Færslur: endurvinnsla

Gætu þurft að bíða í þrjár vikur til viðbótar
Sorptunnur og -geymslur borgarinnar virðast víðast hvar vera yfirfullar af pappírs- og plastrusli. Tæming bláu og grænu tunnanna lá niðri um tíma með þeim afleiðingum að sums staðar hefur endurvinnslusorp ekki verið hirt svo vikum skipti.
17.03.2022 - 19:32
Þétta þarf net grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu
Samræma þarf flokkun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu og þétta net grenndarstöðva. Með því eykst endurvinnsla og öllum íbúum verður kleift að flokka á sama hátt. Nýjar reglur um meðhöndlun úrgangs taka gildi 1. janúar 2023. Því er óhjákvæmilegt að breyta sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu.
Sveitarfélög keppast við að bæta úrgangsmál
Í júní á síðasta ári tóku í gildi viðamiklar breytingar á lögum tengdum úrgangsmálum. Um 60 prósent sveitarfélaga telja líklegt að þau þurfi að breyta fyrirkomulagi sérsöfnunar vegna nýju laganna.
Nóg að gera við sorphirðu eftir jólaneysluna
Desember er mánuður mikillar neyslu. Sorphirða er því umtalsvert meiri en aðra mánuði ársins og teygir sig fram í miðjan janúar. Almenningur virðist þó vera farinn að kunna betur að flokka jólaruslið.
29.12.2021 - 12:14
Viðtal
Mikilvægt að endurvinnsluferlið verði gagnsærra
„Í fyrsta lagi þarf að komast að því hvað er þarna á ferðinni, í öðru lagi þarf að sjá til þess að þetta plast fari þangað sem það á að fara og í þriðja lagi að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í Morgunútvarpinu í morgun um plasthrúguna sem liggur í Svíþjóð og plastið því allt óendurunnið. Hann segir mikilvægt að gera ferlið gagnsærra.
Hryggilegt og alvarlegt klúður
Allt að 1500 tonn af íslenskum plastúrgangi hafa legið óhreyfð í fimm ár í vöruskemmu í Svíþjóð. Endurvinna átti plastið, og Úrvinnslusjóður hefur greitt íslenskum endurvinnslufyrirtækjum um hundrað milljónir króna fyrir endurvinnsluna.
10.12.2021 - 19:14
Sjónvarpsfrétt
Gamalt skraut fékk nýtt líf
Jólasveinar, englar, aðventuljós og annað jólaskraut skipti um eigendur um helgina þegar endurnýja mátti jólaskraut með engum tilkostnaði í Efnismiðlun Góða hirðisins. Rekstrarstjóri segir að þetta sé skemmtileg leið til að grynnka á heimilissorpi.
05.12.2021 - 19:40
Myndskeið
Svona kemstu hjá því að kaupa föt sem enda á ruslahaug
Með því að lesa á miða, skoða sauma, þukla og máta, ætti fólk að geta keypt sér gæðaflíkur sem ekki enda í fatafjöllum í Afríku íbúum þar til ama. Náttúruleg efni eins og ull eru best. Flíspeysur úr polyester er hægt að endurvinna en málið vandast þegar kemur að efnum sem eru úr blöndu af náttúrulegum og niðurbrjótanlegum efnum - og svo gerviefnum. Slík efni er erfitt að endurvinna.
Flokkun á plasti óþarflega flókin
Árvekniátakið Plastlaus september er nú haldið í fimmta sinn. Verkefnastjóri hjá Vistorku telur að það þurfi skýrari reglugerð til framleiðenda um merkingar umbúða til að einfalda neytendum flokkunina.
01.10.2021 - 10:35
Ferðamenn kærulausari við flokkun á sorpi
Flokkun úrgangs var verri á Akureyri í sumar en í vetur. Orsökina má rekja til mikils fjölda ferðamanna sem dvaldi í bænum í sumar.
07.09.2021 - 11:15
Fréttaskýring
Óvissa um endurvinnslu á rafbílarafhlöðum hérlendis
Kostnaðurinn við förgun á rafhlöðu úr rafbíl hleypur í dag á hundruðum þúsunda. Ekkert úrvinnslugjald er enn lagt á rafhlöðurnar og óljóst hver skuli ábyrgjast förgunina til framtíðar. Framkvæmdastjóri Brimborgar er vongóður um að málið leysist farsællega en þar á bæ er stefnt að því að geyma úr sér gengnar rafhlöður í gámi þar til málin skýrast.
26.07.2021 - 14:48
Glæru pokarnir taka við af þeim svörtu á morgun
Í dag eru síðustu forvöð að fara í Sorpu með blandaða ruslið sitt í svörtum poka. Frá og með morgundeginum, 1. júlí, tekur Sorpa aðeins við úrgangi í glærum, gagnsæjum pokum á endurvinnslustöðvum. Þeir eiga að auðvelda starfsmönnum endurvinnslustöðvanna að leiðbeina fólki við flokkun. 
