Færslur: Enska úrvalsdeildin

City og Liverpool skildu jöfn og enn spenna á toppnum
Manchester City og Liverpool gerðu jafntefli í sennilega stærsta og mikilvægasta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ekki vantaði þó mörkin á Ethiad vellinum í Manchester.
10.04.2022 - 17:27
Ríki kaupir fótboltalið
Félag tengt krónprinsi Sádí-Arabíu og einum auðugasti maður veraldar, Mohammed bin Salman, er við það að festa kaup á hinu fornfræga knattspyrnuliði Newcastle United á Englandi.
13 lið með minna en 50% leikmannhópsins fullbólusettan
Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gefið það út að þrettán lið af þeim tuttugu sem spila í deildinni séu með minna en helming leikmannahópa sinna fullbóllusetta. Þeir hafa nú sent bréf til félaganna þar sem boðið er upp á „verðlaun“ fyrir þau félög sem verða með mestan fjölda leikmanna bólusetta.
29.09.2021 - 19:55
Guardiola og formaður aðdáenda Man City í hár saman
Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, og Kevin Parker, formaður stuðningsmannaklúbbs liðsins fóru í hár saman í kjölfar þess að þjálfarinn biðlaði til stuðningsmanna að fjölmenna á leik liðsins um helgina. Formaðurinn sagði honum á móti að halda sig við þjálfunina.
Áhorfendur sýni fram á bólusetningu eða neikvæð próf
Enska úrvalsdeildin hefst á föstudag og áhorfendur verða boðnir velkomnir á völlinn á ný. Stjórnendur úrvalsdeildarinnar segja þó að þau sem mæti á leiki í deildinni megi búast við að þurfa að sanna að þau séu bólusett eða hafi nýlega fengið neikvætt úr hraðprófi.
10.08.2021 - 09:33
The Sun segir Gylfa hafna ásökunum
Gylfi Þór Sigurðsson er sagður neita staðfastlega að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi. Liðsfélagar hans eru sagðir miður sín yfir ásökununum.