Færslur: Endurheimt votlendis

Ösp er öflugri en skurðir
Aspir sem gróðursettar höfðu verið á framræstu landi reyndust binda svo mikið af gróðurhúsalofttegundum að þær bundu meira en skurðir í landinu losuðu. Skógvistfræðingur segir að þetta geti verið landeigendum hvatning til að gróðursetja tré í framræstum mýrum ef ekki hentar að ráðast í endurheimt votlendis.
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Vilja endurheimta tvöfalt meira í ár en í fyrra
Votlendissjóður endurheimti 135 hektara af votlendi í fyrra og stefnir á tvöfalt meira í ár. Góð tíð í haust gerði mögulegt að fylla upp í skurði fram að jólum.
162 hektarar votlendis endurheimtir á tveimur árum
Árleg losun 480 tonna af koltvísýringi verður stöðvuð með endurheimt votlendis í landi Kirkjubóls í Korpudal við Önundarfjörð. Það mun vera sambærilegt magn koltvísýrings og kemur árlega frá 240 nýlegum fólksbílum.  
Fá leyfi til að endurheimta votlendi í Ketildölum
Landeigandi á Fífustöðum í Ketildölum á Vestfjörðum fær að endurheimta votlendi á jörðinni sinni. Vesturbyggð heimilaði ekki framkvæmdina í september og vísaði henni til Skipulagsstofnunar.
Fær ekki að fylla upp í skurði
Landeigandi á Fífustöðum í Ketildölum vill endurheimta votlendi á jörðinni sinni. Vesturbyggð heimilar ekki framkvæmdina. Votlendissjóður segir viðbrögð sveitarfélagsins þvert á öll önnur sveitarfélög. Bóndi á næsta bæ segir sér ekki stætt ef land Fífustaða fer í endurheimt votlendis.
Fréttaskýring
Kolefnisjöfnun: Epli og appelsínur í búbblu
Það kostar 2000 krónur að kolefnisjafna eitt tonn af koltvísýringi hjá Kolviði en 5000 krónur að kolefnisjafna sama magn hjá Votlendissjóði. Aðferðir sjóðanna eru ólíkar. Spegillinn ræddi við forsvarsmenn sjóðanna og komst að því að ekki er ósennilegt að hluta trjánna í Kolviðarskógum verði brennt í járnblendiverksmiðju, Votlendissjóður lætur nægja að treysta því að landeigendur framtíðar grafi ekki upp úr skurðum og það er hægt að kolefnisjafna sig óháð því hvort heildarlosun eykst eða ekki.
Yfir 1100 km af skurðum grafnir frá 2008
Landbúnaðarháskólinn metur nú hve mikið framræst land hefur bæst við með skurðgrefti á Íslandi síðustu tíu árin. Nýtt kort leiðir í ljós að bændur hafa grafið yfir 1100 kílómetra af skurðum frá 2008. Samkvæmt núgildandi mati hafa 3400 ferkílómetrar af votlendi hafi verið ræstir fram og er losun gróðurhúsalofttegunda úr þurrkuðum mýrum um 2/3 af heildarlosun Íslendinga sem talin er fram til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.
11.06.2019 - 09:51
Fréttaskýring
Af hverju að moka ofan í skurði?
Umræður um loftslagsmál og skuldbindingar Íslands í þeim efnum, enda iðulega á þessum nótum: Til hvers að standa í öllu þessu veseni – orkuskiptum og skógrækt og landgræðslu og að þróa græna tækni – ef 70 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá framræstu landi?
Myndband
Andvirði afmælisgjafanna fór í að loka skurðum
Það er búið að ræsa fram megnið af öllu votlendi á láglendi á Íslandi og frá þessu uppþurrkaða landi kemur megnið af þeim gróðurhúsalofttegundum sem Ísland losar. 
Votlendi — mokað ofan í skurði
Fljótlega hefst kerfisbundin endurheimt votlendis á vegum nýstofnaðs Votlendissjóðs, sem kynntur var á Bessastöðum síðdegis. Stjórnvöld hafa jafnframt lagt Landgræðslunni til tólf milljónir króna í rannsóknir á votlendi og beinar aðgerðir.
30.04.2018 - 22:22
Framræst land: Telja óvissu í mælingum á losun
Talið hefur verið að stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda hér á landi komi frá framræstu votlendi. Í grein í Bændablaðinu á dögunum bentu Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands og Þorsteinn Guðmundsson, prófessor í jarðvegsfræði við sama háskóla, á óvissu sem þeir telja í þeim mælingum.
Völdu aldrei að nýta endurheimt votlendis
Óvissan sem ríkir um áhrif þess að endurheimta votlendi er svo mikil að stjórnvöld hyggjast ekki nýta þessa aðgerð formlega sér til framdráttar fyrr en í fyrsta lagi eftir að tímabil Kyoto-bókunarinnar rennur sitt skeið árið 2020. Ráðamenn hafa talað mikið um endurheimt en þeir hafa aldrei valið þessa aðgerð formlega. Það skortir rannsóknir og aðferðafræði, bæði til þess að kortleggja áhrif endurheimtar og áhrif framræslu. Hversu djúpstæð er vanþekkingin? Eru stjórnvöld á villigötum?
Votlendi: Mögulega meira um rask en endurheimt
Í fyrra var tæpur ferkílómetri af votlendi endurheimtur fyrir tilstuðlan stjórnvalda en samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar um loftslagsmál á Íslandi væri hægt að endurheimta 900 ferkílómetra. Væri það gert myndi losun minnka svo um munar en 70% þeirra gróðurhúsalofttegunda sem losaðar eru af mannavöldum hér á landi koma frá framræstu votlendi. Enn er verið að ræsa fram land og það lítur út fyrir að framræsla sé mun meiri en endurheimta. Við virðumst vera í mínus.