30.06.2021 - 15:14
Sjónvarpsfrétt
Heybaggar verða að girðingarstaurum
Gæðaplast beint frá bónda verður að girðingarstaurum eftir að hafa farið í gegnum endurvinnslu Pure North Recycling í Hveragerði. Bændur í fjórum sveitarfélögum skila nú plasti utan af heyböggum til fyrirtækisins og fleiri sveitarfélög hafa sýnt því áhuga. Framkvæmdastjóri segir að stefnan sé að loka hringrásinni.
150 tonn af heyrúlluplasti komast ekki í endurvinnslu
Fyrirtækið Flokka ehf., sem sér um að taka á móti og safna endurvinnanlegum efnum í Skagafirði og koma þeim í endurvinnslu, situr uppi með 150 tonn af heyrúlluplasti sem ekki komast í endurvinnslu þar sem flutningskostnaður er of hár.
Betra að sötra gos úr áldós en glerflösku
Þó gler þyki fínt og sé úr náttúrulegu efni er kolefnisspor einnota glerflaskna mun stærra en plastflaskna eða áldósa. Verslunareigandi sem nýtir sömu glerflöskurnar aftur og aftur, vill stóraukna áherslu á endurnýtingu.
30.05.2021 - 20:26
Miklar annir á Sorpu í vorblíðunni í dag
Miklar bílaraðir hafa myndast við endurvinnslustöðvar Sorpu í dag, enda frídagur og blíðviðri sem eykur alltaf aðsóknina að sögn upplýsingafulltrúa og rekstrastjóra endurvinnslustöðva Sorpu.
02.05.2021 - 16:39
Landinn
Hagkvæmt að endurvinna plast á Íslandi
„Þegar þetta verkefni hófst var hlegið að okkur og sagt að Ísland væri alltof lítill markaður fyrir endurvinnslu á plasti og að það þyrfti að senda þetta allt úr landi," segir Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North í Hveragerði. „Við fórum í að skoða þá þekkingu sem við höfum á jarðvarma og hvernig hægt væri að nýta hann til endurvinnslu."
12.04.2021 - 16:23
Kókflöskur úr 100% endurunnu plasti á næsta ári
Allar plastflöskur sem Coca-Cola á Íslandi framleiðir verða úr 100 prósent endurunnu plasti (rPET) á næsta ári. Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi, segir að skiptin yfir í endurunnið plast hafi gengið mun hraðar en fyrirtækið hafði ætlað sér.
08.12.2020 - 13:08
Talsverðar tafir og raðir á endurvinnslustöðvum
Mikilvægt er allt rusl sé vel flokkað þegar fólk kemur með það í endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Með því er hægt að forðast tafir en vegna hertra samkomutakmarkana mega mun færri vera samtímis inni á stöðvunum en vanalegt er.
Samþykkja bann við plaströrum og einnota hnífapörum
Bannað verður að setja plasthnífapör, diska, sogrör og eyrnapinna úr plasti á markað hér á landi frá og með 3. júlí á næsta ári. Einnig er lagt bann við matar- og drykkjarílátum úr frauðplasti.
„Ísland hefur alla burði til að vera til fyrirmyndar“
Íslendingar endurvinna brotabrot þess plasts sem fellur til hér á landi á hverju ári og gætu gert miklu betur, segir Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling í Hveragerði, eina fyrirtækinu í landinu sem endurvinnur plast að fullu. „Þarna finnst mér kerfið of seint að vakna og svara þannig að við séum duglegri hérna. Ísland hefur alla burði til þess að vera til fyrirmyndar í þessum málum.“
27.06.2020 - 07:35
Menningin
Plast getur verið draumaefni
Plast er algjört draumaefni sé það notað á réttan hátt, segja þeir Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson, eigendur Plastplans, sem er hönnunarstúdíó og eina endurvinnsla landsins sem tekur á móti öllum flokkum plasts.  
28.04.2020 - 16:13
Skoða framtíð úrgangsmála á Norðurlandi
Starfshópur hefur kynnt þrjár leiðir í framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, þar á meðal er stórt líforkuver. 53% úrgangs á Norðurlandi fer í urðun og 23% í endurnýtingu.
08.04.2020 - 13:26
70 prósent af heimilissorpi lífrænn úrgangur
Ný gas- og jarðgerðarstöð tekur til starfa á næsta ári og söfnun lífræns úrgangs verður innleidd í áföngum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu, segir að 70 prósent af því heimilissorpi sem endi í gráu tunnunni sé lífrænn úrgangur.
07.11.2019 - 17:15
Allar vörur Örnu á leið í pappírsumbúðir
Allar vörur Örnu, laktósafríu mjólkurvinnslunnar í Bolungarvík, verða komnar í pappírsumbúðir innan fimm mánaða, segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Í vikunni fari þykka ab mjólk þeirra úr plasti yfir í pappírsumbúðir og verður lokið úr áli. Plastskeið og auka plastlok hverfi úr framleiðslunni. Þannig minnkar Arna plastnoktun um 85 prósent miðað við hefðbundnar jógúrt eða skyrdósir, segir í tilkynningu.
06.11.2019 - 14:22