Færslur: Emmsjé Gauti

Félagsheimilið
„Á maður ekki bara að vera heiðarlegur með svona?“
Rapparinn Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, svarar tuttugu erfiðum spurningum og segir frá því þegar hann eyddi myndum úr síma ókunnugs manns. Hann vill ekki spinna sögu um að hann geti ekki komið fram heldur segist í hreinskilni hafa aflýst vegna lítillar aðsóknar.
11.07.2022 - 12:32
Plata vikunnar
Emmsjé Gauti, Helgi Sæmundur – Mold
Síðastliðinn áratug hafa Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur með sveit sinni Úlfur Úlfur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi með kröftugri útgáfu á plötum og vinsælum lögum. Það er því tilhlökkunar efni fyrir tónlistarunnendur að fá að gægjast undir húddið á Mold - nýjustu plötu kappanna sem er á loka stigi vinnslu þessa dagana.
20.09.2021 - 17:45
Fram og til baka
Mengaði heilann með ógeðslegum textum
„Nú verður einhver brjálaður, en ætli hann sé ekki einhvers konar Nirvana fyrir mér,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti, um rapp-goðsögnina Eminem. Að sögn var móðir hans ekki ýkja hrifin af tónlistarvali sonarins á uppvaxtarárunum sem innihélt oft og tíðum ofbeldisfulla texta.
19.09.2021 - 14:00
Rökkurpopp, jólatónar, Jülevenner og fleira gúmmelaði
Hátíðin er að hluta til við völd í Undiröldunni. Ómland sendi frá sér jólalag í ár, Guðrún Árný líka og þríeykið Jógvan, Vignir og Matti eru með jólalag líka. Elín J. Bergljótardóttir og Emmsjé Gauti koma við sögu, rökkurpopp frá Karítas Óðinsdóttur og desemberblús frá Teiti Magnússyni.
08.12.2020 - 16:20
Gagnrýni
Alinn upp á malbiki
Sjötta breiðskífa Emmsjé Gauta kallast Bleikt ský og er hin áhlýðilegasta, sterkt „íslenskt“ hipphopp frá manni sem hefur verið leiðarljós í þeim efnum um árabil.
04.08.2020 - 09:59
„Bið alla dægurlagamenningu afsökunar“
Rapparinn Emmsjé Gauti er ekki vanur því að liggja á skoðunum sínum en viðurkennir að hann hafi mildast með árunum, að minnsta kosti á yfirborðinu. Nýjasta plata hans sem kemur út í byrjun næsta mánaðar er töluvert poppaðari en það sem hann hefur áður gefið út.
24.06.2020 - 13:23
Flottasta myndbandið sem hefur komið úr minni smiðju
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti gefur út lag og myndband á morgun sem ber heitið bleikt ský, myndbandið verður frumsýnt á efra bílplani Smáralindar fyrir bílabíó í kvöld.
07.04.2020 - 16:25
Myndband við Malbik og ný plata á leiðinni
Í október í fyrra gáfu Emmsjé Gauti og Króli út lagið Malbik. Í dag kom út myndband við lagið. Myndbandið var tekið upp út á Granda og var því leikstýrt af Fannari Birgissyni og Ragnari Óla Sigurðssyni.
02.03.2020 - 13:42
Ferðalag manneskju sem er að þroskast
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti gaf út sína fimmtu breiðskífu, Fimm, á dögunum. Þar þykir Gauti leita meira inn á við og horfa til baka á líf sitt og störf hingað til. Ilmur Stefánsdóttir, Unnsteinn Manúel Stefánsson og Þórdís Gísladóttir rýndu í Fimm í Lestarklefanum.
10.11.2018 - 13:42
Barátta við egóið og óttinn við að missa allt
Emmsjé Gauti gaf á dögunum út sína fimmtu plötu, Fimm. Hann ræddi plötuna í þaula í Rabbabara hjá Atla Má og Birni Val.
