Færslur: Emmanuel Macron

Trump opinn fyrir viðræðum við Íran
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist opinn fyrir viðræðum við Íran. Hann er nú í Normandí í Frakklandi ásamt leiðtogum Evrópuríkja að minnast innrásarinnar á meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Þar hvatti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Trump til að eiga opnar samningaviðræður við Íran til að stuðla að friði á svæðinu.
06.06.2019 - 17:03
Macron leggur til umbætur á ESB
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, leggur til nokkrar breytingar á Evrópusambandinu sem eiga að tryggja framtíð þess. Meðal tillagna hans, sem eru birtar á síðum dagblaða í öllum 28 aðildarríkjum ESB, er að setja upp stofnun sem verndar sambandið gegn netárásum, kemur í veg fyrir útbreiðslu falskra frétta og bannar erlendum öflum að fjármagna evrópska stjórnmálaflokka.
05.03.2019 - 05:13
Myndband
Fjögur látin í óeirðum í Frakklandi
Alls hafa fjögur látist í mótmælum og óeirðum í Frakklandi síðustu vikur. Áttræð kona er látin eftir að hafa orðið fyrir táragasbrúsa á heimili sínu í Marseille á laugardag.
03.12.2018 - 20:30
Greinir á um Evrópusamstarf
Frönsk stjórnvöld eru sögð ósátt við dræmar undirtektir í Þýskalandi við tillögum sínum um endurbætur á samstarfi Evrópuríkja. Leiðtogar ríkjanna ræðast við ásamt ráðherrum í Berlín.
19.06.2018 - 13:51
Kallar eftir varðveislu lýðræðis
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hvetur Evrópusambandið til þess að beita sér fyrir varðveislu lýðræðis í Evrópu. Hann hefur áhyggjur af því að ríki innan Evrópu færist nú í auknum mæli frá lýðræði í átt að aukinni valdboðsstefnu.
17.04.2018 - 11:15
Hápólitískt lán á miðaldamyndlist
Í dag hefst heimsókn franska forsetans Emmanuels Macron til Bretlands. Eitt af því sem mun bera á góma eru fyrirhuguð lán Frakka á Bayeux-reflinum svokallaða, hátt í þúsund ára gömlu listaverki sem lýsir orustunni við Hastings, formála hennar og eftirmála.
18.01.2018 - 08:30
  •