Færslur: England
Lögregla leysir upp mótmæli á Trafalgar-torgi
Yfir eitt þúsund safnaðist saman á Trafalgar-torgi í miðborg Lundúna í dag. Tilgangurinn var að mótmæla fyrirhuguðum hugmyndum yfirvalda um auknar samkomutakmarkanir.
19.09.2020 - 23:11
Árásir með eggvopni í miðborg Birmingham
Lögregla í Vestur-Miðhéruðum Englands hefur tilkynnt um hnífstunguárásir í miðborg Birmingham, næststærstu borg landsins.
06.09.2020 - 06:16
Bróðir sprengjumannsins í Manchester fær minnst 55 ár
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester 22. maí 2017, hefur verið dæmdur til 55 ára fangelsisvistar hið minnsta.
20.08.2020 - 13:40
COVID-smit í eftirréttaverksmiðju Bakkavarar
COVID-19 smit kom upp í matvælaverksmiðju Bakkavarar í Newark í Lincolnskíri í Bretlandi í vikunni. Meira en 50 starfsmenn verksmiðjunnar hafa greinst með veiruna.
14.08.2020 - 17:16
Skiptar skoðanir um bók um Harry og Meghan
Bókar um hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan var víða beðið með talsverðri eftirvæntingu þegar hún kom út í dag. Væntingar voru um að í bókinni yrði hulunni svipt af einkalífi hjónanna og hvað olli því að þau eru nú hornreka í bresku konungsfjölskyldunni. Í breskum fjölmiðlum eru skiptar skoðanir um hvort bókin sé sú opinberun sem vænst var, en þar kemur þó ýmislegt fram um hjónin sem ekki hefur verið greint frá áður.
11.08.2020 - 17:15
Sex ára safna fé til aðstoðar Jemenum
Tveir ungir breskir drengir hafa náð að safna sem nemur 6,5 milljónum íslenskra króna með því að selja límonaði úti á götu.
03.08.2020 - 02:43
Krám verði lokað svo opna megi skóla
Hugsanlegt er að öldurhúsum og sambærilegri starfsemi verði gert að loka fljótlega að nýju á Englandi.
02.08.2020 - 05:28
Tilslökunum frestað á Englandi
Fjölgun kórónuveirutilfella á Englandi undanfarið verður til þess að fyrirhuguðum tilslökunum verður slegið á frest í tvær vikur hið minnsta.
01.08.2020 - 01:47
Ráðgátan um upprunastað jötunsteinanna leyst
Breskir vísindamenn telja sig hafa komist að því hvaðan jötunsteinar Stonehenge voru upphaflega sóttir. Stonehenge er ævafornt mannvirki í suðvesturhluta Englands. Talið er að bygging þess hafi hafist fyrir um 5000 árum.
30.07.2020 - 00:05
Þurfa ekki að bera grímur á kránni
Almenningur í Englandi þarf að bera andlitsgrímur í verslunum, stórmörkuðum, bönkum, verslunarmiðstöðvum og sumum matsölustöðum frá og með deginum í dag. Reglurnar voru kynntar fyrr í júlí en þær taka gildi í dag.
24.07.2020 - 11:20
Holtasóley í hættu
Holtasóley, sem einnig gengur undir heitunum hárbrúða eða hármey, er nánast í útrýmingarhættu á Englandi. Þetta kemur fram á vef BBC.
17.07.2020 - 01:10
Skylda að bera grímu í breskum búðum
Frá og með 24. júlí verður viðskiptavinum enskra verslana skylt að bera grímur fyrir vitum sér á meðan þeir stunda sín viðskipti þar innan dyra. Þau sem ekki fara eftir þessum fyrirmælum eiga yfir höfði sér sekt upp á allt að 100 pund, sem jafngildir ríflega 17.500 krónum. Með þessu fylgja bresk stjórnvöld fordæmi Skota og nokkurra ríkja á evrópska meginlandinu, þar á meðal Spánar, Þýskalands og Ítalíu.
14.07.2020 - 06:43
Segja ölvað fólk ófært um að virða fjarlægðartakmörk
Lögregluyfirvöld í Englandi segja að gærkvöldið hafi leitt í ljós að ölvað fólk í skemmtanahug sé ófært um að virða fjarlægðartakmörk. Barir opnuðu á ný í Englandi í gær eftir rúmlega þriggja mánaða hlé.
05.07.2020 - 19:01
Íslendingar sleppa við sóttkví í Englandi
Ensk stjórnvöld hafa birt lista yfir 59 ríki sem teljast áhættulítil. Farþegar frá þessum ríkjum þurfa ekki að fara í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Á listanum eru fjölmörg ríki Evrópu, þar á meðal Ísland.
