Færslur: Endurupptökudómstóll

Sautján vilja setjast í Endurupptökudóm
Sautján sækja um embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm. Dómurinn er sérdómstóll sem tekur til starfa 1. desember næstkomandi og leysir endurupptökunefnd af hólmi.
Lög um stofnun endurupptökudóms samþykkt
Frumvarp sem felur í sér stofnun endurupptökudóms var samþykkt á Alþingi síðdegis. Dómsmálaráðherra fagnaði því að frumvarpið væri að verða að lögum. Hún segir að með stofnun endurupptökudómstóls væru tekin af öll tvímæli um að dómsvaldið sé einvörðungu á hendi dómara, í samræmi við stjórnarskrá.