Færslur: endurvinnsla

Samþykkja bann við plaströrum og einnota hnífapörum
Bannað verður að setja plasthnífapör, diska, sogrör og eyrnapinna úr plasti á markað hér á landi frá og með 3. júlí á næsta ári. Einnig er lagt bann við matar- og drykkjarílátum úr frauðplasti.
„Ísland hefur alla burði til að vera til fyrirmyndar“
Íslendingar endurvinna brotabrot þess plasts sem fellur til hér á landi á hverju ári og gætu gert miklu betur, segir Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling í Hveragerði, eina fyrirtækinu í landinu sem endurvinnur plast að fullu. „Þarna finnst mér kerfið of seint að vakna og svara þannig að við séum duglegri hérna. Ísland hefur alla burði til þess að vera til fyrirmyndar í þessum málum.“
27.06.2020 - 07:35
Menningin
Plast getur verið draumaefni
Plast er algjört draumaefni sé það notað á réttan hátt, segja þeir Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson, eigendur Plastplans, sem er hönnunarstúdíó og eina endurvinnsla landsins sem tekur á móti öllum flokkum plasts.  
28.04.2020 - 16:13
Skoða framtíð úrgangsmála á Norðurlandi
Starfshópur hefur kynnt þrjár leiðir í framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, þar á meðal er stórt líforkuver. 53% úrgangs á Norðurlandi fer í urðun og 23% í endurnýtingu.
08.04.2020 - 13:26
70 prósent af heimilissorpi lífrænn úrgangur
Ný gas- og jarðgerðarstöð tekur til starfa á næsta ári og söfnun lífræns úrgangs verður innleidd í áföngum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu, segir að 70 prósent af því heimilissorpi sem endi í gráu tunnunni sé lífrænn úrgangur.
07.11.2019 - 17:15
Allar vörur Örnu á leið í pappírsumbúðir
Allar vörur Örnu, laktósafríu mjólkurvinnslunnar í Bolungarvík, verða komnar í pappírsumbúðir innan fimm mánaða, segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Í vikunni fari þykka ab mjólk þeirra úr plasti yfir í pappírsumbúðir og verður lokið úr áli. Plastskeið og auka plastlok hverfi úr framleiðslunni. Þannig minnkar Arna plastnoktun um 85 prósent miðað við hefðbundnar jógúrt eða skyrdósir, segir í tilkynningu.
06.11.2019 - 14:22
Fréttaskýring
Sprenging í óbeinum vatnsinnflutningi
Innflutningur á gosi og bragðbættu vatni hefur rúmlega fjórfaldast á innan við tveimur árum. Þetta má lesa úr innflutningsskrá Hagstofunnar. Mest munar um stóraukinn gosinnflutning frá Svíþjóð. Verkfræðingur hjá Eflu segir kolefnisspor innfluttra drykkja hærra en þeirra sem framleiddir eru úr þykkni á Íslandi.
24.09.2019 - 16:24
Myndskeið
Mismunandi plast er ekki endurunnið eins
Það eru til sjö tegundir plasts sem allar hafa mismunandi eiginleika og notagildi. Á Íslandi fer innan við 13 prósent alls umbúðaplasts sem fellur til á Íslandi til endurvinnslu.
13.08.2019 - 22:03
Myndskeið
Endurvinnanlegt rusl fer nær allt til útlanda
Nánast allt endurvinnanlegt rusl á Íslandi fer til endurvinnslu í útlöndum. Nær allur pappír og pappi verður þar að nýjum vörum. Plastið er ýmist endurunnið eða brennt til orkuvinnslu. 
21.07.2019 - 10:50
Breytt umhverfisvitund
Í nýjasta þætti Náttúrulaus var rætt við þær Ágústu Gunnarsdóttur, Jóhönnu Ásgeirsdóttur og Vigdísi Bergsdóttur, en þær hafa unnið saman að verkefnum sem snúa að umhverfisvitund undir nafninu Endur Hugsa.
30.01.2019 - 15:46
Mæta auknum kröfum við meðhöndlun úrgangs
Auknar kröfur og breyttar áherslur við meðhöndlun úrgangs valda því að sveitarfélög á Norðurlandi vilja endurskoða núverandi skipulag sorpmála. Þau vilja auka samstarf sveitarfélaga og fyrirtækja og efla umhverfisvernd, hagkvæmni og nýtingu.
20.12.2018 - 13:58
Íslendingar nota 3 milljónir sprittkerta á ári
Fólk er hvatt til að setja sprittkerti í endurvinnslutunnur eftir notkun nú um jólin. Endurvinnsluátaki um endurvinnslu sprittkerta var ýtt úr vör í dag þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók við veggspjaldi um átakið.
06.12.2017 - 16:48
Fréttaskýring
Eins og 16 Boeing 757 vélar færu í Kölku á ári
Í fyrra voru hátt í þúsund tonn af sorpi frá Keflavíkurflugvelli brennd í sorpbrennslustöð Kölku og tæplega 800 tonn urðuð. Sóttvarnarlög, aðstöðuleysi á vellinum og gjaldfrelsið í fríhöfninni eru meðal þess sem lengi hefur sett flokkun sorps frá flugstöðinni og úr flugvélum skorður. Unnið er að lausn.
Góðærið beint í ruslið
Endurvinnslustöðvar Sorpu taka nú á móti meiri úrgangi en á metárinu 2007. Síðasta ár fór fram úr góðærisárinu mikla og er útlit fyrir að sorpið verði enn meira á þessu ári sé miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins.
08.05.2017 - 11:24
Listin að endurvinna fallega
Hvert er raunverulegt gildi þess að endurvinna? Lestin skyggnist inn í endurunnar vörur og japönsku handverkslistina kintsugi.
03.05.2017 - 17:09
„Ekki mikið mál ef maður er með aðstöðuna“
Heimilissorp sem er urðað á Akureyri hefur minnkað um hátt í helming síðan nýtt flokkunarkerfi var tekið upp í bænum. Það er lítið mál að flokka ef maður hefur aðstöðu til þess segir grunnskólakennari.
20.01.2016 - 19:17
Lækka sorphirðugjöldin með moltugerð
Íbúar á Fljótsdalshéraði sem stunda moltugerð heima við lækka sorphirðugjöld sín, segir moltugerðarmaður á Egilsstöðum. Lífrænt heimilissorp sem til fellur í sveitarfélaginu mun verða keyrt til til vinnslu hjá Moltu á Akureyri í framtíðinni. Hækkuð útgjöld í sorphirðu hjá sveitarfélaginu verða tæpar tvær milljónir á ári vegna þessa. Áætlað er að um 100 kíló af sorpi séu urðuð á hverju ári fyrir hvern íbúa á Fljótsdalshéraði. Fjórðungur fer í endurvinnslu en 30% eru lífrænt sorp.
07.12.2015 - 16:04