Færslur: Endurhæfing

Veikjast lítið en glíma við langvarandi eftirköst
Fjöldi fólks leitar í endurhæfingu vegna eftirkasta COVID-19 þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert veikst þegar það sýktist. Þetta segir Stefán Yngvasson, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, í viðtali í Morgunútvarpinu í morgun.
Bjóða fjölþætta endurhæfingu eftir COVID-veikindi
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Reykjalund og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) um þjónustu fyrir þá sem veikst hafa af COVID-19 og þurfa á endurhæfingu að halda. 
Guðmundur Felix þarf ekki lengur að sofa á sjúkrahúsinu
Guðmundur Felix Grétarsson sem í byrjun árs fékk í upphafi ársins grædda á sig handleggi þarf ekki lengur að dvelja allan sólarhringinn á sjúkrahúsi í Lyon.
05.04.2021 - 20:45
Biðlistar á Reykjalundi aldrei lengri og munu lengjast
Ljóst er að biðlistar á Reykjalundi muni lengjast verulega eftir að fresta þurfti meðferðum á annað hundrað manns vegna kórónuveirusmita sem þar komu þar. Þetta segir forstjóri Reykjalundar. Hann segir óvíst hvort fleiri sjúklingar verði teknir þangað af Landspítala til að létta undir spítalanum sem nú starfar á neyðarstigi.
Mikil þörf á sérhæfðri COVID-eftirmeðferð
Ekki er vitað hversu margir Íslendingar kljást við alvarleg eftirköst þess að hafa veikst af COVID-19. Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítala, segir marga í þessum hópi þurfa mikla þjónustu. Þörf er á sérhæfðu úrræði fyrir þennan hóp. 
12.09.2020 - 18:12