24.10.2018 - 13:00
Gagnrýni
Gauti leitar inn á við
Á fimmtu breiðskífu sinni, sem kallast 5, lítur Emmsjé Gauti um öxl og vegur og metur líf sitt og feril. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
06.10.2018 - 13:30
Andsetinn Emmsjé Gauti
Emmsjé Gauti hefur nú haldið tónleika á níu stöðum um allt land á níu dögum, það þýðir að það eru aðeins fjórir dagar eftir af þrettán, á Íslandstúrnum hans 1313. Það er sannarlega komin þreyta í mannsskapinn en enn eru þó allir á lífi þó svo að þeir hafi meðal annars orðið varir við draugagang.
08.06.2018 - 11:55
Fokk skátarnir, ég ætla að fara að rappa
Emmsjé Gauta, ættu flestir að kannast við enda er hann líklegast einn ástsælasti rappari landsins. Gauti er um þessar mundir á fullu að skipuleggja Íslandstúrinn sinn sem hefst 30. maí og auk þess er hann með þrjár plötur á leiðinni.
29.05.2018 - 08:25
Viðtal
Gefa út ábreiður og óska eftir tillögum
Rapparinn Emmsjé Gauti, trommarinn hárprúði Keli og plötusnúðurinn Björn Valur eru að undirbúa tónleikaferð um landið. Þeir gáfu út ábreiðu af sígildu Stuðmannalagi af því tilefni á dögunum, en þar kviknaði hugmynd af því að gefa út heila plötu af ábreiðum.
14.05.2018 - 14:45
„Hræddur um að Bó myndi berja mig“
„Vignir hefur samband við mig í gær og vill fá mig, og segir „Heyrðu við verðum að troða okkur inn í jóladagskrána“,“ segir Emmsjé Gauti, en hann söng jólalagið „Have Yourself a Merry Little Christmas“ við undirleik Vignis Rafns Hilmarssonar á Aðventugleði Rásar 2, hlustendum og viðstöddum til óvæntrar ánægju.
01.12.2017 - 13:56
Emmsjé Gauti dansaði uppi á borðum
Rapparinn Emmsjé Gauti stóð undir væntingum gesta á Akureyri Backpackers í gærkvöldi, þegar hann flutti tónlist sína fyrir troðfullu húsi. Tónleikarnir voru hluti af dagskrá Airwaves tónlistarhátíðarinnar, sem í ár teygir anga sína norður í land.
Góður þristur!
Í þætti kvöldsins heyrum við upptökur Rásar 2 frá síðustu Airwaves hátíð
05.10.2017 - 10:17
Tónaflóð 2016 aftur!
Í Konsert í kvöld bjóðum við upp á brot af því besta sem fram fór á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt í fyrra.
Mynd með færslu
Emmsjé Gauti hversdagslegur í nýju myndbandi
Rapparinn Emmsjé Gauti hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið „Lyfti mér upp“.
17.05.2017 - 11:47
Aldrei í kraftgalla - spilandi jötungrip!
Í Konsert kvöldsins heyrum við tónleika með Between Mountains, Hildi, Vök og Emmsjé Gauta frá Aldrei fór ég suður 2017.
04.05.2017 - 16:40
Emmsjé Gauti – Reykjavík
Emmsjé Gauti flytur lagið „Reykjavík“ í Stúdíó A, þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í viku hverri.
21.02.2017 - 15:26
Emmsjé Gauti og Aron Can – Silfurskotta
Emmsjé Gauti og Aron Can flytja lagið Silfurskotta í Stúdíó A, þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja ný lög í viku hverri.
21.02.2017 - 14:55
Emmsjé Gauti og Kaleo með flestar tilnefningar
Rapparinn Emmsjé Gauti er tilnefndur íslensku tónlistarverðlaunanna í níu flokkum en tilnefningarnar voru kynntar í Hörpu rétt í þessu.
Gauti flytur þekkt íslenskt Eurovision lag
Rapparinn Emmsjé Gauti kemur fram á fyrri undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Háskólabíói þann 25. febrúar og þekur þar sitt uppáhalds íslenska Eurovision lag. Rætt var við Gauta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag og reynt að fá upp úr honum hvaða lag þetta væri.
09.02.2017 - 10:48