætti Everton á Goodison Park.
01.12.2021 - 22:34
Rautt spjald og vítaspyrnur í leikjum kvöldsins
Tveir leikir voru spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leeds hafði betur gegn Crystal Palace eftir dramatískar lokamínútur og tíu leikmenn Newcastle gerðu jafntefli við Norwich.
30.11.2021 - 22:42
Liverpool upp í annað sætið eftir stórsigur
Liverpool er komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 4-0 sigur á Southampton. Einu stigi munar nú á Liverpool og Chelsea á toppnum.
27.11.2021 - 16:56
West Ham vann Villa - Leeds hafði betur í botnslagnum
Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Botnlið Norwich tapaði fyrir Leeds og West Ham hafði betur gegn Aston Villa.
31.10.2021 - 17:53
United aftur á sigurbraut eftir niðurlæginguna
Tottenham og Manchester United áttust við í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það hefur verið heitt undir Ole Gunnar Solskjær eftir niðurlægjandi 5-0 tap fyrir Liverpool í síðustu umferð en hans menn litu betur út í dag og unnu að lokum 3-0.
30.10.2021 - 18:29
Ramsdale frábær er Arsenal kom sér upp í fimmta sætið
Leicester og Arsenal mættust í fyrsta leik tíundu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir brösuga byrjun hefur Arsenal-mönnum gengið vel upp á síðkastið og þar varð engin breyting á í dag en liðið vann 2-0 og kom sér upp í 5. sæti deildarinnar.
30.10.2021 - 13:30
West Ham áfram eftir vítaklúður Phil Foden
Ljóst er hvaða lið munu spila í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins eftir að 16-liða úrslitin kláruðust í kvöld með fimm leikjum. West Ham hafði betur gegn Manchester City eftir vítaspyrnukeppni og því ljóst að nýtt nafn fer á bikarinn þetta árið en City hefur unnið síðastliðin fjögur ár.
27.10.2021 - 21:00
Stuðningsmenn harðorðir gegn eigendum Newcastle
Lögreglan í Croydon í Bretlandi hóf í gær rannsókn vegna borða sem stuðningsmenn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni héldu á lofti á meðan leik liðsins gegn Newcastle stóð. Lögreglan segir að henni hafi borist tilkynning um særandi borða, og öllum ásökunum um kynþáttaníð verði tekið alvarlega, hefur Guardian eftir yfirlýsingunni.
24.10.2021 - 05:30
Arsenal vann Aston Villa og er komið í níunda sætið
Arsenal vann góðan 3-1 sigur á Aston Villa í fyrsta leik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið kom sér með sigrinum upp í níunda sæti deildarinnar.
22.10.2021 - 21:55
Belgískur stuðningsmaður City á gjörgæslu eftir árás
63 ára gamall belgískur stuðningsmaður Manchester City er á gjörgæslu eftir að ráðist var á hann á bensínstöð í Belgíu. Árásarmennirnir voru að því er virðist stuðningsmenn belgíska liðsins Club Brugge en liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í gær.
20.10.2021 - 11:07
Steve Bruce hættir með Newcastle
Steve Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, hefur verið látinn fara frá félaginu. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu var ákvörðunin sameiginleg.
20.10.2021 - 09:49
Claudio Ranieri tekur við Watford
Úrvalsdeildarliðið Watford hefur ráðið Ítalann Claudio Ranieri sem knattspyrnustjóra. Hann tekur við af Xisco Munoz sem var látinn fara á sunnudag en liðið hefur unnið tvo af fyrstu sjö leikjum tímabilsins og er í 14. sæti deildarinnar.
04.10.2021 - 18:08
Jafntefli í stórleiknum á Anfield
Manchester City og Liverpool mættust á Anfield í stórleik 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Boðið var upp á frábæran fótbolta en 2-2 jafntefli var niðurstaðan.
03.10.2021 - 17:35
Nýliðarnir upp í sjöunda sæti eftir sigur á West Ham
Nýliðar Brentford eru komnir í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á West Ham í dag. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu, gert þrjú jafntefli og aðeins tapað einum leik.
03.10.2021 - 15:28
Chelsea á toppinn - United og Everton gerðu jafntefli
Sex leikir fóru fram í sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Chelsea kom sér á topp deildarinnar með sigri á Southampton og bras Manchester United manna hélt áfram en þeir fylgdu á eftir tapi gegn Aston Villa í síðustu umferð með jafntefli.
02.10.2021 - 18:42
De Gea hetjan þegar hann varði víti í uppbótartíma
Tveimur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brighton vann Leicester á heimavelli með tveimur mörkun gegn einu. David De Gea var svo hetja Manchester United þegar hann varði víti í uppbótartíma í 2-1 sigri gestanna.
19.09.2021 - 15:00
Aston Villa skoraði þrjú mörk á níu mínútum
Aston Villa sigraði Everton með þremur mörkum gegn engu í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Öll mörk Aston Villa komu á aðeins níu mínútum í seinni hálfleik.
18.09.2021 - 18:37
Liverpool á toppinn - VAR dramatík hjá Man City
Liverpool átti ekki í neinum vandræðum gegn Crystal Palace á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir að Sadio Mane kom heimamönnum yfir var í raun aldrei spurning hvort liðið myndi vinna. Á sama tíma lenti Manchester City í miklum vandræðum gegn Southampton.
18.09.2021 - 16:06
Nýliðarnir skelltu Úlfunum
Fyrstu leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Úlfanna og nýliða Brentford. Gestirnir voru mun hættulegri og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik. Brentford missti mann af velli með rautt spjald í seinni hálfleik en heimamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Brentford vann því leikinn 2-0.
18.09.2021 - 13:23