03.07.2020 - 15:04
Útgöngubann hert að nýju í Leicester
Útgöngubann hefur verið hert að nýju í Leicester á Englandi. COVID-19 smitum hefur fjölgað mjög í borginni undanfarið og um tíu prósent af öllum greindum smitum í Englandi síðustu viku greindust í Leicester.
30.06.2020 - 08:32
Hnífaárás í Reading rannsökuð sem hryðjuverk
Lögreglan í Bretlandi rannsakar hnífaárás í Reading í gærkvöld sem hryðjuverk. Þrír létust og þrír slösuðust alvarlega. Árásin var gerð í almenningsgarðinum Forbury Gardens í Reading í Englandi á áttunda tímanum í gærkvöldi.
21.06.2020 - 12:26
Átök milli mótmælenda og lögreglu í London
Átök urðu á milli mótmælenda og lögreglu í miðborg London í dag, en fólkið var þar saman komið til að verja styttur og minnismerki borgarinnar fyrir fólki sem var þar á samkomu gegn kynþáttahatri.
13.06.2020 - 17:37
Ragnarök fótboltans
Fótboltavellir heimsins hafa verið tómir í faraldrinum sem nú geisar og fjárhagslegt tjón vegna þess er gríðarlegt. Allra leiða er leitað til að koma sirkusnum af stað að nýju svo peningarnir fari aftur að flæða í galtómar fjárhirslur félaganna. Enska knattspyrnan er krúnudjásn fótboltans og þar er allsendis óvíst um framhaldið. Hvert lið gæti tapað um 100 milljónum punda eða 18 milljörðum króna.
12.05.2020 - 15:41
Dauðsföll í Englandi mun fleiri en gefið er upp
Raunverulegur fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 í Englandi og Wales var um 40 prósentum meiri en áður var greint frá. Þetta kemur fram í gögnum bresku hagstofunnar. Gögnin ná fram til 10. apríl, en unnið úr þeim rúmri viku síðar.
22.04.2020 - 04:53
Flugmaðurinn og flugvélin leyfislaus
Flugmaðurinn sem flaug argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala frá Frakklandi áleiðis til Cardiff í Wales var ekki með leyfi til að fljúga vélinni. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Bretlandi sem birt var í gær. Flguvélin hrapaði ofan í Ermarsund og létu bæði Sala og flugmaðurinn David Ibbotson lífið.
14.03.2020 - 07:34
Gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða
Íbúum í Bewdley í Worchester-skíri á Englandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikilla flóða. Sökum úrhellisrigningar síðustu daga flæddi áin Severn yfir bakka sína í gærkvöld.
26.02.2020 - 12:18
Flóð valda usla á Englandi
Mikil flóð valda fjölda fólks búsifjum og miklum vandræðum í suðurhluta Jórvíkurskíris á Englandi. Um 1.900 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og útlit fyrir að margir geti ekki snúið aftur heim svo vikum skiptir. Um 200 hermenn eru við björgunar- og flóðavarnastörf á flóðasvæðunum.
14.11.2019 - 02:33
Fékk fiðluna eftir leynilegar viðræður
Rúmlega þrjú hundruð ára gömul fiðla sem eigandinn gleymdi í lest í Lundúnum er aftur komin til eigandans. Stephen Morris fékk fiðlu sína til baka á bílastæði matvöruverslunar eftir leynilegar samningaviðræður. Lögreglumenn í borgaralegum klæðum fylgdust með þegar maðurinn sem hirti fiðluna afhenti Morris hana og baðst afsökunar.
03.11.2019 - 16:11
Þremur af fimm sleppt úr haldi
Þremur af þeim fimm sem voru handtekin vegna líkfundarins í Essex í vikunni hefur verið sleppt úr haldi. Manninum og konunni, sem handtekin voru í bænum Warrington á Englandi á föstudaginn, var sleppt og einnig manninum sem var handtekinn í Dyflinni í gær.
27.10.2019 - 13:54
Ungir Víetnamar líklega í Essex-bílnum
Víetnamskar fjölskyldur óttast að ástvinir þeirra hafi verið meðal látinna í vöruflutningabíl sem var stöðvaður í Essex í Englandi í vikunni. 26 ára víetnömsk kona sendi fjölskyldu sinni smáskilaboð á þeim tíma sem harmleikurinn varð. Í skilaboðunum stóð: „Ég er að deyja því ég get ekki andað." Guardian hefur eftir ættingja konunnar að ekkert hafi heyrst frá henni síðan.
26.10.2019 - 06:15